Peningamál - 01.06.2005, Side 10

Peningamál - 01.06.2005, Side 10
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 10 Hagvöxtur í Kína hefur hins vegar haldið áfram af fullum krafti og nam 9,5% á fyrsta fjórðungi ársins. Þótt búist sé við að nokkuð dragi úr hagvexti þegar líður á árið er gert ráð fyrir að hann verði mikill á árinu í heild. Hagvaxtarhorfur helstu ríkja Evrópu áfram slakar Ekki eru horfur á að hagvöxtur í Evrópu glæðist í bráð og má ætla að hátt olíuverð hafi seinkað efnahagsbatanum enn frekar. Eins og áður hefur verið nefnt hafa hagvaxtarspár verið lækkaðar undanfarið, einkum spár fyrir Þýskaland og Ítalíu. Hagvöxtur í Þýskalandi á fyrsta fjórðungi í ár var reyndar mun meiri en búist var við, eða 1%. Vegna þess að vöxturinn var að mestu drifinn af auknum útflutningi, en innlend eftirspurn dróst saman, eru hagvaxtarhorfur á þessu ári þó ekki taldar hafa batnað til muna. Útflutningur kann að vera viðkvæmur fyrir áframhaldandi styrk- leika evrunnar og sveiflum í heimsverslun. Væntingar um hagvöxt á Ítalíu hafa einnig minnkað verulega. Á fyrsta fjórðungi þessa árs dróst fram- leiðsla saman frá fyrra ári annan ársfjórðunginn í röð og telst því tækni- lega hafa verið um samdráttarskeið að ræða. Horfur um hagvöxt á árinu í heild eru mjög slakar og eru ástæðurnar svipaðar og í Þýskalandi. Eink- um eru horfur ítalsks iðnaðar daprar, en samkvæmt nýjustu tölum hefur hann átt erfitt með að fóta sig í aukinni samkeppni á heimsmarkaði og hefur hlutfall ítalsks útflutnings í heimsútflutningi farið minnkandi. Viðhorfskannanir sýna að væntingar þjónustu- og iðnfyrirtækja á evrusvæðinu um framtíðina hafa haldið áfram að dvína, en vænt- ingar neytenda hafa lítið breyst það sem af er ári. Vöxtur þjónustu- geira hefur verið meiri en á flestum öðrum sviðum, en nýjustu tölur benda til þess að dregið hafi úr vexti í þessum geira, einkum á Ítalíu og í Þýskalandi. Vöxtur einkaneyslu á evrusvæðinu er lítill þótt hann hafi heldur glæðst. Hækkun olíuverðs og hátt gengi evru draga úr hagnaði fyrirtækja. Því er ólíklegt að þau auki fjárfestingu og manna- ráðningar á næstunni. Á meðan atvinnuhorfur eru jafn tvísýnar og nú má gera ráð fyrir að neytendur haldi að sér höndum. Slakur hagvöxtur í Evrópu hefur ekki haft umtalsverð áhrif á verðlag sjávarafurða Efnahagslægðin á meginlandi Evrópu virðist hvorki hafa haft umtals- verð áhrif á eftirspurn né verðlag íslenskra sjávarafurða. Markaðshorfur flestra sjávarafurða eru allgóðar um þessar mundir. Þó hefur nokkurrar sölutregðu gætt á ferskfiskmarkaði undanfarna mánuði, líklega vegna tímabundinna áhrifa aukins framboðs frá Noregi og Færeyjum. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs var verð sjávarafurða í heild um 7% hærra í erlendri mynt en á sama tíma árið 2004. Mest hækkaði verð sjófrystra afurða, eða um 18%, en verð landfrystra afurða hækkaði um tæp 4% og saltfisks aðeins um tæplega 2%. Markaðsaðilar telja almennt að verð helstu tegunda botnfiskafurða, frystra, saltaðra og ferskra, muni halda áfram að hækka á þessu ári, enda eftirspurn vaxandi og sam- keppnisstaða íslenskra afurða sterk. Lítils háttar verðlækkun botn- fiskafurða í mars sl. má rekja til árstíðarbundinnar verðlækkunar á salt- fiski. Markaður í austanverðri Evrópu fyrir frystar afurðir er í vexti og verðlagshorfur eru taldar góðar að því er áhrærir mjöl- og lýsisverð. Væntingavísitölur á evrusvæði janúar 2002 - apríl 2005 Mynd II-3 J MM J S N J MM J S N J MM J S N J MM J S N 2002 2003 2004 2005 0 -3 -6 -9 -12 -15 -18 -21 Mismunur Neytendur Fyrirtæki Heimild: EcoWin. Áætlað verðlag sjávarafurða1 janúar 2000 - apríl 2005 Mynd II-4 J A J O J A J O J A J O J A J O J A J O J A J O 2000 2001 2002 2003 2004 2005 85 90 95 100 105 110 115 120 125 130 2003=100 Í íslenskum krónum Í erlendri mynt 1. Verðvísitala Hagstofu Íslands umreiknuð yfir í erlendan gjaldmiðil með vöruskiptavog m.v. útflutning. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.