Peningamál - 01.11.2007, Side 86

Peningamál - 01.11.2007, Side 86
TÖLFRÆÐIHORN P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 86 bréfa og hlutdeildarskírteina lítillega en hlutdeild skuldabréfa dróst saman. Vægi eignar í hlutdeildarskírteinum er mikið og kemur ekki á óvart þar sem að öllu jöfnu er minni áhætta því samfara að fjárfesta í hlutdeildarskírteinum erlendra verðbréfasjóða en að kaupa erlend hlutabréf í tilteknu félagi. Góð ávöxtun í erlendri mynt og enn betri í íslenskum krónum Helstu hlutabréfamarkaðir heims skiluðu fjárfestum ágætis ávöxtun árið 2006 og gott dæmi um það er heimsvísitala hlutabréfa (MSCI) sem hækkaði um 14,6% í dollurum talið milli áranna 2005 og 2006. Banda- ríska S&P500-vísitalan hækkaði um 13,6% og breska vísitalan FTSE 100 hækkaði um 10,7%. Umtalsverð hækkun varð einnig á frönsku hlutabréfavísitölunni CAC-40 (17,5%) og japönsku vísitölunni Nikkei (6,9%). Gengisvísitala gengisskráningarvogar hækkaði um 23,2% árið 2006 og gengi krónunnar veiktist gagnvart erlendri mynt um 18,8% yfi r árið. Af þessu má álykta að ávöxtun erlendra verðbréfa hafi verið góð í erlendri mynt og enn betri í íslenskum krónum. Gengi krónunnar veiktist gagnvart evrunni um 21%, gagnvart bresku sterlings pundi um 22,8%, gagnvart Bandaríkjadal um 12,1% og gagnvart japönsku jeni um 11%. Þessi gengisþróun jók ávöxtun verðbréfaeignarinnar met- innar í krónum umfram hækkun á markaðsvirði verðbréfanna. Lífeyrissjóðir juku eign sína Erlend verðbréfaeign allra lífeyrissjóða landsins nam 29,6% af hreinni eign sjóðanna í árslok 2006. Verðbréfaeignin jókst um 144,1 ma.kr. á árinu 2006. Fróðlegt er að bera þessa tölu saman við niðurstöður könn- unarinnar fyrir 11 stóru lífeyrissjóðina en samkvæmt henni var staða í ársbyrjun 2006 um 254,9 ma.kr., kaup á árinu námu 49,6 ma.kr., sala nam 22,9 ma.kr. á árinu og staða í árslok 2006 var 367,6 ma.kr. Samkvæmt þessu námu nettókaup ársins um 26,7 ma.kr. en hækkun á markaðsvirði bréfanna nam 86 ma.kr. (sjá mynd 3). Niðurlag Ávöxtun erlendrar verðbréfaeignar lífeyrissjóðanna árið 2006 var enn hærri en árið á undan þrátt fyrir lágar arðgreiðslur. Hækkun markaðs- virðis erlendu verðbréfanna tryggði sjóðunum háa ávöxtun. Samsetning erlendrar verðbréfaeignar lífeyrissjóðanna breytt- ist lítið milli áranna 2005 og 2006. Erlend verðbréfaeign í hlutdeildar- skírteinum er eins og áður sagði langstærsti hluti verðbréfaeignar líf eyrissjóðanna og var í árslok 2006 um 80% af heildinni. Ávöxtun erlendra verðbréfa var góð í erlendri mynt árið 2006 og enn betri í íslenskum krónum. Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd 3 Viðskipti stærstu lífeyrissjóðanna á erlendum verðbréfamörkuðum Staða í ársbyrjun Kaup Sala Staða í árslok Ma.kr. 0 50 100 150 200 250 300 350 400 200620052004 Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd 2 Skipting verðbréfaeignar lífeyrissjóðanna í könnuninni Staða í árslok Hlutabréf Hlutdeildarskírteini Skuldabréf % 0 20 40 60 80 100 20062005200420032002

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.