Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 27

Peningamál - 01.11.2007, Blaðsíða 27
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 27 verða skýrari og rökstuðningur vaxtaákvarðana skarpari. Það ætti að auka almennan skilning á því sem liggur að baki mati bankans á verðbólguhorfum og auðveldar sjálfstætt mat á líklegri framvindu stýrivaxta. Spár Seðlabankans ættu jafnframt að batna og innra sam- hengi þeirra að verða skýrara. Allt er þetta til þess fallið að bæta um- ræðuna um peningastefnuna, auka skilning á henni, trúverðugleika og þar með skilvirkni. Ætla má að ábati gagnsærrar stefnu af þessu tagi sé því meiri sem óvissan er meiri, sérstaklega við aðstæður þar sem verðbólga víkur verulega frá markmiði. Áður birti Seðlabank- inn oft verðbólguspár þar sem verðbólga var langt yfi r markmiði bankans. Það stafaði af því að stýrivaxtaferillinn sem þá var byggt á leiddi ekki til þess að verðbólgumarkmiðið næðist á spátímanum. Líklegt er að þetta hafi ýtt undir verðbólguvæntingar. Slík framsetn- ing verðbólguspár er því ekki til þess fallin að veita verðbólguvænt- ingum trausta kjölfestu. Það dregur úr áhrifum stýrivaxtanna og grefur undan trúverðugleika verðbólgumarkmiðsins. Stýrivaxtaspár eru ávallt háðar mikilli óvissu Þjóðarbúskapurinn verður sífellt fyrir ófyrirséðum búhnykkjum og áföllum. Framtíðarhorfur í efnahagsmálum eru því óvissar og nýjar upplýsingar kalla stöðugt á endurmat aðstæðna. Spá um þróun stýri- vaxta er því eins óviss og spár um aðrar efnahagsstærðir. Þetta sést t.d. í verulegum breytingum á væntingum markaðsaðila um þróun stýrivaxta, eins og þær birtast í framvirkum vöxtum (sjá mynd 1). Í spám Seðlabankans er þessi óvissa sýnd með því að birta lík- indadreifi ngu stýrivaxtaferilsins. Hún sýnir hvernig óvissan eykst eftir því sem horft er lengra fram í tímann. Lögun hennar sýnir einnig hvernig óvissan getur verið ósamhverf um líklegasta vaxtaferilinn, t.d. ef taldar eru meiri líkur á því að vextir verði hærri en að þeir verði lægri en í grunnspánni. Kerfi sbundin peningastefna er ekki óskilyrt skuldbinding um ákveðinn stýrivaxtaferil heldur skuldbinding um kerfi sbundna aðferð við ákvörðun stýrivaxta. Í þessu felst að stýrivaxtaferillinn breytist með nýjum upplýsingum en viðbrögðin eiga að vera kerfi sbundin og fyrirsjáanleg. Stýrivaxtaferillinn sýnir þá framvindu stýrivaxta sem sérfræðingar Seðlabankans telja líklegasta og best til þess fallna að verðbólga verði við markmið bankans á spátímanum, miðað við upp lýsingar sem liggja fyrir þegar spáin er gerð. Líkindadreifi ngin er mat á því hvernig ófyrirséðir atburðir gætu breytt vaxtaferlinum. Í fráviksdæmum er sýnt nánar hvernig peningastefnan gæti brugðist við ákveðnum atburðum. Væntingar markaðsaðila um þróun stýrivaxta í meira samræmi við skilaboð Seðlabankans ... Þótt skammur tími sé liðinn frá því að Seðlabanki Íslands hóf að birta eigin stýrivaxtaferil virðast áhrif peningastefnunnar á væntingar um þróun vaxta næstu árin hafa aukist verulega. Bankinn hafði lengi glímt við þann vanda að langtímavextir hækkuðu lítið þrátt fyrir um- talsverða hækkun stýrivaxta. Ein helsta ástæða þess virðist hafa verið að markaðsaðilar trúðu ekki að Seðlabankinn myndi halda vöxtum háum nema tiltölulega skamma hríð þrátt fyrir ítrekaðar yfi rlýsingar bankans um hið gagnstæða. Þetta endurspeglaðist í kröppum nið- urhallandi ávöxtunarferli (sjá mynd 1). Þessi skortur á trúverðugleika dró úr virkni peningastefnunnar. Eins og sjá má á myndum 2 og 3 virðist birting stýrivaxtaferils Seðlabankans hafa náð að breyta væntingum meira til samræmis við skilaboð bankans um áframhaldandi nauðsyn hárra vaxta. Af fram- virkum vöxtum í mars sl. má ráða að markaðsaðilar hafi vænst þess að vextir tækju að lækka þegar við útgáfu Peningamála 2007/1 í lok mars og halda áfram að lækka tiltölulega hratt. Eftir birtingu stýri- vaxtaferilsins hækkuðu markaðsvæntingar smám saman og færð- Stýrivextir % Mynd 1 Stýrivextir og framvirkir vextir í Peningamálum 2004/4 - 2007/2 Heimild: Seðlabanki Íslands. 2007-2 2007-1 2006-3 2006-2 2006-1 2005-4 2005-3 2005-2 2005-1 2004-4 6 7 8 9 10 11 12 13 14 200720062005‘04 Stýrivextir Framvirkir vextir Mynd 3 Stýrivaxtaferill PM 2007/2 og væntir stýrivextir út frá framvirkum vöxtum % 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá PM 2007/1 Heimild: Seðlabanki Íslands. Framvirkir vextir viku fyrir vaxtaákvörðun Framvirkir vextir u.þ.b. 3 mánuðum eftir vaxtaákvörðun 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 2006 2007 2008 2009 ‘10 Mynd 2 Stýrivaxtaferill PM 2007/1 og væntir stýrivextir út frá framvirkum vöxtum % 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 2006 2007 2008 2009 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá PM 2007/1 Heimild: Seðlabanki Íslands. Framvirkir vextir viku fyrir vaxtaákvörðun Framvirkir vextir u.þ.b. 3 mánuðum eftir vaxtaákvörðun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.