Peningamál - 01.11.2007, Page 46

Peningamál - 01.11.2007, Page 46
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 46 1. Ítarlega er fjallað um þróun og samsetningu þáttatekna í grein eftir Daníel Svavarsson og Pétur Örn Sigurðsson (2007), ,,Erlend staða þjóðarbúsins og þáttatekjur”, Peningamál 2007/2, bls. 52-74. einstakrar fjárfestingar haft mikil áhrif á hverju tímabili.1 Hrein vaxta- gjöld námu alls um 28% af útflutningstekjum á fyrsta ársfjórðungi en hækkuðu verulega á öðrum fjórðungi þegar þau samsvöruðu 37% af útflutningstekjum alls. Aukningin skýrist af neikvæðri þróun hreinn- ar erlendrar skuldastöðu þjóðarbúsins og óhagstæðari skilyrðum á erlendum fjármálamörkuðum. Hreinar erlendar skuldir þjóðarbúsins jukust á öðrum fjórðungi ársins Hrein erlend staða þjóðarbúsins versnaði um 133 ma.kr. á öðrum fjórðungi ársins og hrein erlend skuldastaða öllu meira eða um 184 ma.kr. Þessi skuldasöfnun á sér stað á sama tíma og skilyrði á erlend- um fjármálamörkuðum hafa versnað til muna. Erlendar eignir og skuldir þjóðarbúsins hafa aukist gríðarlega á síðustu árum. Hlutfall hlutafjár og beinnar eignar í erlendum fyrirtækjum í erlenda eigna- stofninum hefur einnig aukist mikið. Eins og fjallað var um í kafla II er raungengi krónunnar hátt um þessar mundir. Fari hækkandi vextir af erlendri skuld þjóðarbúsins saman við verulega gengislækkun krón- unnar mun það hafa afar neikvæð áhrif á þróun viðskiptajafnaðarins til skamms tíma. Horfur um þróun viðskiptahalla lakari en í fyrri spá Í grunnspá Seðlabankans eykst viðskiptahallinn á spátímabilinu miðað við fyrri spá. Spáð er að hallinn nemi 18% af landsframleiðslu í ár en dragist saman á næsta ári og verði þá um 14½% af vergri landsfram- leiðslu. Í lok spátímans árið 2010 er gert ráð fyrir að jafnvægi verði að mestu komið á í vöruviðskiptum en í ljósi mikils halla á þáttatekjum verði viðskiptahalli engu að síður um 10% af landsframleiðslu. Þessi spá er þó háð mikilli óvissu sakir sveiflukenndrar ávöxtunar hlutafjár sem gerir það að verkum að stöðugt erfiðara verður að spá fyrir um þróun þáttatekna. Hlutfallslega litlar breytingar í ávöxtun einstakra eignaliða geta haft mikil áhrif á þáttatekjujöfnuðinn. Mynd VII-2 Hreinar vaxta- og arðgreiðslur í hlutfalli við VLF og útflutningstekjur 1. ársfj. 2000 - 2. ársfj. 2007 % af VLF Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Erlend staða þjóðarbúsins (v. ás) Hreinar vaxtagreiðslur (h. ás) 0 -30 -60 -90 -120 -150 -180 -210 -240 0 -5 -10 -15 -20 -25 -30 -35 -40 20072006200520042003200220012000 % af útflutningstekjum

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.