Peningamál - 01.06.2005, Síða 52
RÆÐA FORMANNS BANKAST JÓRNAR
Á ÁRSFUNDI SEÐLABANKANS 2005
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
2
52
lánakerfisins auk þess sem breyting á bindiskyldu er ógagnsæ aðgerð
og áhrif á væntingar ófyrirséð.
Húsnæðiskostnaður á að vera liður í þeirri vísitölu sem
verðbólgumarkmiðið miðast við
Þá er Seðlabankinn eindregið þeirrar skoðunar að húsnæðiskostnaður
eigi áfram að vera þáttur í þeirri verðvísitölu sem verðbólgumarkmiðið
miðast við og að sú aðferð sem Hagstofa Íslands hefur notað við að
meta húsnæðiskostnað sé í meginatriðum hin besta sem völ er á.
Þetta helgast af því að húsnæðiskostnaður er mikilvægur þáttur í
neyslu einstaklinga og 80% landsmanna búa í eigin húsnæði. Með því
að sniðganga verðbreytingar húsnæðis væri því horft fram hjá veru-
legum þætti í útgjöldum einstaklinga. Fyrir seðlabanka sem gert er að
fylgja verðbólgumarkmiði hefur húsnæðisliður neysluverðsvísitölu
reynst hafa gott spásagnargildi um almenna verðþróun. Þetta stafar
væntanlega af því að húsnæðismarkaðurinn er ótengdur erlendum
mörkuðum. Aukinni eftirspurn eftir húsnæði verður ekki beint út úr
þjóðarbúskapnum eins og ásókn í aðra vöru og þjónustu, og ekki
gætir þar heldur erlendrar samkeppni að nokkru marki. Þegar eftir-
spurn eykst hratt tekur húsnæðisverð því oft að hækka fyrr og meira
en verðlag á vöru og þjónustu almennt. Þá má benda á að ef hús-
næðisverð hefði ekki verið í vísitölu neysluverðs hefði verðbólga farið
yfir 10% í efnahagslægðinni á árinu 2001, og það hefði krafist enn
harðari aðgerða af hálfu Seðlabankans en þá var beitt.
Meiri aðlögunarhæfni og umbætur á sviði efnahagsmála hafa
haft í för með sér hækkun lánshæfismats ríkissjóðs ...
Fyrir stuttu hækkaði matsfyrirtækið Standard & Poor’s mat sitt á láns-
hæfi ríkissjóðs, og er það nú talið mjög gott af þeim þremur fyrir-
tækjum sem meta ríkissjóð og mest kveður að, þ.e. Standard & Poor’s,
Moody’s og Fitch. Öll fylgjast matsfyrirtækin vel með íslensku efna-
hagslífi. Vegna þess að Standard & Poor’s hefur nýlega hækkað
lánshæfiseinkunn ríkissjóðs er fróðlegt að skoða helstu þætti í umsögn
fyrirtækisins, bæði þá sem styrkja matið og hina sem bent er á að geti
veikt það.
Fyrirtækið telur að hækkun lánshæfismatsins sé til marks um
verulegar og viðvarandi framfarir í aðlögunarhæfni og uppbyggingu
íslensks hagkerfis. Fjármálakerfið hafi styrkst, bæði regluverk og fjár-
málaeftirlit. Aðkoma banka að fasteignamarkaði styrki fjármálakerfið.
Opinber fjármál standi traustum fótum og stjórnkerfið sé í senn stöð-
ugt og sveigjanlegt.
... en það gæti lækkað aftur aukist erlendar skuldir verulega
Fyrirtækið telur hins vegar að hreinar skuldir þjóðarbúsins séu mjög
miklar og vaxandi, viðskiptahalli sé mikill og erlend lausafjárstaða til-
tölulega slök. Það geti skipt sköpum að staðið verði við langtíma-
stefnu stjórnvalda í ríkisfjármálum og að ófyrirséðri aðlögunarþörf
verði mætt með aðgerðum í ríkisfjármálum fremur en í peninga-
málum. Vaxi erlendar skuldir verulega og grafi ójafnvægi alvarlega um
sig eftir stórframkvæmdir geti það dregið úr lánshæfi. Þetta voru
meginatriðin í umsögn Standard & Poor’s. Ástæða er til að taka þau