Peningamál - 01.06.2005, Side 45

Peningamál - 01.06.2005, Side 45
Fyrir hönd bankastjórnar Seðlabanka Íslands býð ég ykkur velkomin á 44. ársfund bankans. Reikningar bankans fyrir árið 2004 hafa í dag verið staðfestir af forsætisráðherra. Ársskýrsla bankans hefur verið gefin út, og þar er að finna yfirlit yfir starfsemi bankans og afkomu auk greinargerðar um stefnu hans og aðgerðir í peningamálum, um fjármálakerfi, fjármálastöðugleika og fjármálamarkaði, svo og það sem helst einkenndi efnahagsframvindu liðins árs. Stöðugt verðlag er meginmarkmið peningastefnunnar Samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands, sem gengu í gildi fyrir fjór- um árum, skal stöðugt verðlag vera meginmarkmið við stjórn pen- ingamála. Í yfirlýsingu ríkisstjórnar og Seðlabanka hinn 27. mars 2001 er bankanum sett verðbólgumarkmið, þ.e. að stefnt skuli að því að árleg verðbólga reiknuð sem hækkun á vísitölu neysluverðs verði að jafnaði sem næst 2½%. Með því að stöðugt verðlag er meginmark- mið verður peningastefnunni ekki beitt í öðrum efnahagslegum til- gangi, svo sem til þess að ná jöfnuði í viðskiptum við útlönd, halda uppi mikilli atvinnu eða tilteknu gengi íslenskrar krónu – nema að því marki sem slíkt samrýmist verðbólgumarkmiði bankans. Verðbólga yfir þolmörk í febrúar 2005 Verðbólga jókst verulega á árinu 2004, en hún hafði verið nálægt 2½% markinu eða lítillega undir því frá árslokum 2002. Hún varð 4% frá upphafi til loka liðins árs. Nú í byrjun mars mældist verðbólga 4,7%, en í febrúar fór hún yfir þau 4% þolmörk sem lýst er í áður- nefndri yfirlýsingu Seðlabanka og ríkisstjórnar frá því í mars 2001. Þegar þessi þolmörk eru rofin ber bankanum að senda ríkisstjórn greinargerð sem birt er opinberlega. Í henni skal koma fram mat bankans á ástæðum fráviksins, hvernig hann hyggst bregðast við og hve langan tíma hann telur það munu taka að ná settu verðbólgu- marki að nýju. Slík greinargerð var send ríkisstjórninni 18. febrúar sl. og birt sama dag. Meira umfang stóriðjuframkvæmda og kerfisbreytingar á íbúðalánamarkaði valda aukinni eftirspurn innanlands og örva verðbólgu Vaxandi verðbólga að undanförnu á sér nokkrar skýringar. Miklar stóriðjuframkvæmdir hafa aukið eftirspurnarálag í þjóðfélaginu. Fram- kvæmdir við virkjanir og álbræðslur leggjast þyngra á þetta ár en áður var talið og ná hámarki í ár, en ekki á næsta ári eins og fyrr var búist Birgir Ísl. Gunnarsson bankastjóri og formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands Árangursrík efnahagsstjórn má ekki víkja fyrir skammtímalausnum Ræða flutt á ársfundi Seðlabanka Íslands 30. mars 2005 J MM J S N J MM J S N J MM J S N J MM J S N J MM J S N 2001 2002 2003 2004 2005 0 2 4 6 8 10 12 14 16 12 mánaða breyting (%) Vísitala neysluverðs Húsnæðisliður Verðbólgumarkmið Seðlabankans Vísitala neysluverðs og húsnæðisliður hennar janúar 2001 - mars 2005 Mynd 1 Heimild: Hagstofa Íslands.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.