Peningamál - 01.11.2007, Qupperneq 86

Peningamál - 01.11.2007, Qupperneq 86
TÖLFRÆÐIHORN P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 86 bréfa og hlutdeildarskírteina lítillega en hlutdeild skuldabréfa dróst saman. Vægi eignar í hlutdeildarskírteinum er mikið og kemur ekki á óvart þar sem að öllu jöfnu er minni áhætta því samfara að fjárfesta í hlutdeildarskírteinum erlendra verðbréfasjóða en að kaupa erlend hlutabréf í tilteknu félagi. Góð ávöxtun í erlendri mynt og enn betri í íslenskum krónum Helstu hlutabréfamarkaðir heims skiluðu fjárfestum ágætis ávöxtun árið 2006 og gott dæmi um það er heimsvísitala hlutabréfa (MSCI) sem hækkaði um 14,6% í dollurum talið milli áranna 2005 og 2006. Banda- ríska S&P500-vísitalan hækkaði um 13,6% og breska vísitalan FTSE 100 hækkaði um 10,7%. Umtalsverð hækkun varð einnig á frönsku hlutabréfavísitölunni CAC-40 (17,5%) og japönsku vísitölunni Nikkei (6,9%). Gengisvísitala gengisskráningarvogar hækkaði um 23,2% árið 2006 og gengi krónunnar veiktist gagnvart erlendri mynt um 18,8% yfi r árið. Af þessu má álykta að ávöxtun erlendra verðbréfa hafi verið góð í erlendri mynt og enn betri í íslenskum krónum. Gengi krónunnar veiktist gagnvart evrunni um 21%, gagnvart bresku sterlings pundi um 22,8%, gagnvart Bandaríkjadal um 12,1% og gagnvart japönsku jeni um 11%. Þessi gengisþróun jók ávöxtun verðbréfaeignarinnar met- innar í krónum umfram hækkun á markaðsvirði verðbréfanna. Lífeyrissjóðir juku eign sína Erlend verðbréfaeign allra lífeyrissjóða landsins nam 29,6% af hreinni eign sjóðanna í árslok 2006. Verðbréfaeignin jókst um 144,1 ma.kr. á árinu 2006. Fróðlegt er að bera þessa tölu saman við niðurstöður könn- unarinnar fyrir 11 stóru lífeyrissjóðina en samkvæmt henni var staða í ársbyrjun 2006 um 254,9 ma.kr., kaup á árinu námu 49,6 ma.kr., sala nam 22,9 ma.kr. á árinu og staða í árslok 2006 var 367,6 ma.kr. Samkvæmt þessu námu nettókaup ársins um 26,7 ma.kr. en hækkun á markaðsvirði bréfanna nam 86 ma.kr. (sjá mynd 3). Niðurlag Ávöxtun erlendrar verðbréfaeignar lífeyrissjóðanna árið 2006 var enn hærri en árið á undan þrátt fyrir lágar arðgreiðslur. Hækkun markaðs- virðis erlendu verðbréfanna tryggði sjóðunum háa ávöxtun. Samsetning erlendrar verðbréfaeignar lífeyrissjóðanna breytt- ist lítið milli áranna 2005 og 2006. Erlend verðbréfaeign í hlutdeildar- skírteinum er eins og áður sagði langstærsti hluti verðbréfaeignar líf eyrissjóðanna og var í árslok 2006 um 80% af heildinni. Ávöxtun erlendra verðbréfa var góð í erlendri mynt árið 2006 og enn betri í íslenskum krónum. Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd 3 Viðskipti stærstu lífeyrissjóðanna á erlendum verðbréfamörkuðum Staða í ársbyrjun Kaup Sala Staða í árslok Ma.kr. 0 50 100 150 200 250 300 350 400 200620052004 Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd 2 Skipting verðbréfaeignar lífeyrissjóðanna í könnuninni Staða í árslok Hlutabréf Hlutdeildarskírteini Skuldabréf % 0 20 40 60 80 100 20062005200420032002
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.