Peningamál - 21.05.2014, Page 37

Peningamál - 21.05.2014, Page 37
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 37 vísbendingar höfðu gefið til kynna. Ágætur vöxtur kaupmáttar ráð­ stöfunartekna, bætt eiginfjárstaða heimila og minna atvinnuleysi gáfu tilefni til að búast við meiri vexti einkaneyslu en tölur Hagstofunnar sýna. Ef til vill hefur óvissa í kringum skuldaaðgerðir stjórnvalda haldið aftur af neysluútgjöldum. Þá kann að skipta máli að árshækk­ un greiðslujöfnunarvísitölu fasteignaveðlána hefur verið um 7½% að jafnaði á ársfjórðungi frá miðju ári 2012 vegna minnkandi atvinnu­ leysis og umtalsverðrar hækkunar launavísitölu. Á sama tíma hefur hækkun vísitölu neysluverðs verið mun minni. Greiðslubyrði nokkurs hluta fasteignalána fylgir greiðslujöfnunarvísitölu og hefur greiðslu­ byrði þeirra lána því aukist undanfarin misseri. … en vísbendingar um kröftugan vöxt einkaneyslu í upphafi árs Vísbendingar eru um að einkaneysla hafi færst töluvert í aukana á síðustu mánuðum. Frá desember sl. hefur ársvöxtur greiðslukorta­ veltu numið rúmlega 7% að jafnaði í hverjum mánuði, nýskráningar bifreiða hafa aukist á ný og umtalsverð aukning hefur átt sér stað í sölu varanlegra neysluvara á borð við raftæki og húsgögn samkvæmt smásöluvísitölum Rannsóknarseturs verslunarinnar. Nokkur viðsnún­ ingur virðist því hafa átt sér stað því að vöxtur einkaneyslu frá því að efnahagsbatinn hófst hefur einkum verið knúinn áfram af kaupum á óvaranlegum neysluvörum og þjónustu (mynd IV­4). Þá hafa kaup á varanlegum neysluvörum verið lítil frá árinu 2008 og því líklegt að nokkur uppsöfnuð eftirspurn sé til staðar. Þá var heimild til sérstakrar útgreiðslu séreignarlífeyrissparnaðar framlengd og rýmkuð töluvert um síðustu áramót. Í síðustu Peningamálum var búist við nokkurri aukningu útgreiðslna á fyrsta ársfjórðungi af þessum völdum en sam­ kvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra var hún umtalsvert meiri en reiknað var með í spánni og nemur munurinn um 2,5 ma.kr. eða sem samsvarar 1% af ársfjórðungslegri einkaneyslu. Að teknu tilliti til helstu vísbendinga einkaneyslu er gert ráð fyrir að hún hafi vaxið um 3,5% milli ára á fyrsta fjórðungi (mynd IV­5). Búist er við áframhaldandi vexti einkaneyslu á árinu eða um 4,4% á árinu í heild. Þetta er litlu minni vöxtur en í síðustu Peningamálum. Breytingin milli spánna felst helst í því að nú er gert ráð fyrir að skuldaaðgerðir stjórnvalda komi til framkvæmda einum ársfjórðungi seinna en gengið var út frá í febrúar. Auk þess er áætlað að áhrifin á greiðslubyrði heimila verði lítillega minni en gengið var út frá í febrúar­ spánni vegna áætlana stjórnvalda um að sá hluti af þeim lánum sem eru í greiðslujöfnun og ekki er nú greitt af verði felldur niður áður en kemur til niðurfellingar þess hluta sem greitt er af. Á móti þessu vegur að meiri lækkun húsnæðislána verður möguleg með skattfrjálsri nýt­ ingu séreignarsparnaðar en upphaflega var lagt til í skuldaaðgerðum stjórnvalda gangi tillögur þess efnis fram. Þar að auki virðist vöxtur einkaneyslu í upphafi árs heldur sterkari en spáð var í febrúar. Spáð er að einkaneysla vaxi umtalsvert á næsta ári en að hægi á vextinum á seinni hluta spátímans Gert er ráð fyrir áframhaldandi vexti atvinnu á næsta ári og um 2½% aukningu kaupmáttar launa og álíka mikilli aukningu kaupmáttar ráðstöfunartekna. Spáð er 4,3% vexti einkaneyslu eða nokkru meiri vexti en sem nemur vexti ráðstöfunartekna (mynd IV­6). Hækkun Mynd IV-4 Þróun einkaneyslu og framlag helstu undirliða hennar 2006-2013 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Varanlegar neysluvörur Óvaranlegar neysluvörur Þjónusta Hálfvaranlegar neysluvörur Útgjöld Íslendinga erlendis og aðrir liðir Einkaneysla -20 -15 -10 -5 0 5 10 ‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06 Breyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-5 Þróun einkaneyslu, dagvöruveltu og greiðslukortaveltu 1. ársfj. 2003 - 1. ársfj. 20141 Breyting frá fyrra ári (%) Einkaneysla Dagvöruvelta Debet- og kreditkortavelta einstaklinga -30 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 ‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03 1. Tölur yfir einkaneyslu ná einungis fram til 4. ársfjórðungs 2013. Heimildir: Hagstofa Íslands, Rannsóknarsetur verslunarinnar, Seðlabanki Íslands. Mynd IV-6 Einkaneysla og kaupmáttur ráðstöfunartekna 2000-20161 1. Grunnspá Seðlabankans um einkaneyslu 2014-2016 og kaupmátt ráðstöfunartekna 2013-2016. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 Kaupmáttur ráðstöfunartekna Einkaneysla ‘14 ‘16‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.