Peningamál - 01.06.2005, Síða 11

Peningamál - 01.06.2005, Síða 11
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 11 Þorskstofninn minni en áður var talið en ástand annarra stofna virðist gott Nýafstaðið togararall Hafrannsóknarstofnunar gefur til kynna að þorskárgangurinn árið 2003 hafi verið nokkru lakari en meðalár- gangur og árgangurinn árið 2004 til muna lakari. Þannig var stofn- vísitala þorsks 16% lægri en þegar mælt var á síðasta ári. Endanlegar tillögur Hafrannsóknarstofnunar um leyfilegan heild- arafla botnfisktegunda á næsta fiskveiðiári liggja þó ekki enn fyrir. Niðurstöðurnar kunna að benda til þess að aflahámark þorsks verði minnkað á næstu fiskveiðiárum, þótt ekki sé víst að það verði á kom- andi fiskveiðiári, sem hefst 1. september næstkomandi. Á móti vegur að ástand ýsu- og ufsastofnsins er með besta móti og er því líklegt að hámarksafli þessara tegunda verði aukinn á komandi fiskveiðiári. Líklegt er að aflahámark annarra mikilvægra tegunda verði lítt breytt á milli fiskveiðiára, nema hvað nokkur óvissa er um aflahámark grálúðu. Minni vöxtur aflaverðmætis en gert var ráð fyrir í mars Afli fyrstu fjögurra mánaða þessa árs var umtalsvert meiri en á sama tíma í fyrra og ætla má að heildarbotnfiskaflinn verði nokkru meiri á þessu ári en í fyrra. Hins vegar er erfiðara að segja til um væntanlegan ársafla uppsjávarafiska því að jafnan er mikil óvissa um heildarloðnu- afla ársins þar sem sumar- og haustveiði hefur verið afar sveiflukennd undanfarin ár. Þó er líklegt að afli uppsjávarfiska í heild á þessu ári muni aukast nokkuð frá seinasta ári, þar sem loðnuaflinn fyrstu fjóra mánuði ársins er orðinn meiri en allt árið í fyrra. Einnig verður síldar- aflinn að öllum líkindum nokkru meiri þar sem hámarksafli af norsk- íslensku síldinni var aukinn nú nýverið, en á móti kemur að kolmunna- aflinn mun væntanlega dragast lítillega saman. Á heildina litið má þó búast við að heildaraflinn í ár verði nokkru meiri en á síðasta ári og aukist einnig á næsta ári. Í spánni er þó gert ráð fyrir heldur minni vexti en í marsspánni, sem stafar af heldur lakara ástandi fiskstofna en þá var reiknað með. Horfur um verð sjávarafurða á þessu ári eru óbreyttar frá mars- spánni. Hins vegar er gert ráð fyrir heldur meiri verðhækkun á næsta ári. Það nær þó ekki að vega upp minni vöxt afla. Aflaverðmæti og útflutningsframleiðsla sjávarafurða eykst því heldur hægar á spátíma- bilinu en reiknað var með í mars. Raungengi náði sautján ára hámarki á fyrsta fjórðungi ársins en hefur lækkað á öðrum fjórðungi Gengi krónunnar lækkaði nokkuð frá því að það náði hámarki hinn 21. mars síðastliðinn og gekk gengishækkunin fyrstu þrjá mánuði ársins til baka. Í spá Seðlabankans að þessu sinni er gert ráð fyrir óbreyttu gengi frá 17. maí, en það felur í sér að í ár verði meðalgengi krónu um 5,7% hærra en í fyrra. Raungengi náði hámarki á fyrsta fjórðungi þessa árs, og hafði þá ekki verið jafn hátt í sautján ár, en hefur lækkað það sem af er öðrum ársfjórðungi, bæði vegna lægra nafngengis og minni verðbólgu. Þar sem horfur eru á að innlend verðbólga og hækkun launakostnaðar á einingu verði meiri en í viðskiptalöndunum mun raungengi hækka meira á milli ára en nafngengið. Að gefnu óbreyttu nafngengi frá 17. Aflamagn í janúar-apríl 2001-2005 Mynd II-5 2001 2002 2003 2004 2005 0 200 400 600 800 1.000 1.200 Þús. tonn Heimild: Fiskistofa Íslands. Skelfiskur Uppsjávarfiskur Botnfiskur Raungengi krónunnar 1. ársfj. 1986 - 2. ársfj. 2005 Mynd II-6 1986 1990 1995 2000 2005 70 80 90 100 110 120 130 1980=100 Raungengi miðað við hlufallslegt neysluverð Raungengi miðað við hlutfallslegan launakostnað Heimild: Seðlabanki Íslands. Vöxtur vöruútflutnings 1999-20051 Mynd II-7 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 0 10 20 30 40 50 60 -10 -20 -30 Breyting frá sama ársfjórðungi á fyrra ári (%) Sjávarafurðir Iðnaðarvörur 1. Á föstu gengi m.v. vöruútflutningsvog. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.