Peningamál - 21.05.2014, Síða 7

Peningamál - 21.05.2014, Síða 7
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 7 ... og horfur um þróun viðskiptakjara og útflutnings batna Í fyrra höfðu viðskiptakjör rýrnað samtals um 17% frá árinu 2007. Spáð er smávægilegum bata í viðskiptakjörum í ár frá fyrra ári eftir samfellda rýrnun frá árinu 2010. Horfur fyrir næstu tvö ár hafa einnig batnað sem fyrst og fremst má rekja til betri horfa um þróun útflutn­ ingsverðs, einkum verðs sjávarafurða. Gert er ráð fyrir að viðskiptakjör batni samtals um tæplega 1% á spátímanum en í febrúar var spáð ríflega 2% rýrnun þeirra. Kraftmeiri þjónustuútflutningur skýrir tæplega 1 prósentu meiri vöxt útflutnings í fyrra en gert var ráð fyrir í febrúar. Hann skýrir einnig betri horfur um vöxt útflutnings í ár í samanburði við febrúarspána. Þessi bati vegur þyngra en lakari horfur um vöruútflutning sem rekja má til meiri samdráttar í útflutningi sjávarafurða. Útflutningshorfur til næstu tveggja ára hafa einnig batnað. Nú er reiknað með 2,7% vexti útflutnings að meðaltali á ári á spátímanum en í febrúar var gert ráð fyrir tæplega 2% vexti á tímabilinu. Afgangur á viðskiptum við útlönd batnar með samsvarandi hætti. Nánar er fjallað um útflutning og ytri skilyrði í kafla II og ytri jöfnuð í kafla VII. Hagvöxtur mældist 3,3% í fyrra sem er meiri vöxtur en meðal annarra þróaðra ríkja ... Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands var hagvöxtur í fyrra 3,3% sem er 0,3 prósentum meiri vöxtur en spáð var í febrúarhefti Peningamála. Skýrist frávikið af jákvæðara framlagi utanríkisviðskipta sem einkum má rekja til kröftugri vaxtar þjónustuútflutnings. Landsframleiðslan hefur því vaxið um tæplega 11% frá því sem hún var minnst í kjölfar fjármálakreppunnar á fyrsta ársfjórðungi 2010 en er enn tæplega 3% undir því sem hún var mest í aðdraganda fjármálakreppunnar.2 Eins og sést á mynd I­6 hefur batinn að mestu verið drifinn áfram af framleiðsluaukningu í þjónustugeiranum en aðrir geirar (fyrir utan fjár­ málaþjónustu) eru einnig farnir að leggja til batans.3 Efnahagssamdrátturinn hér á landi í kjölfar fjármálakreppunnar var meiri en að jafnaði meðal þróaðra ríkja.4 Frá því að efnahagsbati hófst hér á landi hefur batinn hins vegar verið kröftugri en að jafnaði á meðal helstu viðskiptalanda og annarra OECD­ríkja (mynd I­7) og var hagvöxtur í fyrra hinn mesti meðal þróaðra ríkja (mynd I­8). ... og horfur á að hagvöxtur aukist enn frekar í ár Hagvöxtur var einkar kröftugur á seinni hluta síðasta árs eða um 4,1% að meðaltali og er gert ráð fyrir svipuðum vexti á fyrri hluta þessa árs. Talið er að heldur hægi á vextinum á seinni hluta ársins og að hag­ 2. Hér er vísað í árstíðarleiðréttar tölur sem byggjast á mati Seðlabankans. Eins og rakið er í rammagrein IV­1 í Peningamálum 2012/4 virðast aðferðir Hagstofunnar við árstíðarleiðrétt­ ingu ekki henta við túlkun efnahagsþróunar innan árs og kýs Seðlabankinn því að nota aðrar aðferðir við árstíðarleiðréttingu. 3. Mynd I­6 sýnir uppsafnaðan samdrátt landsframleiðslu og bata milli ársmeðaltala en á þann hátt mælist samdrátturinn 10½% í kjölfar kreppunnar og batinn frá árinu 2010 tæplega 8%. Þegar notast er við árstíðarleiðrétt ársfjórðungsleg gögn mælist tapið hins vegar rúm 12% og batinn tæp 11% líkt og sagt er í megintextanum. 4. Það þarf ekki að koma á óvart í ljósi mikils ójafnvægis sem byggðist upp í aðdraganda kreppunnar. Einnig þarf að hafa í huga að hér á landi skall bæði á kerfislæg bankakreppa og alvarleg gjaldeyriskreppa. Rannsóknir benda til þess að efnahagssamdráttur í kjölfar slíkra kreppa sé að jafnaði allt að þrefalt meiri og vari um helmingi lengur en þegar eingöngu verður bankakreppa (sjá t.d. rammagrein I­2 í Peningamálum 2012/4). 1. Punktar sýna spár Consensus Forecasts og Global Insight fyrir árin 2014-2016. Heimildir: Consensus Forecasts, Macrobond, OECD, Seðlabanki Íslands. Mynd I-5 Alþjóðlegur hagvöxtur1 Breyting frá fyrra ári (%) Bandaríkin Evrusvæðið Helstu viðskiptalönd Íslands -6 -4 -2 0 2 4 ‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07 1. Samdráttur og bati atvinnugreinar veginn með hlutdeild hennar í vergum þáttatekjum á viðkomandi tímabili (hlutdeild 2013 í sviga). 2. Framleiðsla, námugröftur, veitustarfsemi og meðhöndlun úrgangs. 3. Byggingarstarf- semi og mannvirkjagerð. 4. Fjármálaþjónusta og vátryggingastarfsemi. 5. Heildsala, verslun, samgöngur og geymslusvæði, veitinga- og gististaðir, upplýsingar og fjarskipti, fasteignaviðskipti og ýmis sérhæfð þjónusta. Heimild: Hagstofa Íslands. % Mynd I-6 Hlutdeild einstakra atvinnugreina í samdrættinum og efnahagsbatanum1 Breyting frá botni VLF árið 2010 til 2013 Breyting frá hátoppi fyrir kreppu til botns eftir að kreppan skall á -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 VLFÖnnur þjón. einkaað. (39%)5 Fjármála- þjónusta (7%)4 Byggingar- starfsemi (5%)³ Fram- leiðsla (19%)² 1. Árstíðarleiðrétt gögn fyrir Ísland koma frá Seðlabanka Íslands. Heimildir: Macrobond, OECD, Seðlabanki Íslands. Mynd I-7 Þróun landsframleiðslunnar í kjölfar fjármálakreppunnar1 1. ársfj. 2007 - 4. ársfj. 2013 Vísitala, 3. ársfj. 2008 = 100 Ísland Helstu viðskiptalönd OECD-ríki Evrusvæðið Bandaríkin Bretland 87 89 91 93 95 97 99 101 103 105 107 109 2013201220112010200920082007
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.