Peningamál - 01.06.2005, Qupperneq 10

Peningamál - 01.06.2005, Qupperneq 10
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 10 Hagvöxtur í Kína hefur hins vegar haldið áfram af fullum krafti og nam 9,5% á fyrsta fjórðungi ársins. Þótt búist sé við að nokkuð dragi úr hagvexti þegar líður á árið er gert ráð fyrir að hann verði mikill á árinu í heild. Hagvaxtarhorfur helstu ríkja Evrópu áfram slakar Ekki eru horfur á að hagvöxtur í Evrópu glæðist í bráð og má ætla að hátt olíuverð hafi seinkað efnahagsbatanum enn frekar. Eins og áður hefur verið nefnt hafa hagvaxtarspár verið lækkaðar undanfarið, einkum spár fyrir Þýskaland og Ítalíu. Hagvöxtur í Þýskalandi á fyrsta fjórðungi í ár var reyndar mun meiri en búist var við, eða 1%. Vegna þess að vöxturinn var að mestu drifinn af auknum útflutningi, en innlend eftirspurn dróst saman, eru hagvaxtarhorfur á þessu ári þó ekki taldar hafa batnað til muna. Útflutningur kann að vera viðkvæmur fyrir áframhaldandi styrk- leika evrunnar og sveiflum í heimsverslun. Væntingar um hagvöxt á Ítalíu hafa einnig minnkað verulega. Á fyrsta fjórðungi þessa árs dróst fram- leiðsla saman frá fyrra ári annan ársfjórðunginn í röð og telst því tækni- lega hafa verið um samdráttarskeið að ræða. Horfur um hagvöxt á árinu í heild eru mjög slakar og eru ástæðurnar svipaðar og í Þýskalandi. Eink- um eru horfur ítalsks iðnaðar daprar, en samkvæmt nýjustu tölum hefur hann átt erfitt með að fóta sig í aukinni samkeppni á heimsmarkaði og hefur hlutfall ítalsks útflutnings í heimsútflutningi farið minnkandi. Viðhorfskannanir sýna að væntingar þjónustu- og iðnfyrirtækja á evrusvæðinu um framtíðina hafa haldið áfram að dvína, en vænt- ingar neytenda hafa lítið breyst það sem af er ári. Vöxtur þjónustu- geira hefur verið meiri en á flestum öðrum sviðum, en nýjustu tölur benda til þess að dregið hafi úr vexti í þessum geira, einkum á Ítalíu og í Þýskalandi. Vöxtur einkaneyslu á evrusvæðinu er lítill þótt hann hafi heldur glæðst. Hækkun olíuverðs og hátt gengi evru draga úr hagnaði fyrirtækja. Því er ólíklegt að þau auki fjárfestingu og manna- ráðningar á næstunni. Á meðan atvinnuhorfur eru jafn tvísýnar og nú má gera ráð fyrir að neytendur haldi að sér höndum. Slakur hagvöxtur í Evrópu hefur ekki haft umtalsverð áhrif á verðlag sjávarafurða Efnahagslægðin á meginlandi Evrópu virðist hvorki hafa haft umtals- verð áhrif á eftirspurn né verðlag íslenskra sjávarafurða. Markaðshorfur flestra sjávarafurða eru allgóðar um þessar mundir. Þó hefur nokkurrar sölutregðu gætt á ferskfiskmarkaði undanfarna mánuði, líklega vegna tímabundinna áhrifa aukins framboðs frá Noregi og Færeyjum. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs var verð sjávarafurða í heild um 7% hærra í erlendri mynt en á sama tíma árið 2004. Mest hækkaði verð sjófrystra afurða, eða um 18%, en verð landfrystra afurða hækkaði um tæp 4% og saltfisks aðeins um tæplega 2%. Markaðsaðilar telja almennt að verð helstu tegunda botnfiskafurða, frystra, saltaðra og ferskra, muni halda áfram að hækka á þessu ári, enda eftirspurn vaxandi og sam- keppnisstaða íslenskra afurða sterk. Lítils háttar verðlækkun botn- fiskafurða í mars sl. má rekja til árstíðarbundinnar verðlækkunar á salt- fiski. Markaður í austanverðri Evrópu fyrir frystar afurðir er í vexti og verðlagshorfur eru taldar góðar að því er áhrærir mjöl- og lýsisverð. Væntingavísitölur á evrusvæði janúar 2002 - apríl 2005 Mynd II-3 J MM J S N J MM J S N J MM J S N J MM J S N 2002 2003 2004 2005 0 -3 -6 -9 -12 -15 -18 -21 Mismunur Neytendur Fyrirtæki Heimild: EcoWin. Áætlað verðlag sjávarafurða1 janúar 2000 - apríl 2005 Mynd II-4 J A J O J A J O J A J O J A J O J A J O J A J O 2000 2001 2002 2003 2004 2005 85 90 95 100 105 110 115 120 125 130 2003=100 Í íslenskum krónum Í erlendri mynt 1. Verðvísitala Hagstofu Íslands umreiknuð yfir í erlendan gjaldmiðil með vöruskiptavog m.v. útflutning. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.