Peningamál - 21.05.2014, Síða 28

Peningamál - 21.05.2014, Síða 28
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 28 Þótt vöxtur peningamagns hafi verið nokkur undanfarið hefur hann verið í ágætu samræmi við vöxt nafnvirðis landsframleiðslunnar eftir nokkru hægari vöxt frá síðari hluta 2012 (mynd III­11). Raunvirði peningamagns hefur vaxið að undanförnu eftir að hafa dregist saman meginhluta síðustu fjögurra ára. Ef þróunin hér á landi er borin saman við samdráttarskeið í öðrum OECD­ríkjum sést að hér hefur sam­ dráttur raunvirðis peningamagns í kjölfar núverandi fjármálakreppu varað lengur. Nánar er fjallað um þróun peningamagns á Íslandi í rammagrein III­1. Eins og rakið er í rammagreininni virðist þróun pen­ ingamagns á síðustu árum í stórum dráttum í samræmi við það sem sögulegt samband peningamagns og ákvörðunarþátta peningaeftir­ spurnar segir til um. Útlánastofn til heimila og fyrirtækja hefur lítið breyst Undir lok síðasta árs yfirtók Arion banki hf. einstaklingslán sem höfðu verið í eigu Dróma hf. og Hildu ehf., dótturfélags Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. (ESÍ), sem hluta af uppgjöri milli þessara aðila. Leiddi það til talsverðrar aukningar í útlánastofni innlánsstofnana án þess að um raunverulega útlánaaukningu væri að ræða þar sem lánasöfnin höfðu ekki verið talin með í reikningum innlánsstofnana. Miðað við bókfært virði hefur gengis­ og verðlagsleiðréttur heildar­ stofn útlána innlánsstofnana til heimila aukist um rúmlega 9½% á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við sama fjórðung í fyrra en rúmlega 2½% ef stofninn er leiðréttur fyrir þeirri aukningu sem varð vegna yfirtökunnar (mynd III­12). Áframhaldandi aukning hefur verið á óverðtryggðum lánum en á móti hefur stofn gengisbundinna lána og yfirdráttarlána dregist saman. Að útlánum Íbúðalánasjóðs og líf­ eyrissjóða meðtöldum héldu heildarútlán til heimila hins vegar áfram að dragast saman milli ára. Gengis­ og verðlagsleiðréttur útlánastofn innlánsstofnana og Íbúðalánasjóðs til fyrirtækja, annarra en eignarhaldsfélaga, dróst lítil­ lega saman milli ára á fyrsta fjórðungi ársins. Sem fyrr skýrist minnkun stofnsins að stærstum hluta af samdrætti í stofni gengisbundinna og verðtryggðra lána innlánsstofnana en stofn óverðtryggðra lána og yfirdráttarlána hefur stækkað. Hægt hefur á nýjum útlánum til heimila … Ný útlán innlánsstofnana til heimila voru um 45,8 ma.kr. á fyrsta fjórð­ ungi ársins eða um 2% minni en á sama fjórðungi í fyrra (mynd III­ 13). Stærstur hluti nýrra útlána hefur verið verðtryggður eða um 55%, en um 39% verið óverðtryggð lán. Uppgreiðslur eldri lána hafa jafn­ framt að stærstum hluta verið á verðtryggðum lánum og hafa heimilin því hugsanlega verið að nýta sér hagstæða vaxtaþróun verðtryggðra húsnæðislána og lægri raunvexti óverðtryggðra lána á undanförnum árum. Stærstur hluti bæði nýrra verðtryggðra lána og lána sem hafa verið greidd upp hefur verið íbúðalán með föstum vöxtum. Hrein ný útlán, þ.e. ný útlán að frádregnum uppgreiðslum, til heimila námu um 10,4 ma.kr. á fjórðungnum sem er um 8,5% minni útlánaaukning en á sama fjórðungi árið áður og um 30% minni en að meðaltali í fyrra. Sem fyrr hefur stærstur hluti hreinna nýrra útlána verið óverðtryggð lán. Námu þau um 6,7 ma.kr. á fyrsta fjórðungi ársins en hrein ný Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-12 Framlag til útlánavaxtar1 innlánsstofnana, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs til heimila og fyrirtækja2 1. ársfj. 2010 - 1. ársfj. 2014 1. Leiðrétt er fyrir áhrifum verðlags- og gengisbreytinga á stofn verð- og gengistryggðra lána. Útlán innlánsstofnana eru metin á bókfærðu virði. 2. Eignarhaldsfélög eru ekki meðtalin. 3. Leiðrétt fyrir yfirtöku Arion banka hf. á einstaklingslánum Dróma hf. og Hildu ehf. Heimild: Seðlabanki Íslands. Gengisbundin skuldabréf Verðtryggð skuldabréf Óverðtryggð skuldabréf Yfirdráttur Annað Útlánastofn Útlánastofn - leiðréttur3 -20 -15 -10 -5 0 5 10 2013 ‘14201220112010 Ma.kr. Mynd III-13 Ný útlán innlánsstofnana til heimila og uppgreiðslur eldri lána Janúar 2013 - mars 2014 Heimild: Seðlabanki Íslands. Óverðtryggð Verðtryggð Í erlendum gjaldmiðlum Eignaleigusamningar Hrein ný útlán -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 25 20142013 Ný útlán Uppgreiðslur Ma.kr. Mynd III-14 Ný útlán innlánsstofnana til fyrirtækja og uppgreiðslur eldri lána1 Janúar 2013 - mars 2014 1. Eignarhaldsfélög eru ekki meðtalin. Heimild: Seðlabanki Íslands. Óverðtryggð Verðtryggð Í erlendum gjaldmiðlum Eignaleigusamningar Hrein ný útlán -100 -80 -60 -40 -20 0 20 40 60 80 100 20142013 Ný útlán Uppgreiðslur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.