Peningamál - 01.06.2005, Page 11

Peningamál - 01.06.2005, Page 11
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 11 Þorskstofninn minni en áður var talið en ástand annarra stofna virðist gott Nýafstaðið togararall Hafrannsóknarstofnunar gefur til kynna að þorskárgangurinn árið 2003 hafi verið nokkru lakari en meðalár- gangur og árgangurinn árið 2004 til muna lakari. Þannig var stofn- vísitala þorsks 16% lægri en þegar mælt var á síðasta ári. Endanlegar tillögur Hafrannsóknarstofnunar um leyfilegan heild- arafla botnfisktegunda á næsta fiskveiðiári liggja þó ekki enn fyrir. Niðurstöðurnar kunna að benda til þess að aflahámark þorsks verði minnkað á næstu fiskveiðiárum, þótt ekki sé víst að það verði á kom- andi fiskveiðiári, sem hefst 1. september næstkomandi. Á móti vegur að ástand ýsu- og ufsastofnsins er með besta móti og er því líklegt að hámarksafli þessara tegunda verði aukinn á komandi fiskveiðiári. Líklegt er að aflahámark annarra mikilvægra tegunda verði lítt breytt á milli fiskveiðiára, nema hvað nokkur óvissa er um aflahámark grálúðu. Minni vöxtur aflaverðmætis en gert var ráð fyrir í mars Afli fyrstu fjögurra mánaða þessa árs var umtalsvert meiri en á sama tíma í fyrra og ætla má að heildarbotnfiskaflinn verði nokkru meiri á þessu ári en í fyrra. Hins vegar er erfiðara að segja til um væntanlegan ársafla uppsjávarafiska því að jafnan er mikil óvissa um heildarloðnu- afla ársins þar sem sumar- og haustveiði hefur verið afar sveiflukennd undanfarin ár. Þó er líklegt að afli uppsjávarfiska í heild á þessu ári muni aukast nokkuð frá seinasta ári, þar sem loðnuaflinn fyrstu fjóra mánuði ársins er orðinn meiri en allt árið í fyrra. Einnig verður síldar- aflinn að öllum líkindum nokkru meiri þar sem hámarksafli af norsk- íslensku síldinni var aukinn nú nýverið, en á móti kemur að kolmunna- aflinn mun væntanlega dragast lítillega saman. Á heildina litið má þó búast við að heildaraflinn í ár verði nokkru meiri en á síðasta ári og aukist einnig á næsta ári. Í spánni er þó gert ráð fyrir heldur minni vexti en í marsspánni, sem stafar af heldur lakara ástandi fiskstofna en þá var reiknað með. Horfur um verð sjávarafurða á þessu ári eru óbreyttar frá mars- spánni. Hins vegar er gert ráð fyrir heldur meiri verðhækkun á næsta ári. Það nær þó ekki að vega upp minni vöxt afla. Aflaverðmæti og útflutningsframleiðsla sjávarafurða eykst því heldur hægar á spátíma- bilinu en reiknað var með í mars. Raungengi náði sautján ára hámarki á fyrsta fjórðungi ársins en hefur lækkað á öðrum fjórðungi Gengi krónunnar lækkaði nokkuð frá því að það náði hámarki hinn 21. mars síðastliðinn og gekk gengishækkunin fyrstu þrjá mánuði ársins til baka. Í spá Seðlabankans að þessu sinni er gert ráð fyrir óbreyttu gengi frá 17. maí, en það felur í sér að í ár verði meðalgengi krónu um 5,7% hærra en í fyrra. Raungengi náði hámarki á fyrsta fjórðungi þessa árs, og hafði þá ekki verið jafn hátt í sautján ár, en hefur lækkað það sem af er öðrum ársfjórðungi, bæði vegna lægra nafngengis og minni verðbólgu. Þar sem horfur eru á að innlend verðbólga og hækkun launakostnaðar á einingu verði meiri en í viðskiptalöndunum mun raungengi hækka meira á milli ára en nafngengið. Að gefnu óbreyttu nafngengi frá 17. Aflamagn í janúar-apríl 2001-2005 Mynd II-5 2001 2002 2003 2004 2005 0 200 400 600 800 1.000 1.200 Þús. tonn Heimild: Fiskistofa Íslands. Skelfiskur Uppsjávarfiskur Botnfiskur Raungengi krónunnar 1. ársfj. 1986 - 2. ársfj. 2005 Mynd II-6 1986 1990 1995 2000 2005 70 80 90 100 110 120 130 1980=100 Raungengi miðað við hlufallslegt neysluverð Raungengi miðað við hlutfallslegan launakostnað Heimild: Seðlabanki Íslands. Vöxtur vöruútflutnings 1999-20051 Mynd II-7 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 0 10 20 30 40 50 60 -10 -20 -30 Breyting frá sama ársfjórðungi á fyrra ári (%) Sjávarafurðir Iðnaðarvörur 1. Á föstu gengi m.v. vöruútflutningsvog. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.