Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 12

Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 12
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 12 Eftir að verðbólgumarkmið var tekið upp í mars 2001 hefur við- fangsefni peningastefnu Seðlabanka Íslands verið að ákveða stýri- vexti þannig að verðbólga mæld sem tólf mánaða hækkun vísitölu neysluverðs haldist að jafnaði sem næst 2½%. Árangurinn hefur ekki verið sem skyldi. Verðbólga hefur að meðaltali verið 4,7%. Hún varð mest 9,4% og minnst 1,6%. Seðlabankinn virðist því ekki hafa fylgt nægilega aðhaldssamri peningastefnu. Rannsóknir hafa sýnt að einfaldar peningastefnureglur, kenndar við John Taylor, virðast lýsa nokkuð vel hegðun ýmissa seðlabanka sem hefur gengið vel í baráttunni við verðbólgu.1 Í þessari rammagrein er skoðað hver þróun stýrivaxta hefði verið ef Seðlabankinn hefði fylgt slíkri reglu frá árinu 2001.2 Einnig er fjallað um muninn á stýrivaxtaferli sam- kvæmt Taylor-reglu eftir því hvort byggt er á endurskoðuðu mati bankans á framleiðsluspennu eða því sem notast var við í tengslum við vaxtaákvörðun hverju sinni. Einföld peningastefnuregla til viðmiðunar Taylor-regla lýsir á einfaldan hátt hvernig stýrivextir ráðast af þrem- ur lykilstærðum: Jafnvægisvöxtum, fráviki verðbólgu frá markmiði og fráviki framleiðslu frá framleiðslugetu hagkerfi sins – svokallaðri framleiðsluspennu/-slaka.3 Samkvæmt reglunni eiga stýrivextir að víkja frá jafnvægisvöxtum ef verðbólga víkur frá markmiði eða ef framleiðsluspenna/–slaki er fyrir hendi í þjóðarbúskapnum. Sam- kvæmt svokölluðu Taylor-skilyrði þurfa stýrivextir að hækka (lækka) meira en verðbólga til að raunstýrivextir hækki (lækki) og aðhald peningastefnunnar aukist (minnki) þannig að verðstöðugleiki sé tryggður.4 Einn helsti kostur reglunnar er að hún tengir stefnumörkun í peningamálum með kerfi sbundnum hætti við stöðu efnahagsmála með hætti sem gefur að meðaltali hagstæða niðurstöðu. Cecchetti o.fl . (2007) sýna að frávik í stýrivaxtaþróun helstu seðlabanka heims frá Taylor-reglu hafa minnkað verulega frá byrjun níunda áratugar ins og telja það meginskýringu aukins stöðugleika verðbólgu og fram- leiðslu. Frávik frá Taylor-reglu vekja ætíð athygli og seðlabankamenn leggja oft áherslu á að skýra þau.5 Taylor (1993, 1999) hefur sjálfur Rammagrein I-2 Stýrivextir samkvæmt Taylor-reglu og áhrif endurskoðunar á mati á framleiðsluspennu 1. Sjá t.d. Taylor, J.B. (1993). „Discretion versus Policy Rules in Practice”, Carnegie- Rochester Conference Series on Public Policy, 39, 195-214; Taylor, J.B. (ritstj.) (1999), Monetary Policy Rules, NBER Conference Report, University of Chicago Press, Chicago; Cecchetti, S.G., P. Hooper, B.C. Kasman, K.L. Schoenholtz og M.W. Watson, (2007). „Understanding the Evolving Inflation Process", U.S. Monetary Policy Forum 2007. Þá er umfjöllun um Taylor-reglur í rammagrein 5, bls. 23-25, í Peningamálum 2002/2. 2. Niðurstöðunum verður að taka með þó nokkrum fyrirvara þar sem ljóst er að ef stýri- vextir bankans hefðu í raun fylgt Taylor-reglu hefði framvinda verðbólgu og framleiðslu- spennu orðið önnur en varð í reynd. Ekki er gerð tilraun til að meta hver hún hefði orðið. 3. Jafnvægisvextir eru þeir stýrivextir sem samrýmast hlutlausri stöðu peningastefnunnar, þ.e. þar sem hún hvorki letur né hvetur þjóðarbúskapinn. Þetta hlutlausa stig er erfitt að meta með áreiðanlegum hætti en líklegt er að þetta vaxtastig sé heldur hærra hér á landi þar sem sparnaðarhneigð er lág og arðsemi fjármagns há. Lág sparnaðarhneigð endurspeglar tiltölulega lágan aldur þjóðarinnar og kemur fram í hárri skuldsetningu. Mikil arðsemi fjármagns gefur hins vegar til kynna að efnahagskerfi Íslands er líklega ekki eins þróað og t.d. efnahagskerfi Bandaríkjanna og kemur fram í tiltölulega hærri langtímavaxtargetu hagkerfisins. Líklegt er að þetta jafnvægisraunvaxtastig sé á bilinu 3-4% sem, að viðbættu verðbólgumarkmiðinu, þýðir hlutlausa stýrivexti á bilinu 5,5- 6,5%. Í útreikningunum hér er miðað við 6% hlutlausa vexti. 4. Frá því að Taylor (1993) birti upphaflega framsetningu reglunnar hafa rannsóknir sýnt að reglan samrýmist betur framvindu stýrivaxta í reynd komi tafið gildi stýrivaxta einnig fyrir. 5. Sjá t.d. Blinder, A., og R. Reis (2006). „Understanding the Greenspan Standard”, grein kynnt á ráðstefnu Seðlabanka Kansas í Jackson Hole í Wyoming; Poole, W. (2007). „Understanding the Fed”, Federal Reserve Bank of St. Louis Review, 89(1), 3-13; Kohn, D.L., (2007). „John Taylor Rules”, ræða flutt á ráðstefnu Seðlabanka Dallas um framlag Johns Taylors til peningahagfræði og stefnumörkunar sem fór fram 12. október sl. Mynd 1 Stýrivextir í reynd og m.v. Taylor-reglu með rauntímagögnum fyrir framleiðsluspennu1 1. Grunnferill: R(t) = aR(t-1) + (1-a)[(R* + P*) + b(P(t) - P*) + cG(t)], þar sem R eru stýrivextir, P er verðbólga og G er framleiðsluspenna. R* (hlutlausir raunvextir) = 3,5%, P* (verðbólgumarkmið) = 2,5%, a = 0,7, b = 1,5 og c = 0,5. Bilið sýnir mismunandi útkomu útfærslna á Taylor- reglunni m.v. mismunandi gildi R* (3-4%), b (1,5-2,5) og c (0,2-1,0). Heimild: Seðlabanki Íslands. Stýrivextir Taylor-regla (grunnferill) 4 6 8 10 12 14 16 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 % Rauntímamat Mynd 2 Mat Seðlabankans á framleiðsluspennu1 1. Rauntímamat á framleiðsluspennu fyrir hvert ár byggist á mati Seðla- bankans eins og það er birt í heftum Peningamála sama ár. Myndina ber að taka með fyrirvara þar sem aðferðir bankans við mat á framleiðslu- spennu hafa breyst á tímabilinu. Heimild: Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu Endurskoðað mat -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 2007200620052004200320022001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.