Peningamál - 01.06.2005, Side 19

Peningamál - 01.06.2005, Side 19
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 19 árinu 2004 heldur einnig frá árunum 2006 og 2007. Nú er spáð tæplega 53% vexti fjármunamyndunar atvinnuveganna í ár, sem er svipað og spáð var í mars. Á næsta ári dregur úr þunga stóriðju- og virkjanaframkvæmda en nú er gert ráð fyrir heldur meiri samdrætti á næsta ári en áður, eða tæplega 14%. Viðbótarfjárfesting Norðuráls, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja sem gengið var frá samningum um í apríl sl. fellur til á árunum 2007 og 2008 og hefur því ekki áhrif innan spátímabilsins (sjá rammagrein 2). Gert er ráð fyrir svipuðum vexti atvinnuvegafjárfestingar án stóriðju í ár og í mars- spánni, og áfram er reiknað með samdrætti á næsta ári. Uppgjör skráðra fyrirtækja í Kauphöll Íslands gætu e.t.v. gefið tilefni til að spá meiri vexti. Velta þeirra jókst um 27% í fyrra og fram- legð og hagnaður var með besta móti. Miðað við uppgjör sem fyrir liggja eftir fyrsta fjórðung í ár virðist staða þeirra sterk þótt þau sýni aðeins lakari afkomu en í sama fjórðungi í fyrra. Fjárfesting þeirra var þó tiltölulega lítill hluti af heildarfjármunamyndun atvinnuveganna á sl. ári, eða tæplega 17% af annarri fjármunamyndun atvinnuvega en þeirri er tengist stóriðju, eða skipa- og flugvélakaupum. Vöxturinn hefur enn fremur að nokkru leyti átt sér stað erlendis. Um fjórir fimmtu hlutar veltuaukningar síðasta árs komu að utan, annaðhvort sem tekjur af útflutningi eða vegna starfsemi erlendis. Sú rekstrarstærð sem skiptir einna mestu máli varðandi fjárfest- ingu er veltufé frá rekstri, en það er það fjármagn sem fyrirtæki hafa út úr starfsemi sinni til fjárfestingar og afborgana af lánum. Veltufé skráðra fyrirtækja frá rekstri jókst um nær þriðjung á sl. ári og nam tæplega 10% af veltu. Heldur stærri hluta veltufjár var varið til hreinn- ar fjárfestingar í fyrra en árið áður, en þar sem hluta þess var varið til fjárfestingar erlendis hafði það ekki samsvarandi áhrif á innlenda Tafla IV-2 Veltufé frá rekstri og fjárfesting skráðra atvinnufyrirtækja árin 2003 og 2004 Öll skráð atvinnufyrirtæki 2003 2004 Veltufé frá rekstri 32.412 40.310 Hrein fjárfesting (m.kr.)1 12.123 16.836 sem hlutfall af veltufé (%) 37 42 Sjávarútvegur Hrein fjárfesting (m.kr.)1 2.018 3.283 sem hlutfall af veltufé (%) 31 39 Iðnfyrirtæki Hrein fjárfesting (m.kr.)1 3.580 3.911 sem hlutfall af veltufé (%) 35 27 Upplýsinga- og samskiptatækni Hrein fjárfesting (m.kr.)1 3.333 3.305 sem hlutfall af veltufé (%) 42 34 Flutningafyrirtæki Hrein fjárfesting (m.kr.)1 2.347 4.451 sem hlutfall af veltufé (%) 41 61 1. Hrein fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum. Heimild: Ársreikningar fyrirtækja birtir á vef Kauphallar Íslands (www.icex.is). Mynd IV-4 Vöxtur fjármunamyndunar í heild 1997-20061 1. Spá Seðlabankans 2005-2006. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 0 10 20 30 40 -10 -20 -30 Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-5 Fjármunamyndun atvinnuvega og stóriðju 1991-2006 1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004 2006 0 4 8 12 16 20 % af VLF Fjármunamyndun atvinnuvega þar af stóriðja 1. Spá Seðlabankans 2005-2006. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd IV-6 Vöxtur fjármunamyndunar og innflutnings fjár- festingarvöru á fyrsta ársfjórðungi 1998-2005 Heimild: Hagstofa Íslands. 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 -10 -20 -30 -40 Magnbreyting frá fyrra ári (%) Fjármunamyndun Innflutningur fjárfestingarvöru

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.