Peningamál - 01.11.2007, Síða 42

Peningamál - 01.11.2007, Síða 42
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 42 Góðæri og gott veður dregur úr vinnuframboði á þriðja fjórðungi ársins Ef undan er skilinn annar fjórðungur ársins 2006 hefur heildarvinnu- stundum fjölgað um 5½-6½% milli ára í hverjum fjórðungi frá því á síðasta fjórðungi ársins 2005 samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands. Á þessum tíma fjölgaði heildarvinnustundum bæði vegna aukins meðalvinnutíma og fjölgunar fólks við vinnu. Nokkur breyting varð hins vegar á þriðja fjórðungi ársins. Heildarvinnustundafjöldi var þá óbreyttur frá fyrra ári. Það gæti verið vísbending um að dregið hafi úr vexti eftirspurnar eftir vinnuafli. Það er þó í litlu samræmi við mat forsvarsmanna fyrirtækja á þörf fyrir starfsfólk á næstu mánuðum. Nánari skoðun leiðir í ljós að bæði starfandi fólki og fólki við vinnu fjölgaði á þriðja fjórðungi ársins frá sama tíma í fyrra, en meðalvinnutími styttist um tæpa klukkustund á viku. Stytting vinnutíma átti sér eingöngu stað á höfuðborgarsvæð- inu, en vinnutími lengdist á landsbyggðinni, sérstaklega hjá körlum. Samanburður á fjölda við vinnu og starfandi sýnir einnig að fólk á höfuð borgarsvæðinu hafi ekki aðeins unnið skemur heldur hafi fjar- vistir frá vinnu einnig verið meiri.2 Þar sem sumarleyfatími lendir á fjórðungnum og veður á höfuðborgarsvæðinu var óvenju gott og engin önnur teikn eru um minni eftirspurn er líklegasta skýringin á minna vinnuframlagi höfuðborgarbúa að dregið hafi úr yfirvinnu og fleiri frídagar verið teknir af veðurfarsástæðum. Ráðstöfun aukins kaupmáttar til ferðalaga gæti einnig hafa haft nokkur áhrif. Enn töluverð samkeppni um vinnuafl ... Ljóst er að samkeppni um vinnuafl er síst minni en fyrir útgáfu Peningamála í júlí þótt erlendum starfsmönnum hafi fjölgað töluvert meira sl. sumar en veturinn áður. Erlendum starfsmönnum skráðum hjá Vinnumálastofnun hefur fjölgað um tæplega þúsund á mánuði að meðaltali síðan á vormánuðum. Nettófjölgun starfsmanna á vinnumark- aði hefur líklega verið heldur minni en tölur Vinnumálastofnunar sýna sökum aukins eftirlits stjórnvalda með skráningu erlendra starfsmanna. Útgáfa kennitalna til erlendra ríkisborgara jókst þó einnig í sumar. Fjölgun erlendra starfsmanna um 7.500 það sem af er ári virðist ekki duga til að anna eftirspurn eftir vinnuafli. Atvinnurekendur þurfa því eftir sem áður að keppa sín á milli um starfsfólk með yfirboðum í laun- um. ... og mikið launaskrið Samkeppni um vinnuafl hefur leitt til heldur meira launaskriðs en gert var ráð fyrir í júní. Launavísitala fyrir vinnumarkaðinn í heild hækkaði um 1,4% milli fjórðunga á þriðja ársfjórðungi og hefur hækkað um 8,1% frá sama fjórðungi í fyrra. Minni árshækkun launavísitölu frá miðju sumri skýrist að mestu af grunnáhrifum þar sem beinna áhrifa endurskoðunar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í júní í fyrra gætir ekki lengur í vísitölu launa. 2. Starfandi teljast þeir sem hafa unnið a.m.k. eina klst. í viðmiðunarvikunni eða verið fjarver- andi frá vinnu í starfi sem það gegnir að öllu jöfnu, t.d. vegna sumarleyfi s, barneignarleyfi s eða veikinda. Fólk við vinnu eru þeir sem hafa unnið a.m.k. eina klukkustund í viðmið- unarvikunni. Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VI-4 Breytingar á vinnuafli 2003-2007 1. ársfj. 2004 2. ársfj. 2004 3. ársfj. 2004 4. ársfj. 2004 Breyting frá sama fjórðungi fyrra árs 1. ársfj. 2005 2. ársfj. 2005 3. ársfj. 2005 4. ársfj. 2005 1. ársfj. 2006 2. ársfj. 2006 3. ársfj. 2006 4. ársfj. 2006 Meðalvinnutími (klst.) Heildarvinnu- stundir (%) Fjöldi starfandi (%) Atvinnuþátttaka (prósentur) 1. ársfj. 2007 2. ársfj. 2007 3. ársfj. 2007 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VI-5 Starfandi og fjöldi við vinnu 1. ársfj. 2004 - 3. ársfj. 2007 Breyting frá sama fjórðungi fyrra árs (%) Fjöldi við vinnu (h. ás) Fjöldi starfandi (h. ás) Breyting á fjölda starfandi (v. ás) Breyting á fjölda við vinnu (v. ás) -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 7 -90 -60 -30 0 30 60 90 120 150 180 210 2007200620052004 Fjöldi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.