Peningamál - 21.05.2014, Qupperneq 3

Peningamál - 21.05.2014, Qupperneq 3
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 3 Yfirlýsing peningastefnunefndar 21. maí 2014 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxt- um bankans óbreyttum. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans verður hagvöxtur á þessu ári 3,7%, eða um 1 prósentu meiri en í síðustu spá. Spáð er enn meiri hagvexti á næsta ári. Batinn á vinnumarkaði heldur einnig áfram. Þróttmikill vöxtur leiðir til þess að slakinn hverfur fyrr úr þjóðar- búskapnum en áður var gert ráð fyrir og framleiðsluspenna myndast sem nær hámarki árið 2016. Þá vekur það áhyggjur að því er spáð að þjóðhagslegur sparnaður minnki nokkuð og viðskiptaafgangur snúist í halla undir lok spátímabilsins. Verðbólga hefur verið við markmið síðustu mánuði og því spáð að svo verði fram á næsta ár þegar hún eykst vegna framleiðsluspennu. Verðbólguvæntingar til skamms tíma hafa lækkað að undanförnu í takt við hjöðnun verðbólgu en verðbólguvæntingar til langs tíma eru enn nokkuð yfir markmiði. Í spá bankans er gengið út frá því að niðurstöður kjarasamninga sem gerðir voru fyrir áramót muni gilda fyrir meginhluta vinnumark- aðarins og að gerðir verði kjarasamningar á svipuðum nótum til lengri tíma á fyrri hluta næsta árs. Nokkurs óróa gætir þó á vinnumarkaði sem veldur óvissu um launaþróun. Hjöðnun verðbólgu og verðbólguvæntinga felur í sér að raun- vextir bankans hafa hækkað þó nokkuð það sem af er þessu ári. Slak- inn í taumhaldi peningastefnunnar er því líklega horfinn. Óvissa er um hverjir séu jafnvægisvextir Seðlabankans, en líklegt er að aukinn vöxtur innlendrar eftirspurnar á komandi misserum muni að öðru óbreyttu krefjast þess að raunvextir Seðlabankans hækki frekar. Þörfin fyrir auk- ið peningalegt aðhald yrði þó minni eftir því sem aðgerðir sem leggjast á sveif með peningastefnunni eru meiri, þ.á m. aðhaldssöm stefna í ríkisfjármálum. Það myndi einnig stuðla að auknum þjóðhagslegum sparnaði og hagstæðari viðskiptajöfnuði. Peningastefnan hefur náð árangri að undanförnu. Verðbólga hefur hjaðnað að markmiði og slakinn í þjóðarbúskapnum er að hverfa. Sveiflur í verðbólgu og hagvexti hafa einnig minnkað. Langtímaverð- bólguvæntingar eru þó enn nokkuð yfir markmiði sem skapar óvissu um varanleika þessa árangurs. Það fer eftir framvindu verðbólgu og verðbólguvæntinga hvort tilefni verður til að breyta nafnvöxtum bank- ans á næstunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.