Peningamál - 21.05.2014, Qupperneq 38

Peningamál - 21.05.2014, Qupperneq 38
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 38 eignaverðs mun styðja við vöxt einkaneyslunnar og auður heimila eykst enn frekar vegna lækkunar skulda í tengslum við aðgerðir stjórnvalda (sjá viðauka 2 í Peningamálum 2014/1). Árið 2016 eykst einkaneysla síðan um tæp 3%. Gangi spáin eftir verður hlutfall einkaneyslu af landsframleiðslu komið í 54% árið 2016. Það er lágt hlutfall samanborið við meðaltal síðustu þrjátíu ára, sem er nær 58%, en í ágætu samræmi við það sem talið er að samrýmist sjálfbærum ytri jöfnuði þjóðarbúsins. Samneysla jókst í fyrra eftir samdrátt í fjögur ár og gert er ráð fyrir að svo verði áfram á næstu tveimur árum Nauðsynleg aðlögun opinberra fjármála hefur sett svip sinn á þróun efnahagsmála í kjölfar fjármálakreppunnar. Skattar hafa hækkað og samneyslan dregist saman. Kaflaskil urðu þó í fyrra þegar samneyslan jókst um ríflega 1% og fjárfesting hins opinbera um tæplega 12% eftir að hafa dregist saman í fimm ár þar á undan. Samanlagt framlag samneyslu og fjárfestingar hins opinbera til innlendrar eftirspurnar var því jákvætt í fyrsta sinn frá því að aðhaldsaðgerðir hins opinbera hófust vegna fjármálakreppunnar (mynd IV­7). Búist er við að það verði áfram jákvætt í ár og út spátímann. Gert er ráð fyrir tæplega 1% ársvexti samneyslu á tímabilinu, sem er nokkru meira en búist var við í síðustu spá. Spáð er tæplega 10% vexti fjárfestingar hins opinbera í ár en um 1½% vexti á því næsta. Fjárfestingin er síðan talin dragast saman árið 2016 en þá er m.a. áætlað að framkvæmdum við Vaðlaheiðargöng ljúki. Nánar er fjallað um opinber fjármál í kafla V. Fjárfesting atvinnuvega meiri í fyrra en gert var ráð fyrir … Á síðasta ári dróst atvinnuvegafjárfesting saman um liðlega 10%. Samdrátturinn skýrist fyrst og fremst af neikvæðum grunnáhrifum þar sem fjárfesting í skipum og flugvélum var mun minni í fyrra en árið áður. Sé litið fram hjá henni jókst atvinnuvegafjárfesting um 3,5% frá fyrra ári. Sviptingar í fjárfestingu í skipum og flugvélum hafa afar tak­ mörkuð áhrif á hagvöxt þar eð fjárfestingin kemur einnig fram í vöru­ innflutningi. Samdráttur í atvinnuvegafjárfestingu í heild sinni í fyrra gefur því ekki fyllilega rétta mynd af framlagi hennar til hagvaxtar. Stóriðjutengd fjárfesting dróst saman um tæplega fjórðung á árinu en það skýrist einkum af sölu höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur, sem lækkar stóriðjutengda fjárfestingu en eykur almenna atvinnuvegafjár­ festingu á móti og hefur því engin áhrif á fjárfestingu í heild eða hag­ vöxt. Samdráttur atvinnuvegafjárfestingar var tæplega 2 prósentum minni en gert var ráð fyrir í febrúarspá bankans en fjárfestingarumsvif atvinnuvega utan stóriðju, skipa og flugvéla var heldur meiri en spáð var í febrúar.3 … og útlit er fyrir umtalsvert meiri vöxt atvinnuvegafjárfestingar á þessu ári Útlit er fyrir mun meiri vöxt atvinnuvegafjárfestingar í ár en gert var ráð fyrir í febrúarspánni. Þar leggjast á eitt breytingar í áætlunum um stóriðjutengda fjárfestingu, meiri fjárfestingu í skipum og flugvélum 3. Eins og rakið er í rammagrein IV­1 er líklegt að gjaldeyrisútboð Seðlabankans hafi stutt við fjárfestingarumsvif að einhverju marki. 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2016. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Br. frá fyrra ári (%) Mynd IV-7 Samneysla og fjárfesting hins opinbera 2010-20161 Samneysla (v. ás) Fjárfesting hins opinbera (v. ás) Opinber útgjöld í ráðstöfunaruppgjöri (h. ás) Framlag til hagvaxtar (prósentur) -2,0 -1,6 -1,2 -0,8 -0,4 0,0 0,4 2016201520142013201220112010 0,8 -7,5 -6,0 -4,5 -3,0 -1,5 0,0 1,5 3,0 1. Vísbendingarnar sem horft er til eru innflutningur fjárfestingarvöru án innflutnings skipa og flugvéla á föstu verði og svör við fjórum spurningum úr könnun Capacent Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins. Þær spurningar snúa að mati stjórnenda á efnahagshorfum til sex mánaða, hvernig þeir telja innlenda eftirspurn eftir vörum eða þjónustu þeirra fyrirtækis munu þróast á næstu 6 mánuðum, hvort þeir telji fjárfestingu þeirra fyrirtækis munu aukast á líðandi ári samanborið við fyrra ár og hvort framlegð fyrirtækisins muni aukast milli ára. Við matið á bilinu eru allar stærðirnar endurskalaðar þannig að þær hafi sama meðaltal og staðalfrávik og fjárfestingin. Skyggða svæðið sýnir tveggja fjórðunga hreyfanlegt meðal- tal vísbendinga fjárfestingar tafið um tvo ársfjórðunga. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF Mynd IV-8 Vísbendingar um atvinnuvegafjárfestingu 1. ársfj. 2007 - 3. ársfj. 2014 Atvinnuvegafjárfesting án skipa og flugvéla Efri og neðri mörk vísbendinga um atvinnuvegafjár- festingu1 0 5 10 15 20 25 30 2007 2008 2010 2012 ‘142009 2011 2013 Mynd IV-9 Fjárfesting í hlutfalli af VLF 2008-20161 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2016. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF Atvinnuvegafjárfesting PM 2014/2 Atvinnuvegafjárfesting PM 2014/1 Heildarfjárfesting PM 2014/2 Heildarfjárfesting PM 2014/1 0 5 10 15 20 25 201620152014201320122011201020092008
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.