Peningamál - 01.06.2005, Síða 44

Peningamál - 01.06.2005, Síða 44
F JÁRMÁLAMARKAÐIR OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 2 44 Bankastjórn Seðlabankans hefur ákveðið að afnema fjárhæðartak- markanir í útboðum innstæðubréfa til 7 daga og verður ávöxtun þeirra auglýst í vaxtatilkynningu bankans. Mynd 6 sýnir vikulega stöðu endurhverfra lána og innstæðubréfa frá áramótum. Bankavextir hafa fylgt stýrivöxtum betur upp á síðkastið Frá því að Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti í maí 2004 hafa bankar og sparisjóðir hækkað vexti sína mismikið. Fyrsta kastið fylgdu sumir bankanna hækkunum Seðlabankans lítt eftir en eftir því sem á hefur liðið hafa þeir hækkað vexti sína nokkuð til jafns við vaxtahækk- anir Seðlabankans. Meðalvextir óverðtryggðra útlána eru nú 14,32% en voru um áramótin 13,95%. Vegna ólíkra og lítt sambærilegra inn- lánsforma er erfitt að meta vaxtamun inn- og útlána banka. Verðbréfaeign erlendra og innlendra fjárfesta breytist Athyglisverð þróun hefur átt sér stað í viðskiptum erlendra fjárfesta með íslensk verðbréf. Frá áramótum hafa þeir selt meira af verðbréf- um en þeir hafa keypt og nam sala umfram kaup 10,7 ma.kr. á tíma- bilinu janúar til mars. Innlendir fjárfestar hafa hins vegar fjárfest áfram í erlendum verðbréfum. Á tímabilinu janúar til mars keyptu innlendir fjárfestar 10,3 ma.kr. umfram sölu. Einhver tengsl má greina milli gengisbreytinga og verðbréfaviðskipta eins og ætla má í landi þar sem fjármagnsflæði er óheft. Mynd 7 sýnir kaup innlendra aðila á erlend- um verðbréfum. Vaxtamunur eykst nokkuð í takti við hækkanir hérlendis Á undanförnum mánuðum hefur Seðlabanki Íslands hækkað stýrivexti sína meira en flestir aðrir seðlabankar í helstu viðmiðunarlöndum. Þetta hefur valdið meiri vaxtamun milli innlendra og erlendra vaxta eins og eðlilegt er. Af öðrum seðlabönkum hefur sá bandaríski hækk- að stýrivexti sína tíðast að undanförnu og hefur á u.þ.b. einu ári hækkað þá í átta jöfnum áföngum úr 1% í 3%. Hlutabréfaverð hækkar í Kauphöll Íslands Hlutabréfamarkaðurinn hér á landi hefur verið nokkuð líflegur og verð hefur haldið áfram að hækka síðustu mánuði. Úrvalsvísitala Kauphall- arinnar rauf 4.000 stig hinn 6. apríl en einungis voru liðnir tæpir 9 mánuðir frá því að hún rauf 3.000 stig. Í apríl og maí hefur úrvals- vísitalan þó sveiflast á bilinu frá 3.950 til 4.150 eins og sjá má á mynd 8. Hlutafélögum á skrá hefur fækkað um fjögur frá áramótum en ein- hverjar vonir standa til að þeim muni fjölga á ný og hefur m.a. erlent fyrirtæki lýst þeirri ætlan sinni að sækja um skráningu hlutabréfa. Janúar Febrúar Mars Apríl Maí 0 10 20 30 40 50 -10 -20 Ma.kr. Innstæðubréf Endurhverf viðskipti Staða endurhverfra viðskipta og innstæðubréfa Mynd 6 Heimild: Seðlabanki Íslands. Vikulegar tölur 4. janúar - 17. maí 2005 M A M J J A S O N D J F M 2004 2005 0 2 4 6 8 10 12 Ma.kr. Hreint fjárútstreymi vegna viðskipta með erlend verðbréf mars 2004 - mars 2005 Mynd 7 Heimild: Seðlabanki Íslands. Úrvalsvísitala hlutabréfa Mynd 8 Heimild: Kauphöll Íslands. Daglegar tölur 6. janúar 1998 - 17. maí 2005 31. desember 1997 = 1.000 20051998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 500 1.000 4.500 1.500 2.000 2.500 3.000 3.500 4.000
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.