Peningamál - 01.11.2007, Qupperneq 45

Peningamál - 01.11.2007, Qupperneq 45
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 45 VII Ytri jöfnuður Talsvert dró úr viðskiptahallanum á fyrri helmingi ársins. Samdráttinn má að mestu leyti rekja til hagstæðrar ávöxtunar erlendrar hlutafjár- eignar, sem vó þyngra en vöxtur hreinna vaxtagjalda. Dregið hefur úr halla á vöruviðskiptum það sem af er ári, sem rekja má til minnk- andi innflutnings í tengslum við byggingu ál- og orkuvera og aukins álútflutnings. Hins vegar hefur ekki dregið úr innflutningi neysluvöru, enda hefur vöxtur einkaneyslu sótt í sig veðrið á ný undanfarið. Mikil óvissa er um þróun viðskiptajafnaðar vegna ófyrirsjáanlegra sveiflna í jöfnuði þáttatekna. Þó virðist einsýnt að sjálfbærni viðskiptajafnaðar eigi enn langt í land. Viðskiptahalli dróst saman á fyrri helmingi ársins Viðskiptahalli á fyrri helmingi ársins var 79,6 ma.kr. sem samsvarar um 13% af vergri landsframleiðslu á tímabilinu. Hallinn var því mun minni en á seinni helmingi síðasta árs þegar hann nam um 29% af landsframleiðslu. Undirliggjandi halli hefur hins vegar breyst minna en þessar tölur gefa til kynna, því að samdráttur viðskiptahallans á fyrstu tveimur ársfjórðungunum skýrist að stærstum hluta af hagstæðri þróun óreglulegra liða í vöruviðskiptum og jöfnuði þáttatekna. Halli á þjónustuviðskiptum jókst lítið eitt í hlutfalli við verga landsframleiðslu á fyrri helmingi ársins miðað við seinni helming fyrra árs en dróst saman miðað við sama tímabil í fyrra. Á fyrri helmingi ársins nam halli vöruviðskipta tæpum 7% af landsframleiðslu, en rúmum 14% á seinni hluta ársins 2006. Sé horft fram hjá óreglulegum liðum vöruviðskipta, þ.e. viðskiptum með skip og flugvélar, dróst hallinn minna saman. Viðskipti með skip og flug- vélar skýra um helming samdráttarins á fyrri helmingi ársins. Samdrátt innflutnings má að mestu leyti rekja til minni innflutnings fjárfesting- arvöru. Innflutningsverðmæti neysluvöru jókst hins vegar umtalsvert á fyrri hluta ársins og framan af þriðja ársfjórðungi, en það er í samræmi við aðrar vísbendingar um vöxt einkaneyslu. Innflutningur fjárfestingarvöru dregst saman Verðmæti innfluttrar fjárfestingarvöru (án flutningatækja) á fyrstu átta mánuðum ársins var 10% minna en á sama tíma í fyrra, mælt á föstu gengi. Á sama tímabili var innflutningsverðmæti hrá- og rekstrarvöru nánast óbreytt á milli ára. Athygli vekur hins vegar að samkvæmt útreikningum Hagstofunnar dróst innflutningur hrávöru til álfram- leiðslu saman um 5% milli ára á sama tíma og útflutningur álafurða jókst um tæp 45%. Þetta misræmi gæti verið til marks um að inn- flutningur hrávöru sé vantalinn eða að gengið hafi verið á birgðir og innflutningur súráls verði því meiri síðar. Arður af beinni erlendri fjármunaeign eykst Halli á jöfnuði þáttatekna nam tæplega 2½% af landsframleiðslu á fyrri helmingi ársins. Þetta er mun minni halli en á seinni helmingi síð- asta árs, þegar hann nam tæplega 11% af landsframleiðslu. Umskiptin skýrast af mikilli aukningu tekna af beinni erlendri fjármunaeign. Þessi liður í jöfnuði þáttatekna er afar sveiflukenndur og getur afkoma Mynd VII-1 Undirþættir viðskiptajafnaðar1 1. ársfj. 1999 - 2. ársfj. 2007 Ma.kr. 1. Rekstrarframlög talin með þáttatekjum. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -110 -100 -90 -80 -70 -60 -50 -40 -30 -20 -10 0 10 20 200720062005200420032002200120001999 Vöruskiptajöfnuður Þjónustujöfnuður Þáttatekjujöfnuður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.