Peningamál - 01.06.2005, Page 28

Peningamál - 01.06.2005, Page 28
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 28 Eins og greint var frá í síðustu Peningamálum hefur viðskipta- hallinn að þessu sinni myndast við nokkuð aðrar aðstæður en ríktu á árinu 2000. Raungengi er mun hærra og erlendir vextir hafa verið í sögulegu lágmarki. Halli á þáttatekjujöfnuði hefur því ekki aukist í samræmi við vöxt erlendra skulda, sem hafa fjórfaldast á síðastliðnum sjö árum, en vaxtabyrðin hefur einungis rúmlega tvöfaldast á sama tíma. Líklegt þykir að vextir erlendis muni hækka á næstunni, en í spá Seðlabankans er sem fyrr gert ráð fyrir hægfara hækkun þeirra. Tæp- lega 15% erlendra skulda þjóðarbúsins eru í Bandaríkjadölum. Seðla- banki Bandaríkjanna hefur hækkað vexti um 2 prósentur frá því í júní árið 2004 og má því ætla að greiðslubyrði skammtímalána í Banda- ríkjadölum hafi aukist nokkuð. Á hinn bóginn eru langtímavextir enn lágir og hafa jafnvel lækkað undanfarna mánuði. Skammtímavextir hafa haldist nánast óbreyttir á evrusvæðinu og þróun langtímavaxta verið svipuð. Burtséð frá nokkurri hækkun áhættuálags á vexti hafa því líklega ekki orðið umtalsverðar breytingar á vaxtakjörum þjóðar- búsins frá því í mars. Ef vextir og vaxtaálag hækka munu vaxta- greiðslur Íslands aukast og viðskiptahallinn aukast sem nemur u.þ.b. 11/3 prósentu af landsframleiðslu fyrir hverja prósentu af hækkun meðalvaxta á skuldum þjóðarbúsins.8 Áhrifin gætu því orðið um- talsverð víki vaxtaþróunin frá því sem gengið er út frá í spánni. 8. Hreinar erlendar skuldir (án áhættufjármagns) þjóðarbúsins námu rúmlega 129% af vergri landsframleiðslu í lok árs 2004.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.