Peningamál - 01.11.2007, Síða 17

Peningamál - 01.11.2007, Síða 17
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 17 Samdráttur á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum gæti dregið dilk á eftir sér Aukin viðskipti evrulandanna við nýmarkaðsríki í Asíu hafa dregið úr mikilvægi Bandaríkjamarkaðar fyrir hagvöxt á evrusvæðinu. Aukin gagnkvæm viðskipti landa í Asíu draga úr hættunni á að efnahags- lægð í Norður-Ameríku breiðist út til Asíu og Evrópu. Erfiðleikar á bandarískum fjármálamarkaði hafa áhrif út um allan heim vegna þess að fjármálastofnanir í einu landi dreifa áhættunni með því að eiga eignir og skuldir af ólíku tagi frá mismunandi löndum, t.d. undir- málslán. Óróinn á fjármálamörkuðum að undanförnu hefur aukið eftirspurn eftir lausu fé og gert banka trega til að veita hver öðrum skammtímalán. Seðlabankar víða um heim hafa gripið til aðgerða til þess að tryggja bönkum greiðan aðgang að lausafé. Óróinn breiddist út til hlutabréfamarkaða og gætti einnig á gjaldeyrismörkuðum. Gengi hlutabréfa um allan heim lækkaði skarpt síðla sumars, einkum á tímabilinu frá 19. júlí til 16. ágúst. Hlutabréf í nýmarkaðslöndunum lækkuðu einna mest á þessu tímabili eða um 15%, en markaðir á Norðurlöndunum og evrusvæðinu lækkuðu um verði. Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað um 36% það sem af er ári. Þetta hefur vitanlega bein áhrif á þjóðarbúskapinn þar sem olíuvörur eru um 9% alls innfl utnings. Verðlagsáhrifi n koma beint fram í hækkun bensínverðs til almennings en óbein áhrif, til dæmis í formi hærri fl utningskostnaðar innanlands, geta einnig verið umtals- verð. Meðalverð sjávarafurða það sem af er ári hefur verið rífl ega 5% hærra en árið 2006, en það hefur hins vegar staðið nokkurn veg- inn í stað fyrstu átta mánuði þessa árs.1 Á sama tíma hækkaði mat- vælaverð í Bandaríkjadölum um 20% en í evrum um 13%. Verðlag sjáv arafurða er því ekki nátengt verðlagi matvælahrávöru, enda að- eins lítill hluti þeirra, einkum fi skimjöl og lýsi, sem telst til hrávöru. Verð á áli hefur lækkað um 10% það sem af er árinu en erfi tt er að fá heildstæða mynd af verðbreytingum súráls til álframleiðslu. Það sem af er þessu ári nam ál 31% af heildarverðmæti útfl utnings. Því má ætla að verðlækkun hafi talsverð áhrif á þjóðarbúskapinn. Áhrif minni háttar sveifl na kunna þó að vera takmörkuð. Sveifl ur í hagnaði fyrirtækjanna hafa líklega ekki mikil áhrif á þjóðarbúskapinn vegna erlends eignarhalds þeirra og langs undirbúningsferils fjárfestingar. Bein áhrif eru hins vegar á tekjur af raforkusölu að því marki sem verð raforku er tengt álverði. Verð raforku hér á landi er almennt óháð þróun olíuverðs á heimsmarkaði, andstætt því sem gengur og gerist í fl estum öðrum álframleiðsluríkjum. Því má gera ráð fyrir að sam- keppnisstaða álframleiðenda á Íslandi hafi styrkst gagnvart öðrum álframleiðsluríkjum þar sem raforkuverð er tengdara olíuverði. Heildaráhrif hækkunar hrávöruverðs á heimsmarkaði á íslenska þjóðarbúið eru ekki augljós. Annars vegar hefur hækkun á verði sjávar afurða og álverðs jákvæð áhrif á verðmæti útfl utnings og þar með afkomu útfl utningsfyrirtækja í viðkomandi greinum. Hins veg- ar hefur hækkun á matvælaverði og eldsneyti í för með sér aukinn hráefniskostnað innlendrar matvælaframleiðslu og fl utningskostnað. Auk þess mun hækkandi hrávöruverð að öllum líkindum skila sér í auknum mæli í hækkun innlends matvöruverðs á næstu misserum. 1. Meðalverð sjávarafurða í erlendri mynt er vegið með gengisvog vöruútflutnings. Heimild: Reuters EcoWin. 2. janúar 2006=100 Mynd II-5 Þróun á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og helstu nýmarkaðslöndum Daglegar tölur 2. janúar 2006 - 26. október 2007 Norðurlönd (MSCI) Evrusvæðið (MSCI) Nýmarkaðsríki (MSCI) 90 100 110 120 130 140 150 160 170 180 2006 2007 Heimild: Reuters EcoWin. 7. jan. 2000 = 100 Mynd 2 Hrávöruverð á heimsmarkaði Vikulegar tölur 7. janúar 2000 - 26. október 2007 Matvara (í EUR) Hrávara án eldsneytis (í EUR) Matvara (í USD) Hrávara án eldsneytis (í USD) 2007 80 100 120 140 160 180 200 220 2006200520042003200220012000
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.