Peningamál - 01.06.2005, Qupperneq 5
Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1
Verðbólguhorfur lakari til tveggja ára
Horfur í þjóðarbúskapnum eru í stórum dráttum þær sömu og lýst var í Peningamálum 2005/1 í mars.
Þjóðarbúskapurinn einkennist enn af miklu og vaxandi ójafnvægi sem birtist hvað skýrast í gríðarlegri
hækkun íbúðaverðs, afar hröðum vexti útlána og vaxanda halla á utanríkisviðskiptum. Hagvísar sem birst
hafa frá útgáfu Peningamála í mars benda ekki til að dregið hafi úr vexti eftirspurnar, nema síður sé. Hins
vegar hefur dregið nokkuð úr verðbólgu undanfarna tvo mánuði. Verðbólguhjöðnunin á sér þó tíma-
bundnar orsakir, t.d. gengishækkun krónunnar, breytta meðferð vaxtakostnaðar í húsnæðislið vísitölu
neysluverðs og verðstríð lágvöruverðsverslana. Ekkert af þessu hefur áhrif á verðbólguhorfur til næstu
tveggja ára. Þvert á móti hafa horfurnar heldur versnað, enda var gengi krónunnar á spádegi nokkru lægra
en miðað var við í mars. Að auki ýtir meiri hækkun húsnæðisverðs en gert var ráð fyrir í mars undir einka-
neyslu á næsta ári.
I Yfirlit þjóðhags- og verðbólguspár
Forsendur nýrrar spár
Spáin sem hér birtist er uppfærsla á þjóðhags- og verðbólguspá Seðla-
bankans sem birtist í mars. Í uppfærslu felst að einungis mikilvægustu
forsendum er breytt í ljósi framvindunnar og nýjustu upplýsinga, en
annars er byggt á sömu forsendum og í marsspá.2
Eins og endranær byggist spáin á því að stýrivextir og gengis-
vísitala krónunnar haldist óbreytt frá miðjum maí, þ.e.a.s. miðað er við
að stýrivextir verði 9% og gengisvísitalan nálægt gildinu 116. Gengi
krónunnar í uppfærðu spánni er því 6% lægra en í marsspánni.
Verðbólguspáin nær til annars ársfjórðungs 2007.
Efnahagshorfur lítið breyttar frá síðustu spá
Efnahagshorfur til næstu tveggja ára hafa lítið breyst frá því í mars, enda
tiltölulega skammur tími liðinn og lítið um nýjar upplýsingar sem gætu
gefið tilefni til verulegs endurmats. Áfram eru horfur á miklum hagvexti
á næstu tveimur árum með tilheyrandi spennu í þjóðarbúskapnum.
Horfur eru á heldur meiri framleiðsluspennu en síðast var spáð. Því mun
reyna verulega á þanþol hagkerfisins og hagstjórn ef tryggja á að
jafnvægi náist á ný án harkalegrar aðlögunar efnahagslífsins.
Helstu breytingar frá því í mars sl. eru að stýrivextir Seðlabank-
ans hafa hækkað lítillega, gengi krónunnar hefur lækkað og hús-
næðisverð hækkað meira en þá var reiknað með. Hærra húsnæðisverð
eykur hvata til íbúðafjárfestingar og hvort tveggja eykur verðmæti
húsnæðis einstaklinga. Aukinn húsnæðisauður veldur heldur meiri
vexti einkaneyslu á næsta ári en spáð var í mars, þrátt fyrir hærri stýri-
vexti. Veikara gengi krónunnar beinir þessari auknu eftirspurn að
1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem lágu fyrir 27. maí 2005, en spár byggjast á
upplýsingum til 17. maí.
2. Heildstæðar þjóðhags- og verðbólguspár eru birtar síðari hluta mars- og septembermán-
aða, en uppfærslur í júní og desember. Tímasetning heildstæðra spáa miðast við að fyrir
liggi þjóðhagsreikningar um liðið ár í mars og hálft yfirstandandi ár í september.