Peningamál - 01.06.2005, Page 37

Peningamál - 01.06.2005, Page 37
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 37 húsnæðislána og ekki er loku fyrir það skotið að áhrifin geti við ákveðin skilyrði verið nokkuð sterk. Ef svo færi væri sá möguleiki einnig fyrir hendi að Seðlabankinn horfði fram hjá áhrifum vaxta- breytinga á vísitölu neysluverðs við ákvarðanir í vaxtamálum, rétt eins og bankinn getur gert þegar sveiflur verða á bensínverði eða öðrum þáttum utan áhrifasviðs hans. Þá kæmi einnig til greina að reikna sér- staka vísitölu án vaxtakostnaðar til þess að hafa til hliðsjónar, líkt og kjarnavísitölurnar tvær sem Hagstofan reiknar nú. Engin togstreita á milli markmiðs um verðlagsstöðugleika og fjármálastöðugleika Gríðarlega hröð hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu og hækkun hlutabréfaverðs að undanförnu vekur nokkurn ugg. Hækkun eignaverðs kyndir undir vexti eftirspurnar og um síðir kann verð- hækkunin að ganga til baka að einhverju leyti og gæti þá magnað samdrátt ef svo bæri undir. Hækkun fasteignaverðs á sér nú stað á sama tíma og óhjákvæmilegt er að auka aðhald peningastefnunnar verulega af öðrum ástæðum. Aðgerðir í peningamálum er miða að því að koma í veg fyrir að stórframkvæmdir á þessu ári og því næsta raski verðlagsstöðugleika munu óhjákvæmilega hafa áhrif á eignamark- aðinn. Nokkuð fyrirsjáanlegt er hvenær dregur úr umsvifum fram- kvæmda, þ.e.a.s. að því gefnu að framkvæmdir við ný álíka stór verk- efni hefjist ekki þegar hinum fyrri lýkur árið 2007. Því má draga þá ályktun að líkur á umskiptum á fasteignamarkaði aukist þegar dregur að framkvæmdalokum eða í kjölfar þeirra. Því kynni að vera ástæða til varfærni á sviði peningamála þegar að því kemur til að forðast of hraða lækkun eignaverðs, en hún gæti grafið undan stöðugleika fjár- málakerfisins. Þetta skapar þó enga togstreitu við framkvæmd pen- ingastefnunnar eins og málum er nú háttað, a.m.k. enn sem komið er. Hvort heldur litið er á málin frá sjónarhóli verðbólgumarkmiðsins eða fjármálastöðugleika eru sterk rök fyrir ströngu aðhaldi peningastefn- unnar nú, til að draga úr fyrirsjáanlegu ójafnvægi í þjóðarbúskapnum í aðdraganda þess að umsvifin fara að minnka á ný og til að minnka líkur á þörf fyrir enn sterkari aðhaldsaðgerðir síðar, þegar e.t.v. verður stutt í umskipti á eignamarkaði. Að auki er rétt að minna á að útbreidd verðtrygging fjárskuldbindinga leiðir til þess að lægri vextir og meiri verðbólga er kostur sem dregur ekki endilega úr þeim erfiðleikum sem gætu orðið í fjármálakerfinu vegna lækkunar eignaverðs. Því er ekkert tilefni til að hvika frá markmiðinu um stöðugt verðlag.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.