Peningamál - 01.11.2007, Qupperneq 45
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
7
•
3
45
VII Ytri jöfnuður
Talsvert dró úr viðskiptahallanum á fyrri helmingi ársins. Samdráttinn
má að mestu leyti rekja til hagstæðrar ávöxtunar erlendrar hlutafjár-
eignar, sem vó þyngra en vöxtur hreinna vaxtagjalda. Dregið hefur
úr halla á vöruviðskiptum það sem af er ári, sem rekja má til minnk-
andi innflutnings í tengslum við byggingu ál- og orkuvera og aukins
álútflutnings. Hins vegar hefur ekki dregið úr innflutningi neysluvöru,
enda hefur vöxtur einkaneyslu sótt í sig veðrið á ný undanfarið. Mikil
óvissa er um þróun viðskiptajafnaðar vegna ófyrirsjáanlegra sveiflna í
jöfnuði þáttatekna. Þó virðist einsýnt að sjálfbærni viðskiptajafnaðar
eigi enn langt í land.
Viðskiptahalli dróst saman á fyrri helmingi ársins
Viðskiptahalli á fyrri helmingi ársins var 79,6 ma.kr. sem samsvarar
um 13% af vergri landsframleiðslu á tímabilinu. Hallinn var því mun
minni en á seinni helmingi síðasta árs þegar hann nam um 29% af
landsframleiðslu. Undirliggjandi halli hefur hins vegar breyst minna en
þessar tölur gefa til kynna, því að samdráttur viðskiptahallans á fyrstu
tveimur ársfjórðungunum skýrist að stærstum hluta af hagstæðri
þróun óreglulegra liða í vöruviðskiptum og jöfnuði þáttatekna. Halli á
þjónustuviðskiptum jókst lítið eitt í hlutfalli við verga landsframleiðslu
á fyrri helmingi ársins miðað við seinni helming fyrra árs en dróst
saman miðað við sama tímabil í fyrra.
Á fyrri helmingi ársins nam halli vöruviðskipta tæpum 7% af
landsframleiðslu, en rúmum 14% á seinni hluta ársins 2006. Sé horft
fram hjá óreglulegum liðum vöruviðskipta, þ.e. viðskiptum með skip
og flugvélar, dróst hallinn minna saman. Viðskipti með skip og flug-
vélar skýra um helming samdráttarins á fyrri helmingi ársins. Samdrátt
innflutnings má að mestu leyti rekja til minni innflutnings fjárfesting-
arvöru. Innflutningsverðmæti neysluvöru jókst hins vegar umtalsvert á
fyrri hluta ársins og framan af þriðja ársfjórðungi, en það er í samræmi
við aðrar vísbendingar um vöxt einkaneyslu.
Innflutningur fjárfestingarvöru dregst saman
Verðmæti innfluttrar fjárfestingarvöru (án flutningatækja) á fyrstu átta
mánuðum ársins var 10% minna en á sama tíma í fyrra, mælt á föstu
gengi. Á sama tímabili var innflutningsverðmæti hrá- og rekstrarvöru
nánast óbreytt á milli ára. Athygli vekur hins vegar að samkvæmt
útreikningum Hagstofunnar dróst innflutningur hrávöru til álfram-
leiðslu saman um 5% milli ára á sama tíma og útflutningur álafurða
jókst um tæp 45%. Þetta misræmi gæti verið til marks um að inn-
flutningur hrávöru sé vantalinn eða að gengið hafi verið á birgðir og
innflutningur súráls verði því meiri síðar.
Arður af beinni erlendri fjármunaeign eykst
Halli á jöfnuði þáttatekna nam tæplega 2½% af landsframleiðslu á
fyrri helmingi ársins. Þetta er mun minni halli en á seinni helmingi síð-
asta árs, þegar hann nam tæplega 11% af landsframleiðslu. Umskiptin
skýrast af mikilli aukningu tekna af beinni erlendri fjármunaeign. Þessi
liður í jöfnuði þáttatekna er afar sveiflukenndur og getur afkoma
Mynd VII-1
Undirþættir viðskiptajafnaðar1
1. ársfj. 1999 - 2. ársfj. 2007
Ma.kr.
1. Rekstrarframlög talin með þáttatekjum.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
-110
-100
-90
-80
-70
-60
-50
-40
-30
-20
-10
0
10
20
200720062005200420032002200120001999
Vöruskiptajöfnuður
Þjónustujöfnuður
Þáttatekjujöfnuður