Peningamál - 01.11.2007, Side 64

Peningamál - 01.11.2007, Side 64
P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 64 VLF þyrfti raungengið að vera 11% lægra en það var að meðaltali á árinu 2006. Í skýrslunni er bent á margvíslega fyrirvara sem nauðsynlegt sé að hafa í huga þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar: gögnin séu ónákvæm, spárnar sem byggt er á ónákvæmar og aðferðafræðin ekki óumdeild. Hins vegar hljóti það að vera umhugsunarefni að þessar mismunandi aðferðir leiða til nokkuð svipaðra niðurstaðna: raungengi íslensku krónunnar sé of hátt og þyrfti að lækka um 8-23% til að tryggja ytra og innra jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Samkvæmt útreikningum Seðlabankans var raungengið í ágúst sl. um 2½% yfi r meðaltalsgildi ársins 2006. Til að komast í jafnvægis- stöðu samkvæmt niðurstöðum Tchaidze þyrfti raungengið að vera u.þ.b. 10-25% lægra en það var í ágúst. Til þess að framkalla þessa lækkun raungengis þyrfti gengisvísitalan að fara úr 119,9, sem var meðaltalsgildi hennar í ágúst sl., niður í gildi á bilinu 134 (ef miðað er við 10% lækkun raungengis) til 160 (ef miðað er við 25% lækkun raungengis). Í þessum útreikningum er hins vegar ekki tekið tillit til neinna áhrifa gengisbreytinga á verðlag. Þar sem lækkun nafngengis- ins leiðir til þess að verðlag hækkar þarf að lækka nafngengið meira til að ná fram sömu raungengislækkun. Ef miðað er við að lækkun gengisins komi fram í verðlagi með væginu 0,4 eins og hagmælingar benda til þarf gengisvísitalan að fara í 143-187 til að raungengið kom- ist í jafnvægi samkvæmt skýrslu Tchaidze. Rétt er að ítreka að niður- stöðurnar í skýrslu Tchaidze eru afar óvissar. Þeim er ætlað að varpa ljósi á jafnvægisgildi raungengisins en raungengið kann að aðlagast langtímajafnvægi sínu á mjög löngum tíma og í aðlögunarferlinu gæti það farið niður fyrir langtímajafnvægisgildi sitt. ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.