Peningamál - 01.11.2007, Side 15

Peningamál - 01.11.2007, Side 15
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 15 Hagvöxtur í Japan á fyrri helmingi ársins var undir væntingum. Heldur hægði á vexti einkaneyslu og fjármunamyndunar, en líkur á bata á síðari helmingi ársins eru svipaðar í ljósi hagstæðrar þróunar á vinnumarkaði og góðrar afkomu fyrirtækja. Enn er mikill vöxtur í helstu nýmarkaðsríkjum Asíu og vegur það upp á móti lakari efnahagshorf- um í Bandaríkjunum sem fyrr segir. Til dæmis mældist hagvöxtur á fyrri helmingi ársins 11,5% í Kína og 9,2% á Indlandi. Ef litið er fram hjá þeim óróa sem verið hefur á fjármálamörk- uðum undanfarna mánuði virðast undirstöður efnahagslífsins í helstu viðskiptalöndum Íslands í stórum dráttum traustar. Samkvæmt spá Consensus Forecasts verður hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum Íslands ívið minni á þessu ári og næstu tveimur árum en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Samdráttur á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum gæti þó dregið meira úr hagvexti í öðrum löndum en vægi Bandaríkjanna í vexti heimsframleiðslunnar gefur tilefni til að ætla og skapar það nokkra óvissu um horfurnar. Hækkun matvælaverðs og annarrar hrávöru setur aukinn þrýsting á verðlag Dregið hefur úr atvinnuleysi í Evrópu og verðlag orku, matvæla og hrávöru hækkað. Hvort tveggja gæti bent til aukins verðbólguþrýst- ings. Í kjölfar hræringa á fjármálamörkuðum heimsins hefur Seðla banki Bandaríkjanna eigi að síður lækkað stýrivexti og Evrópski seðla bankinn gert hlé á hækkunarferli stýrivaxta, enda eykur hækkun áhættuálags peningalegt aðhald. Dregið hefur úr verðbólgu í Bandaríkjunum undanfarna mánuði og hefur hún það sem af er ári verið nokkru minni en á sama tíma í fyrra. Verðbólga án orkuverðs hefur hins vegar haldist nokkuð stöðug. Verðbólga á evrusvæðinu fór yfir 2% viðmiðunina í september eftir að hafa verið tiltölulega stöðug aðeins undir viðmiði framan af ári. Verðbólga án orkukostnaðar hefur hins vegar lítið breyst á árinu. Hækkun hrávöruverðs virðist því ekki hafa komið fram í hækkun almenns neysluverðs enn sem komið er. Umtalsverð hækkun matvæla- og hrávöruverðs á þessu ári virð- ist ekki hafa haft teljandi áhrif á verðbólgu í heiminum. Þetta skýrist að einhverju leyti af lækkun framleiðslukostnaðar vegna þess að fram- leiðsla hefur í auknum mæli verið flutt til landa þar sem launakostn- aður er umtalsvert lægri en í helstu iðnríkjunum. Hækkun verðlags matvælahráefna er þó líklegri til þess að leiða til almennrar hækkunar verðlags en verðhækkun annarrar hrávöru. Það gæti gerst á komandi mánuðum (sjá nánari umfjöllun í rammagrein II-1). Leysist verðbólgu- þrýstingur úr læðingi á sama tíma og dregur úr umsvifum í heimsbú- skapnum, t.d. ef samdráttur á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum breiðist til annarra landa, gæti það leitt til aukins atvinnuleysis um leið og verðbólga eykst. Heimild: Reuters EcoWin. Mynd II-3 Verðbólga í Bandaríkjunum og á evru- svæðinu janúar 2004 - september 2007 Verðbólga með og án orkuverðs % Verðbólga í Bandaríkjunum Verðbólga að undanskildu orkuverði í Bandaríkjunum Verðbólga á evrusvæðinu Verðbólga að undanskildu orkuverði á evrusvæðinu 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 2007200620052004 Heimild: Reuters EcoWin. 2000 = 100 Mynd II-4 Hrávöruverð á heimsmarkaði Vikulegar tölur 7. janúar 2000 - 26. október 2007 Matvara (í EUR) Hrávara án eldsneytis (í EUR) Matvara (í USD) Hrávara án eldsneytis (í USD) 80 100 120 140 160 180 200 220 20072006200520042003200220012000

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.