Peningamál - 01.11.2007, Page 74

Peningamál - 01.11.2007, Page 74
HLUTVERK PENINGASTEFNUNNAR P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 74 seðlabankinn og stjórnvöld geti ekki komið sér hjá erfi ðum ákvörðun- um í viðureign við verðbólgu. Formlegt tölulegt markmið gefur verð- bólguvæntingum skýra kjölfestu og eykur gagnsæi og trúverðugleika peningastefnunnar. Árangur þessa fyrirkomulags hefur almennt verið góður, þótt herkostnaður þess að ná tökum á verðbólgu hafi verið nokkur þar sem hún hefur verið mikil og oft taki nokkurn tíma að skila sýnilegum árangri.7 Eitt stjórntæki – eitt markmið Seðlabanki Íslands hefur m.a. verið gagnrýndur fyrir að beita ekki stjórntækjum sínum til að jafna sveifl ur í gengi krónunnar. Í þessu samhengi verður að hafa í huga að seðlabankar ráða aðeins yfi r einu stjórntæki, þ.e. stýrivöxtum sínum. Önnur stjórntæki, eins og inngrip á gjaldeyrismarkaði og bindiskylda, hafa sams konar hagræn áhrif og stýrivextir og eru því í raun ekki sjálfstæð stjórntæki. Þannig myndi hækkun bindiskyldu t.d. draga laust fé úr umferð og ýta upp markaðs- vöxtum með svipuðum hætti og bein hækkun stýrivaxta gerir. Ástæða þess að seðlabankar velja stýrivexti sem stjórntæki fremur en inngrip og bindiskyldu er að á nútímafjármálamörkuðum eru þeir mun gagn- særri og skilvirkari leið til að hafa áhrif á aðra markaðsvexti þrátt fyrir að alþjóðavæðing heimsbúskaparins hafi einnig dregið úr áhrifamætti stýrivaxta og fl ækt beitingu þeirra.8 Í ljósi þess að seðlabankar hafa eingöngu yfi r einu stjórntæki að ráða geta þeir einungis unnið að einu langtímamarkmiði. Umfjöllunin hér að framan ætti að hafa varpað ljósi á hvers vegna markmiðið á að vera verðstöðugleiki. Tilraunir til að ná öðrum markmiðum verða óhjákvæmilega á kostnað meginmarkmiðsins. Raungengissveifl ur gegna t.d. mikilvægu hagsveifl ujafnandi hlutverki ásamt því að vera mikilvægur farvegur peningastefnunnar. Raungengi hefur tilhneig- ingu til að hækka á þensluskeiðum sem að öðru óbreyttu veikir sam- keppnisstöðu útfl utningsatvinnugreina og dregur þannig úr innlendum tekjum og atvinnu og þar með úr framleiðsluspennu og að lokum úr verðbólguþrýstingi. Sé peningastefnunni beint gegn þessu leiðir það að endanum aðeins til aukinna sveifl na í öðrum hagstærðum eins og vöxtum, atvinnu, hagvexti og verðbólgu.9 Lokaorð Mikilvægasta viðfangsefni peningastefnunnar er að stuðla að verð- stöðugleika og er það í raun meginframlag hennar til almennrar vel- ferðar á Íslandi. Stefnan verður því árangursríkari sem markmið hennar eru skýrari og hinn lagalegi rammi hennar styður betur við meginmark- miðið. Með því er trúverðugleiki peningastefnunnar betur tryggður en hann skiptir sköpum í hvernig til tekst og hversu kostnaðarsamt er að 7. Sjá t.d. yfirlit yfir framkvæmd þessarar stefnu og árangur í grein Þórarins G. Péturssonar (2005). 8. Fjallað er nánar um áhrif alþjóðavæðingarinnar á peningastefnuna í rammagrein III-1 í þessu hefti Peningamála. 9. West (2003) kemst t.d. að því að við að draga úr sveiflum í raungengi á Nýja-Sjálandi um 25 prósentur, geti hagsveiflur þar í landi aukist um 10-15 prósentur, verðbólgusveiflur um 0-15 prósentur og sveiflur í vöxtum um 15-40 prósentur.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.