Peningamál - 21.05.2014, Side 13

Peningamál - 21.05.2014, Side 13
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 13 Sveiflur í verðbólgu og hagvexti hafa smám saman minnkað Frá því að efnahagsbatinn hófst snemma árs 2010 hefur framleiðslu­ tapið í kjölfar fjármálakreppunnar að stórum hluta verið endurheimt og verulega hefur dregið úr atvinnuleysi. Verðbólga, sem jókst mjög í kjölfar gjaldeyriskreppunnar, hefur einnig hjaðnað og er nú komin í verðbólgumarkmið Seðlabankans. Eftir því sem lengra hefur liðið frá fjármálakreppunni hafa sveiflur í hagvexti og verðbólgu að sama skapi minnkað. Þetta má sjá á mynd 1 sem sýnir þróun sveiflna í verðbólgu og hagvexti frá því að verðbólgumarkmiðið var tekið upp snemma árs 2001 til fjórða ársfjórðungs í fyrra. Tímabilinu er skipt upp í fjögur jafnlöng liðlega þriggja ára tímabil.1 Fyrstu tvö tímabilin ná annars vegar frá fyrsta fjórðungi 2001 til fyrsta fjórðungs 2004 og hins vegar frá öðrum fjórðungi 2004 til annars fjórðungs 2007. Þessi tvö tímabil endurspegla því tímaskeiðið frá upphafi hinnar nýju peninga­ stefnu og fram að því að alþjóðlega fjármálakreppan skellur á. Þriðja tímabilið nær frá þriðja fjórðungi 2007 til þriðja fjórðungs 2010, þ.e. yfir fjármálakreppuna og alvarlegustu efnahagsáhrif hennar, en þjóðarbúskapurinn tók að vaxa á ný á öðrum fjórðungi 2010. Síðasta tímabilið nær síðan frá fjórða fjórðungi 2010 til síðasta árs­ fjórðungs í fyrra. Þetta tímaskeið endurspeglar því tímabil þar sem þjóðarbúskapurinn er smám saman að komast í eðlilegt horf. Eins og sést á myndinni dró smám saman úr sveiflum í hag­ vexti eftir að verðbólgumarkmiðið var tekið upp árið 2001, þótt ekki drægi úr sveiflum í verðbólgu svo neinu nam fyrr en komið var fram á árið 2005. Áfram dró úr hagsveiflum þegar komið var fram yfir miðjan áratuginn en á sama tíma jukust sveiflur í verðbólgu á ný. Þegar fjármálakreppan skall á jukust sveiflur í verðbólgu og hagvexti verulega. Sveiflur í verðbólgu náðu hámarki snemma árs 2009 þegar staðalfrávikið var 4½% og sveiflur í hagvexti snemma árs 2010 þegar staðalfrávikið var 6%. Á síðasta tímabilinu tóku sveiflurnar hins vegar að minnka á ný. Frá ársbyrjun 2012 dró nokkuð hratt úr sveiflum í verðbólgu en sveiflur í hagvexti voru áfram miklar. Í fyrra minnkuðu sveiflur í hagvexti hins vegar einnig og á síðasta fjórðungi ársins var staðalfrávik hagvaxtar komið niður í 1,7% og staðalfrávik verðbólgu í 1,2%. Þótt staðalfrávik verðbólgu sé nú áþekkt og það var um miðjan síðasta áratug er staðalfrávik hagvaxtar minna en það hefur verið frá aldamótum. Litið til sveiflna í báðum stærðunum má því sjá að stöðugleiki í þjóðarbúskapnum hefur ekki verið eins mikill á þessari öld og hann er nú. Minnkandi sveiflur virðist ekki einungis mega rekja til þess að áhrif fjármálakreppunnar séu smám saman að fjara út, heldur virðist stöðugleikinn einnig meiri nú en fyrir fjár­ málakreppuna. Af hverju hafa sveiflur í verðbólgu og hagvexti minnkað? En hvað skýrir aukinn stöðugleika í hagvexti og verðbólgu? Hefur þeim efnahagsskellum sem þjóðarbúskapurinn verður reglulega fyrir einfaldlega fækkað eða þeir minnkað að umfangi? Gæti aukinn stöðugleiki skýrst af kerfisbreytingu í þjóðarbúskapnum sem gerir honum betur kleift að standa af sér efnahagsáföll? Eða getur verið að framkvæmd peningastefnunnar hafi batnað þannig að unnt hafi verið að auka bæði verðstöðugleika og draga á sama tíma úr hag­ sveiflum? Við fyrstu sýn virðist erfitt að halda því fram að eigna megi peningastefnunni þennan árangur, enda gefa fræðin til kynna að ef peningastefnan sé mótuð og framkvæmd á hagkvæmasta hátt geti Rammagrein I­1 Aukinn efnahagslegur stöðugleiki og þáttur peningastefnunnar 1. Nánar tiltekið fjögur jöfn 13 ársfjórðunga tímabil. Staðalfrávik ársverðbólgu og árshag­ vaxtar miðast því við 13 ársfjórðunga hreyfanlegan glugga. Niðurstöðurnar eru þær sömu ef hagsveiflur eru mældar með staðalfráviki framleiðsluspennu í stað staðalfráviks hagvaxtar. Mynd 1 Samspil sveiflna í hagvexti og verðbólgu Staðalfrávik ársbreytinga ársfjórðungstalna yfir 3 ára tímabil Staðalfrávik verðbólgu (%) Staðalfrávik hagvaxtar (%) Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 1 2 3 4 5 6 0 1 2 3 4 5 6 7 1. fj. 2001 - 1. fj. 2004 2. fj. 2004 - 2. fj. 2007 3. fj. 2007 - 3. fj. 2010 4. fj. 2010 - 4. fj. 2013 2.fj.’11 4.fj.’10 1.fj.’12 3.fj.’10 2.fj.’08 1.fj.’04 3.fj.’12 4.fj.’13 3.fj.’05 2.fj.’04

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.