Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 16

Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 16
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 16 Heimsmarkaðsverð á innfl uttum hrávörum hefur hækkað talsvert á þessu ári en verð á útfl uttum hrávörum og fi skafurðum ýmist lækkað eða staðið í stað. Heimsmarkaðsverð matvöru, mælt í Bandaríkjadöl- um, hefur hækkað um 20% frá ársbyrjun en almennt hrávöruverð án eldsneytis um 16%. Ástæður fyrir verðhækkun hrávöru eru m.a. aukin notkun korns og annarrar matvöru sem lífræna orkugjafa, slæm veðurskilyrði, framboðsskellir víða um heim og vaxandi eftir- spurn í Kína, á Indlandi og í öðrum nýmarkaðsríkjum. Jafnframt hefur olíu verð hækkað mikið í ár vegna óvissu um framboð og minnkandi birgðir. Lækkun á gengi Bandaríkjadals hefur einnig leitt til hærra verðs í þeirri mynt. Verðlag sjávarafurða hefur hins vegar haldist nokkuð stöðugt og álverð lækkað. Líkur má leiða að því að þessi þróun muni auka verðbólguþrýsting á næstu misserum. Í þessari rammagrein er fjallað um áhrif hækkandi hrávöruverðs á neysluverð hér á landi og á þjóðarbúskapinn. Lítil áhrif á matvöruverð enn sem komið er Hækkun hrávöruverðs á heimsmarkaði hefur áhrif á alþjóðlega verð- bólgu og verðbólguvæntingar þar sem verðlag matvæla, olíu og bensíns er almennt stór þáttur í neysluverðsvísitölum. Áhrif hækk- andi hrávöruverðs á vöruverð hér á landi hafa verið lítil, en mismikil eftir vörufl okkum. Bein áhrif eru á verðlag innfl uttra matvæla og annarrar innfl uttrar neysluvöru eins og olíu. Einnig eru óbein áhrif á verðlag innlendrar matvöru vegna aukins kostnaðar í innlendri matvælaframleiðslu sem er háð innfl utningi á erlendum hrávörum. Í heild er hlutfall matvöruverðs í vísitölu neysluverðs rúmlega 11%. Það hefur lækkað frá árinu 1997 þegar það nam 15%. Hlutfall inn- fl uttrar mat- og drykkjarvöru í vísitölu neysluverðs nemur einungis um 2½% en hlutfall bensíns og olíu tæplega 4½%. Hækkun hrávöruverðs getur haft áhrif á verðbólguvænt ingar neytenda umfram margar aðrar tegundir vöru. Tíðni matar- og ben sín - kaupa leiðir til mikillar verðvitundar neytenda, auk þess sem jafnan er mikil fjölmiðlaumfjöllun um verðbreytingar hrávöruverðs. Þótt breyt ingar hrávöruverðs á heimsmarkaði séu utan áhrifasviðs peninga- stefnunnar verður hún að bregðast við að því marki sem þær hafa langvarandi áhrif á verðbólguvæntingar. Áhrif hækkandi hrávöruverðs hafa verið lítil enn sem komið er. Verðlag matvöru hefur hækkað um rúm 3% á síðustu sex mánuð- um. Verð á hveiti og mjöli hefur hækkað um tæp 7% og verð á kjöt- afurðum um 4% á sama tíma. Verð á bensíni og olíu er næmt fyrir breytingum á heimsmarkaðsverði og hefur hækkað um tæp 11% á síðustu sex mánuðum. Sveifl ur í gengi krónunnar ýmist magna eða draga úr áhrifum hækkunar hrávöruverðs á vísitölu neysluverðs. Gengishækkun krónunnar framan af ári virðist hafa vegið þyngra en hækkandi hrávöruverð og dregið úr verðbólguþrýstingnum. Einnig má vera að hert verðlagseftirlit og aukin umræða um matvöruverð eftir lækkun óbeinna skatta í mars sl. hafi aukið aðhaldið og leitt til þess að kaupmenn hafi tekið hluta hækkunar hrávöruverðs og kostnaðar á sig. Hins vegar eru töluverðar líkur á því að matvöruverð eigi eftir að hækka á næstu misserum, einkum ef gengi krónunnar lækkar. Ef mikill og langvarandi gengisórói gerir vart við sig er hugsanlegt að fyrirtæki hleypi hrávöruverðshækkunum í auknum mæli út í verðlag (sjá kafl a VIII). Verð á innfluttum hrávörum hefur hækkað mikið frá áramótum en verð á útfluttum afurðum lækkað eða staðið í stað Erfi tt er að meta nákvæmlega áhrif breytinga á hrávöruverði undan- farna mánuði á viðskiptakjör Íslands en fl est bendir til að þau hafi versnað. Ljóst er að mikilvægir innfl utningsliðir hafa hækkað töluvert í verði að undanförnu. Vegur þar einna þyngst hækkun á eldsneytis- Rammagrein II-1 Áhrif hækkandi hrávöruverðs á neysluverð og þjóðarbúskapinn 1. Eftir mars 2007 er lækkun óbeinna skatta undanskilin. Heimild: Hagstofa Íslands. 12 mánaða breyting vísitölu (%) Mynd 1 Matvöruverð janúar 2001 - október 20071 Fiskur Kjöt Brauð og kornvörur Matur og drykkjarvörur 2 8 4 0 4 8 2 6 0 2007200620052004200320022001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.