Peningamál - 01.11.2007, Side 63

Peningamál - 01.11.2007, Side 63
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 63 þar sem ln stendur fyrir náttúrulegan lógaritma, RG* er jafnvægisraun- gengi, HEE hreinar erlendar eignir, X er útfl utningur, M er innfl utn- ingur, PrT er hlutfallsleg framleiðni í samkeppnisvörum (e. tradables), PrNT er hlutfallsleg framleiðni í heimavörum (e. nontradables), VKJ eru viðskiptakjör og G er samneysla. Þegar þessi jafna er notuð til að spá fyrir um jafnvægisraungengi á Íslandi miðað við forsendur í spám IMF fyrir árið 2012 fæst að jafn- vægisraungengið sé 95-98 stig en gildi vísitölunnar árið 2006 var 106,7. Til að komast í jafnvægi þyrfti raungengið því að lækka um 8-11% frá því sem það var að meðaltali árið 2006. Ytri sjálfbærni Efnahagsástand þar sem erlendar skuldir vaxa hraðar en framleiðsla og tekjur er ekki sjálfbært. Hins vegar er hægt að viðhalda tilteknu skuldahlutfalli óendanlega lengi ef tiltekið skilyrði er uppfyllt. Ef hreinar erlendar eignir í lok árs t eru HEEt, nafnvextir á þessa stærð eru i N og TBt er mismunur út- og innfl utnings gildir að: HEEt = TBt + (1 + iN)HEEt-1 Ef VLF vex um n og HEE vex um sama hlutfall þannig að hlutfallið HEE/VLF helst óbreytt, gildir að: HEEt-1 = HEEt/(1 + n) og má þá umrita formúluna hér fyrir ofan þannig: TBt = -(iN – n)HEEt/(1 + n) Í skýrslu Tchaidze er eignum og skuldum skipt upp í beina fjárfestingu og hlutafé (eign er EA en skuld EL) annars vegar og skuldabréf, lán og innistæður (eign er DA en skuld DL) hins vegar. Samkvæmt því má rita: TBt = [–(iEA – n)EAt – (iDA – n)DAt + (iEL – n)ELt +(iDL – n)DLt]/(1 + n) þar sem iEA, iDA, iEL, og iDL eru nafnávöxtun viðkomandi eigna og skulda. Forsendur um hagvöxt og ávöxtun eru byggðar á spá IMF fyrir árið 2012. Þegar þessar tölur eru settar inn í jöfnuna ásamt erlend- um eignum og skuldum Íslendinga fæst jafnvægisgildi á mismun út- og innfl utnings (TB) í hlutfalli af VLF. Í skýrslu Tchaidze er hrein eign Íslendinga talin hafa verið -93% af VLF í lok árs 2004 en -144% í lok ársins 2006. Ef miðað er við fyrri töluna fæst að TB/VLF sé -0,8% í jafnvægi en ef miðað er við seinni töluna fæst að jafnvægisgildið sé -2,1%. Ástæðan fyrir því að jafnvægisgildið lækkar þegar hrein eign minnkar, gagnstætt því sem eðlilegt mætti telja, er að í forsendum skýrslunnar er gert ráð fyrir að ávöxtun af hlutafjáreign sé tiltölulega há og að ávöxtun af fjárfestingu Íslendinga erlendis sé hærri en ávöxt- un af fjárfestingu erlendra aðila á Íslandi. Í forsendunum er gert ráð fyrir að iEA – n = 2,8%, iEL – n = 1,5% og iDA – n = iDL – n = 0,6% þar sem n er árlegur vöxtur VLF. Í spá IMF er gert ráð fyrir að mismunur út- og innfl utnings árið 2012 verði -4,3% af VLF. Til að minnka hallann í -0,8% af VLF þyrfti raungengið að vera 18% lægra og til að minnka hallann í -2,1% af

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.