Peningamál - 01.11.2007, Qupperneq 31

Peningamál - 01.11.2007, Qupperneq 31
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 31 Því er stundum haldið fram að áhrif peningastefnu Seðlabankans á einkaneyslu séu hverfandi, t.d. í ljósi þess að einkaneysla hefur auk- ist hratt undanfarin ár þrátt fyrir aðhaldssama peningastefnu. Þeir sem halda fram algeru getuleysi peningastefnunnar gætu hins vegar vanmetið skammtímaáhrif kerfi sbreytinga á efnahagslífi nu á hag- vöxt og ofmetið langtímaáhrif þeirra á virkni peningastefnunnar. Í þessari rammagrein er fjallað um áhrif kerfi sbreytinga undanfarinna ára á vöxt ráðstöfunartekna og aðgengi heimila að lánsfé, sem eru megindrifkraftar vaxtar einkaneyslu frá árinu 2003. Kerfisbreytingar stuðluðu að örum vexti ráðstöfunartekna ... Þrátt fyrir mikla verðbólgu hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna auk- ist hratt á undanförnum árum. Vöxt ráðstöfunartekna má rekja til stórframkvæmda, samspils einkavæðingar bankanna og uppstokk- unar á íbúðalánamarkaði og skattalækkana, á sama tíma og fram- boð lánsfjár í heiminum hefur verið óvenju mikið og vextir lágir en það hefur gert fyrirtækjum kleift að vaxa hröðum skrefum erlendis. Afl eiðingin varð mikil hækkun launa, lækkun vaxta og lenging endur- greiðslutíma skulda heimilanna. Lækkun tekju- og neysluskatta kynti enn frekar undir vöxt ráðstöfunartekna. Þessar grundvallarbreytingar leiddu einnig til meiri hækkunar eignaverðs en fordæmi eru fyrir. Hún gerði heimilum fært að auka neyslu með því að „veðsetja“ væntar framtíðartekjur í ríkari mæli en áður, til viðbótar ráðstöfun stóraukinna samtímatekna. Samspil greiðari aðgangs að lánsfé og væntinga um áframhaldandi vöxt ráð- stöfunartekna skýrir hvers vegna einkaneysla jókst meira en ráðstöf- unartekjur á árunum 2003-2005. Vöxturinn á því tímabili virðist hafa verið drifi nn af skuldsetningu fremur en vaxandi tekjum. Hið sama gerðist þegar einkaneysla jókst hratt um miðbik síðasta áratugar (sjá myndir 1 og 2). ... og unnu gegn áhrifum peningastefnunnar á einkaneyslu ... Þær grundvallarbreytingar sem raktar hafa verið hér að framan hafa unnið gegn áhrifum peningastefnunnar með fernum hætti. Í fyrsta lagi stuðluðu þær beinlínis að auknum vexti ráðstöfunartekna, eins og rakið hefur verið. Í öðru lagi töfðu þær fyrir því að hækk- un stýrivaxta yrði miðlað um vaxtarófi ð jafn hratt og vænta má við eðlileg skilyrði. Vextir húsnæðislána fóru lækkandi í 1½ ár eftir að Seðlabankinn byrjaði að hækka stýrivexti og lánstími lengdist. Í þriðja lagi auðvelduðu þær aðgengi heimila að lánsfé þrátt fyrir verulega stýrivaxtahækkun með því að stuðla að hækkun eignaverðs sem jók verðmæti veða sem heimilin geta lagt fram við lántöku. Loks juku þær framboð gengistryggðra lána á lágum vöxtum og greiddu þannig fyrir áhrifum hagstæðra fjármálalegra skilyrða erlendis á eftir- spurn eftir lánsfé. ... en vöxtur ráðstöfunartekna og aðgengi að lánsfé mun færast í eðlilegt horf og áhrif peningastefnunnar á einkaneyslu aukast á ný Ástæða þess að áhrif stýrivaxta á einkaneyslu virðast við fyrstu sýn hverfandi er samkvæmt ofangreindu fyrst og fremst sú að röð eftir- spurnarörvandi aðgerða að frumkvæði stjórnvalda vann markvisst í gagnstæða átt auk þess sem aðgengi að lánsfé stórjókst og alþjóðleg fjármálaskilyrði voru óvenju góð. Jafn umfangsmiklar kerfi sbreyting- ar og orðið hafa undanfarin ár eru hins vegar undantekning en ekki regla. Áhrif þeirra munu því smám saman þverra. Langtímavextir hafa hækkað og að því mun koma að hækkun íbúðaverðs stöðv- ast. Geta heimilanna til að auka einkaneyslu umfram vöxt ráðstöf- unartekna með skuldasöfnun mun þá minnka og áhrif peningastefn- unnar á einkaneyslu verða sýnilegri. Rammagrein IV-1 Áhrif peningastefnu á einkaneyslu 1. Grunnspá Seðlabankans 2007. Ráðstöfunartekjur eru mat Seðlabankans. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. (%) Mynd 1 Þróun einkaneyslu og ráðstöfunartekna 1991-20071 -10 -5 0 5 10 15 ‘05‘03‘99‘97‘93‘91 Einkaneysla Ráðstöfunartekjur ‘95 ‘01 ‘07 Heimild: Seðlabanki Íslands. % Mynd 2 Skuldir heimila við lánakerfið 1. ársfj. 1993 - 2. ársfj. 2007 -5 0 5 10 15 20 25 ‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.