Peningamál - 21.05.2014, Síða 18

Peningamál - 21.05.2014, Síða 18
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 18 II Ytri skilyrði og útflutningur Eins og vænst var náði efnahagsbatinn á heimsvísu viðspyrnu um mið­ bik síðasta árs og búist er við að hann sæki áfram í sig veðrið á næstu árum en verði þó í auknum mæli drifinn áfram af þróuðum ríkjum. Horfur um hagvöxt í helstu viðskiptalöndum Íslands eru óbreyttar frá því í febrúarhefti Peningamála. Óvissa um hagvaxtarhorfur hefur farið minnkandi, hún er þó enn nokkur og áfram eru taldar meiri líkur á að hagvexti sé ofspáð fremur en vanspáð. Verðbólga er víða undir mark­ miði og sums staðar er útlit fyrir að svo verði um nokkurt skeið, ekki síst á evrusvæðinu. Verðlækkun hrávöru og nokkur framleiðsluslaki hefur stuðlað að mjög lítilli verðbólgu í mörgum löndum. Af þessum sökum er það helsta verkefni margra seðlabanka að koma verðbólgu á ný upp í markmið. Horfur um alþjóðaviðskipti hafa vænkast. Horfur um viðskiptakjör Íslands hafa einnig batnað og er nú gert ráð fyrir því að þau batni í ár frá fyrra ári eftir að hafa rýrnað samfellt frá árinu 2010. Horfur eru einnig á meiri vexti útflutnings í ár þar sem betri horfur í ferðaþjónustu vega þyngra en minni vöxtur útflutnings á sjávarafurðum. Horfur um útflutningsvöxt á næsta ári hafa einnig batnað frá febrúarspánni. Efnahagsbatanum í helstu viðskiptalöndum Íslands óx ásmegin á seinni árshelmingi í fyrra … Batinn á evrusvæðinu hefur fest í sessi eftir að 1½ árs samfelldu samdráttarskeiði lauk á vormánuðum í fyrra (mynd II­1). Síðan hefur vöxtur innlendrar eftirspurnar í vaxandi mæli lagst á sveif með vexti utanríkisviðskipta og knúið áfram efnahagsbata. Engu að síður mæld­ ist tæplega ½% samdráttur á árinu í heild í takt við spár en landsfram­ leiðsla dróst saman í níu af sautján ríkjum svæðisins í fyrra. Meginþorra þeirra þróuðu ríkja þar sem samdráttur átti sér stað á síðasta ári var því að finna á evrusvæðinu (mynd II­2). Efnahagsbatanum í Bandaríkjunum og Bretlandi óx örar ásmegin eftir því sem leið á síðasta ár eins og vænst var og mældist hag­ vöxtur tæplega 2% í báðum ríkjum á árinu (mynd II­3). Í Japan hafa örvunaraðgerðir í ríkisfjár­ og peningamálum kynt undir hagvöxt og verðbólgu, en vöxturinn varð þó minni á síðari helmingi ársins en búist var við. Á Norðurlöndunum var mestur hagvöxtur í fyrra í Noregi, um 2%, en á bilinu ½­1½% í Danmörku og Svíþjóð, og 1½% samdráttur mældist í Finnlandi. Heilt á litið mældist 0,8% hagvöxtur í helstu við­ skiptalöndum Íslands í fyrra og eins og búist var við var vöxturinn umtalsvert sterkari á síðari árshelmingi eða 1,2% en einungis 0,5% á þeim fyrri. … og framlag þróaðra ríkja til hagvaxtar í heimsbúskapnum fer vaxandi Hagvöxtur í heimsbúskapnum var 3% í fyrra, sem er lítils háttar lækkun frá fyrra ári. Í aprílspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er gert ráð fyrir 3,6% hagvexti í ár og 3,9% vexti á því næsta. Það eru nær óbreyttar horfur frá októberspá sjóðsins en hann væntir þess að framlag þróaðra ríkja til vaxtarins í heimsbúskapnum hækki í þriðjung og að batinn nái til fleiri ríkja en áður. Eins og sjá má á mynd II­2 er búist við að þeim Heimildir: Macrobond, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd II-1 Hagvöxtur meðal viðskiptalanda Íslands og nokkurra iðnríkja 1. ársfj. 2003 - 1. ársfj. 2014 Bandaríkin Evrusvæðið Bretland Japan Viðskiptalönd Íslands -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 ‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03 Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Fjöldi ríkja < -2% -2% til -1% -1% til 0% 0 5 10 15 20 25 30 35 2015 2014 2013 2012 0% til 1% 1% til 2% > 2% Mynd II-2 Dreifing hagvaxtar meðal 35 þróaðra ríkja 1 4 13 18 1 7 10 16 7 98353 6 3 3 7 88 1. Byggt á spám 250 stofnana sem vegnar eru saman. Heimild: Consensus Forecasts. % Mynd II-3 Hagvaxtarspár fyrir árin 2014 og 20151 Ágústspá 2013 Októberspá 2013 Janúarspá 2014 Aprílspá 2014 2014 2015 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 Br et la nd Ba nd ar ík in Ja pa n Ev ru sv æ ði ð Br et la nd Ba nd ar ík in Ja pa n Ev ru sv æ ði ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.