Peningamál - 01.11.2007, Síða 15

Peningamál - 01.11.2007, Síða 15
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 15 Hagvöxtur í Japan á fyrri helmingi ársins var undir væntingum. Heldur hægði á vexti einkaneyslu og fjármunamyndunar, en líkur á bata á síðari helmingi ársins eru svipaðar í ljósi hagstæðrar þróunar á vinnumarkaði og góðrar afkomu fyrirtækja. Enn er mikill vöxtur í helstu nýmarkaðsríkjum Asíu og vegur það upp á móti lakari efnahagshorf- um í Bandaríkjunum sem fyrr segir. Til dæmis mældist hagvöxtur á fyrri helmingi ársins 11,5% í Kína og 9,2% á Indlandi. Ef litið er fram hjá þeim óróa sem verið hefur á fjármálamörk- uðum undanfarna mánuði virðast undirstöður efnahagslífsins í helstu viðskiptalöndum Íslands í stórum dráttum traustar. Samkvæmt spá Consensus Forecasts verður hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum Íslands ívið minni á þessu ári og næstu tveimur árum en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Samdráttur á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum gæti þó dregið meira úr hagvexti í öðrum löndum en vægi Bandaríkjanna í vexti heimsframleiðslunnar gefur tilefni til að ætla og skapar það nokkra óvissu um horfurnar. Hækkun matvælaverðs og annarrar hrávöru setur aukinn þrýsting á verðlag Dregið hefur úr atvinnuleysi í Evrópu og verðlag orku, matvæla og hrávöru hækkað. Hvort tveggja gæti bent til aukins verðbólguþrýst- ings. Í kjölfar hræringa á fjármálamörkuðum heimsins hefur Seðla banki Bandaríkjanna eigi að síður lækkað stýrivexti og Evrópski seðla bankinn gert hlé á hækkunarferli stýrivaxta, enda eykur hækkun áhættuálags peningalegt aðhald. Dregið hefur úr verðbólgu í Bandaríkjunum undanfarna mánuði og hefur hún það sem af er ári verið nokkru minni en á sama tíma í fyrra. Verðbólga án orkuverðs hefur hins vegar haldist nokkuð stöðug. Verðbólga á evrusvæðinu fór yfir 2% viðmiðunina í september eftir að hafa verið tiltölulega stöðug aðeins undir viðmiði framan af ári. Verðbólga án orkukostnaðar hefur hins vegar lítið breyst á árinu. Hækkun hrávöruverðs virðist því ekki hafa komið fram í hækkun almenns neysluverðs enn sem komið er. Umtalsverð hækkun matvæla- og hrávöruverðs á þessu ári virð- ist ekki hafa haft teljandi áhrif á verðbólgu í heiminum. Þetta skýrist að einhverju leyti af lækkun framleiðslukostnaðar vegna þess að fram- leiðsla hefur í auknum mæli verið flutt til landa þar sem launakostn- aður er umtalsvert lægri en í helstu iðnríkjunum. Hækkun verðlags matvælahráefna er þó líklegri til þess að leiða til almennrar hækkunar verðlags en verðhækkun annarrar hrávöru. Það gæti gerst á komandi mánuðum (sjá nánari umfjöllun í rammagrein II-1). Leysist verðbólgu- þrýstingur úr læðingi á sama tíma og dregur úr umsvifum í heimsbú- skapnum, t.d. ef samdráttur á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum breiðist til annarra landa, gæti það leitt til aukins atvinnuleysis um leið og verðbólga eykst. Heimild: Reuters EcoWin. Mynd II-3 Verðbólga í Bandaríkjunum og á evru- svæðinu janúar 2004 - september 2007 Verðbólga með og án orkuverðs % Verðbólga í Bandaríkjunum Verðbólga að undanskildu orkuverði í Bandaríkjunum Verðbólga á evrusvæðinu Verðbólga að undanskildu orkuverði á evrusvæðinu 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 2007200620052004 Heimild: Reuters EcoWin. 2000 = 100 Mynd II-4 Hrávöruverð á heimsmarkaði Vikulegar tölur 7. janúar 2000 - 26. október 2007 Matvara (í EUR) Hrávara án eldsneytis (í EUR) Matvara (í USD) Hrávara án eldsneytis (í USD) 80 100 120 140 160 180 200 220 20072006200520042003200220012000
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.