Peningamál - 01.06.2005, Qupperneq 37

Peningamál - 01.06.2005, Qupperneq 37
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 37 húsnæðislána og ekki er loku fyrir það skotið að áhrifin geti við ákveðin skilyrði verið nokkuð sterk. Ef svo færi væri sá möguleiki einnig fyrir hendi að Seðlabankinn horfði fram hjá áhrifum vaxta- breytinga á vísitölu neysluverðs við ákvarðanir í vaxtamálum, rétt eins og bankinn getur gert þegar sveiflur verða á bensínverði eða öðrum þáttum utan áhrifasviðs hans. Þá kæmi einnig til greina að reikna sér- staka vísitölu án vaxtakostnaðar til þess að hafa til hliðsjónar, líkt og kjarnavísitölurnar tvær sem Hagstofan reiknar nú. Engin togstreita á milli markmiðs um verðlagsstöðugleika og fjármálastöðugleika Gríðarlega hröð hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu og hækkun hlutabréfaverðs að undanförnu vekur nokkurn ugg. Hækkun eignaverðs kyndir undir vexti eftirspurnar og um síðir kann verð- hækkunin að ganga til baka að einhverju leyti og gæti þá magnað samdrátt ef svo bæri undir. Hækkun fasteignaverðs á sér nú stað á sama tíma og óhjákvæmilegt er að auka aðhald peningastefnunnar verulega af öðrum ástæðum. Aðgerðir í peningamálum er miða að því að koma í veg fyrir að stórframkvæmdir á þessu ári og því næsta raski verðlagsstöðugleika munu óhjákvæmilega hafa áhrif á eignamark- aðinn. Nokkuð fyrirsjáanlegt er hvenær dregur úr umsvifum fram- kvæmda, þ.e.a.s. að því gefnu að framkvæmdir við ný álíka stór verk- efni hefjist ekki þegar hinum fyrri lýkur árið 2007. Því má draga þá ályktun að líkur á umskiptum á fasteignamarkaði aukist þegar dregur að framkvæmdalokum eða í kjölfar þeirra. Því kynni að vera ástæða til varfærni á sviði peningamála þegar að því kemur til að forðast of hraða lækkun eignaverðs, en hún gæti grafið undan stöðugleika fjár- málakerfisins. Þetta skapar þó enga togstreitu við framkvæmd pen- ingastefnunnar eins og málum er nú háttað, a.m.k. enn sem komið er. Hvort heldur litið er á málin frá sjónarhóli verðbólgumarkmiðsins eða fjármálastöðugleika eru sterk rök fyrir ströngu aðhaldi peningastefn- unnar nú, til að draga úr fyrirsjáanlegu ójafnvægi í þjóðarbúskapnum í aðdraganda þess að umsvifin fara að minnka á ný og til að minnka líkur á þörf fyrir enn sterkari aðhaldsaðgerðir síðar, þegar e.t.v. verður stutt í umskipti á eignamarkaði. Að auki er rétt að minna á að útbreidd verðtrygging fjárskuldbindinga leiðir til þess að lægri vextir og meiri verðbólga er kostur sem dregur ekki endilega úr þeim erfiðleikum sem gætu orðið í fjármálakerfinu vegna lækkunar eignaverðs. Því er ekkert tilefni til að hvika frá markmiðinu um stöðugt verðlag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.