Peningamál - 01.06.2005, Side 44

Peningamál - 01.06.2005, Side 44
F JÁRMÁLAMARKAÐIR OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 44 Bankastjórn Seðlabankans hefur ákveðið að afnema fjárhæðartak- markanir í útboðum innstæðubréfa til 7 daga og verður ávöxtun þeirra auglýst í vaxtatilkynningu bankans. Mynd 6 sýnir vikulega stöðu endurhverfra lána og innstæðubréfa frá áramótum. Bankavextir hafa fylgt stýrivöxtum betur upp á síðkastið Frá því að Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti í maí 2004 hafa bankar og sparisjóðir hækkað vexti sína mismikið. Fyrsta kastið fylgdu sumir bankanna hækkunum Seðlabankans lítt eftir en eftir því sem á hefur liðið hafa þeir hækkað vexti sína nokkuð til jafns við vaxtahækk- anir Seðlabankans. Meðalvextir óverðtryggðra útlána eru nú 14,32% en voru um áramótin 13,95%. Vegna ólíkra og lítt sambærilegra inn- lánsforma er erfitt að meta vaxtamun inn- og útlána banka. Verðbréfaeign erlendra og innlendra fjárfesta breytist Athyglisverð þróun hefur átt sér stað í viðskiptum erlendra fjárfesta með íslensk verðbréf. Frá áramótum hafa þeir selt meira af verðbréf- um en þeir hafa keypt og nam sala umfram kaup 10,7 ma.kr. á tíma- bilinu janúar til mars. Innlendir fjárfestar hafa hins vegar fjárfest áfram í erlendum verðbréfum. Á tímabilinu janúar til mars keyptu innlendir fjárfestar 10,3 ma.kr. umfram sölu. Einhver tengsl má greina milli gengisbreytinga og verðbréfaviðskipta eins og ætla má í landi þar sem fjármagnsflæði er óheft. Mynd 7 sýnir kaup innlendra aðila á erlend- um verðbréfum. Vaxtamunur eykst nokkuð í takti við hækkanir hérlendis Á undanförnum mánuðum hefur Seðlabanki Íslands hækkað stýrivexti sína meira en flestir aðrir seðlabankar í helstu viðmiðunarlöndum. Þetta hefur valdið meiri vaxtamun milli innlendra og erlendra vaxta eins og eðlilegt er. Af öðrum seðlabönkum hefur sá bandaríski hækk- að stýrivexti sína tíðast að undanförnu og hefur á u.þ.b. einu ári hækkað þá í átta jöfnum áföngum úr 1% í 3%. Hlutabréfaverð hækkar í Kauphöll Íslands Hlutabréfamarkaðurinn hér á landi hefur verið nokkuð líflegur og verð hefur haldið áfram að hækka síðustu mánuði. Úrvalsvísitala Kauphall- arinnar rauf 4.000 stig hinn 6. apríl en einungis voru liðnir tæpir 9 mánuðir frá því að hún rauf 3.000 stig. Í apríl og maí hefur úrvals- vísitalan þó sveiflast á bilinu frá 3.950 til 4.150 eins og sjá má á mynd 8. Hlutafélögum á skrá hefur fækkað um fjögur frá áramótum en ein- hverjar vonir standa til að þeim muni fjölga á ný og hefur m.a. erlent fyrirtæki lýst þeirri ætlan sinni að sækja um skráningu hlutabréfa. Janúar Febrúar Mars Apríl Maí 0 10 20 30 40 50 -10 -20 Ma.kr. Innstæðubréf Endurhverf viðskipti Staða endurhverfra viðskipta og innstæðubréfa Mynd 6 Heimild: Seðlabanki Íslands. Vikulegar tölur 4. janúar - 17. maí 2005 M A M J J A S O N D J F M 2004 2005 0 2 4 6 8 10 12 Ma.kr. Hreint fjárútstreymi vegna viðskipta með erlend verðbréf mars 2004 - mars 2005 Mynd 7 Heimild: Seðlabanki Íslands. Úrvalsvísitala hlutabréfa Mynd 8 Heimild: Kauphöll Íslands. Daglegar tölur 6. janúar 1998 - 17. maí 2005 31. desember 1997 = 1.000 20051998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 500 1.000 4.500 1.500 2.000 2.500 3.000 3.500 4.000

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.