Peningamál - 21.05.2014, Qupperneq 25

Peningamál - 21.05.2014, Qupperneq 25
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 25 Markaðsaðilar vænta óbreyttra vaxta á þessu ári Könnun Seðlabankans á væntingum markaðsaðila sem framkvæmd var um miðjan maí sl. gefur til kynna að þeir vænti þess að nafnvöxtum bankans verði haldið óbreyttum til loka þessa árs en að þeir verði hækk­ aðir á því næsta (mynd III­3). Samkvæmt niðurstöðunum vænta þeir að veðlánavextir bankans haldist óbreyttir í 6% fram á fyrsta fjórðung næsta árs en verði þá hækkaðir í 6,25% og í 6,5% eftir tvö ár líkt og í febrúar sl. Mat á framvirkum vaxtaferli gefur hins vegar til kynna að markaðsaðilar vænti þess að vextir bankans verði hækkaðir um 0,25 pró­ sentur á þessu ári og um 0,25 prósentur til viðbótar á fyrri helmingi þess næsta og verði þá 6,5% (mynd III­3).1 Það eru 0,25 prósentum lægri vextir en þeir væntu í byrjun febrúar sl. en svipaðir og í nóvember í fyrra. Vextir verðtryggðra skuldabréfa hafa hækkað í takt við raunvexti Seðlabankans Ávöxtunarkrafa lengri verðtryggðra ríkis­ og íbúðabréfa er svipuð og við útgáfu Peningamála í febrúar en um 0,2­0,9 prósentum hærri en í byrjun nóvember sl. og hefur hún á undanförnum mánuðum ekki verið hærri frá árinu 2011 sem endurspeglar að einhverju leyti fyrrnefnda hækkun raunvaxta Seðlabankans (mynd III­4). Að hluta kann þróunin einnig að skýrast af væntingum markaðsaðila um aukið framboð verðtryggðra bréfa vegna fyrirhugaðrar sölu Eignasafns Seðlabankans (ESÍ) sem tilkynnt var undir lok síðasta árs en framboð verðtryggðra skuldabréfa hefur verið lítið á undanförnum misserum. Að auki kann hækkun kröfunnar að endurspegla aukið áhættuálag á skuldbindingar ríkis­ og Íbúðalánasjóðs m.a. vegna óvissu um áhrif aðgerða stjórnvalda í skuldamálum heimila á efnahagsumsvif og óvissu um framtíðarskipan Íbúðalánasjóðs, en í nýlegri skýrslu verk­ efnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála, sem félags­ og hús­ næðismálaráðherra skipaði, er lagt til að verulegar breytingar verði gerðar á starfsemi sjóðsins.2 1. Vísbendingar sem vaxtaferillinn gefur um væntingar markaðsaðila um næstu vaxta­ ákvarðanir eru óvissari en ella vegna vandamála við mælingu á stysta enda vaxtarófsins. Þá eru ríkisbréf á gjalddaga innan tveggja ára ekki notuð við matið þar sem verðlagning þeirra er talin skekkt vegna áhrifa gjaldeyrishafta. Sjá nánari umfjöllun í rammagrein III­1 í Peningamálum 2013/4. 2. Lagt er til að Íbúðalánasjóður hætti lánveitingum samkvæmt núverandi fyrirkomulagi og að starfsemi hans verði skipt upp, annars vegar í nýtt húsnæðislánafélag í eigu ríkisins en án ríkis ábyrgðar og hins vegar verði félagslegu hlutverki sjóðsins, ásamt öðrum þáttum sem snúa að framkvæmd húsnæðisstefnu stjórnvalda, fundinn farvegur í núverandi stofnana­ umhverfi eða með nýrri stofnun húsnæðismála. Þá er lagt til að núverandi lánasafn Íbúða­ lánasjóðs verði látið renna út. Núverandi Breyting frá Breyting frá aðhaldsstig PM 2014/1 PM 2013/2 Raunvextir miðað við:1 (16. maí 2014) (7. febrúar 2014) (10. maí 2013) Ársverðbólgu 3,0 0,8 1,0 verðbólguvæntingar fyrirtækja til eins árs 2,3 0,9 1,5 verðbólguvæntingar heimila til eins árs 1,3 1,0 1,0 verðbólguv. markaðsaðila til eins árs2 2,2 0,2 0,9 verðbólguv. á fjármálamarkaði til eins árs3 2,7 0,7 0,4 verðbólguspá Seðlabankans4 2,4 ­0,3 0,1 Meðaltal 2,3 0,5 0,8 1. Miðað við meðaltal innlánsvaxta og hámarksvaxta á innstæðubréfum með 28 daga binditíma sem virka nafnvexti Seðlabankans. 2. Út frá könnun á væntingum markaðsaðila. Þessi könnun var fyrst framkvæmd um miðjan febrúar 2012. 3. Verðbólguálag til eins árs út frá mismun óverðtryggða og verðtryggða vaxtarófsins (5 daga hlaupandi meðaltal). 4. Spá Seðlabanka um ársverðbólgu eftir fjóra ársfjórðunga. Tafla III­1 Taumhald peningastefnunnar (%) Mynd III-3 Veðlánavextir, framvirkir vextir1 og væntingar markaðsaðila um veðlánavexti2 Daglegar tölur 1. janúar 2011 - 30. júní 2017 % Veðlánavextir SÍ PM 2014/2 (miður maí 2014) PM 2014/1 (byrjun febrúar 2014) PM 2013/4 (lok október 2013) Væntingar markaðsaðila (miður maí 2014) 1. Við mat á vaxtaferlinum er notast við vexti á millibankamarkaði og vexti ríkisbréfa. Ríkisbréf á gjalddaga innan tveggja ára eru þó ekki notuð þar sem verðlagning þeirra er talin vera skekkt vegna áhrifa gjaldeyrishafta. 2. Miðað við miðgildi svara í könnun Seðlabanka Íslands á væntingum markaðsaðila dagana 12.-14. maí 2014. Heimild: Seðlabanki Íslands. 4,0 4,5 5,0 5,5 6,0 6,5 7,0 7,5 2011 2012 2013 2014 2015 2016 ‘17 % Mynd III-4 Ávöxtunarkrafa verðtryggðra skuldabréfa Daglegar tölur 2. janúar 2009 - 16. maí 2014 Heimild: Seðlabanki Íslands. HFF150224 HFF150434 HFF150644 RIKS 21 0414 0 1 2 3 4 5 6 7 201120102009 2012 2013 ‘14 % Mynd III-5 Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra skuldabréfa Daglegar tölur 2. janúar 2009 - 16. maí 2014 Heimild: Seðlabanki Íslands. RIKB 13 0517 RIKB 14 0314 RIKB 15 0408 RIKB 16 1013 RIKB 19 0226 RIKB 20 0205 RIKB 22 1026 RIKB 25 0612 RIKB 31 0124 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 201120102009 ‘1420132012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.