Peningamál - 21.05.2014, Side 42

Peningamál - 21.05.2014, Side 42
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 42 Helstu vísbendingar um íbúðafjárfestingu gefa til kynna að vöxtur hennar muni áfram færast í aukana (mynd IV­10): ný talning Samtaka iðnaðarins frá því í mars leiðir í ljós að um 2 þúsund íbúðir séu í byggingu á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir sem er um 450 fleiri íbúðir en á sama tíma í fyrra. Tæplega 900 íbúðir eru fokheldar eða lengra komnar. Sementssala að frádreginni sölu til stóriðjufyrir­ tækja jókst um þriðjung í fyrra og áþekkur vöxtur var á fyrsta fjórðungi þessa árs. Innflutningur steypustyrktarjárns jókst einnig umtalsvert frá fyrra ári. Upplýsingar frá Vinnueftirlitinu sýna ennfremur að skoð­ uðum byggingarkrönum hefur fjölgað um 15% á sama tímabili. Í spánni er gert ráð fyrir um tæplega fjórðungs vexti íbúðafjárfestingar á þessu ári, sem er heldur meira en í síðustu spá. Á næstu tveimur árum er búist við um 17% vexti að meðaltali hvort ár. Árið 2016 verður hlutfall íbúðafjárfestingar því um 4,3% af landsframleiðslu sem er litlu lægra en þrátíu ára meðaltal þess. Heildarfjárfesting eykst á spátímanum en verður þó enn undir langtímameðaltali sínu í lok spátímabilsins Á síðasta ári dróst fjárfesting í heild saman um 3,4%, sem er um einni prósentu minni samdráttur en búist var við í febrúar. Eins og fyrr segir endurspeglar samdrátturinn að miklu leyti minni fjárfestingu í skipum og flugvélum en árið áður og jókst fjárfesting án skipa og flugvéla um rúm 6% frá fyrra ári. Gert er ráð fyrir 19% vexti fjárfestingar í ár, sem er veruleg aukning frá febrúarspánni þar sem búist var við 5,4% aukn­ ingu og má rekja hana til allra undirliða fjárfestingar þótt mestu muni um áðurnefndan þátt atvinnuvegafjárfestingar. Fjárfestingarumsvif fyrirtækja leggja einnig mest af mörkum ásamt íbúðafjárfestingu til þess 15½% vaxtar sem gert er ráð fyrir í heildarfjárfestingu á næsta ári (mynd IV­11). Búist er við aðeins minni vexti árið 2016 sem stafar einkum af minni umsvifum í stóriðju en árið áður. Fjárfesting nam 13,6% af landsframleiðslu í fyrra en gangi spáin eftir mun hlutdeildin hækka í rúm 18% undir lok spátímabilsins (mynd IV­9), sem er tæp­ lega 2 prósentum undir meðalhlutdeild síðustu þrjátíu ára og skýrist fyrst og fremst af lítilli fjárfestingu hins opinbera á spátímanum. Þjóðarútgjöld taka við sér Áætlað er að þjóðarútgjöld aukist um 5,6% í ár en í fyrra stóðu þau nánast í stað milli ára. Árið í ár markar einnig viss tímamót þar sem nú leggjast allir útgjaldaliðir á eitt í fyrsta skipti frá því að efnahags­ kreppan skall á: útgjöld heimila, fyrirtækja og hins opinbera (mynd IV­12). Kröftugur vöxtur einkaneyslu og fjárfestingar knýja einnig mikinn vöxt þjóðarútgjalda á næsta ári. Framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar verður neikvætt út spátímann þrátt fyrir ágætan vöxt útflutnings Eins og kemur fram hér að framan var hagvöxtur síðasta árs að mestu leyti knúinn áfram af jákvæðu framlagi utanríkisviðskipta. Búist er við að framlag þjónustujafnaðar verði áfram jákvætt á þessu ári þótt það minnki nokkuð frá fyrra ári (mynd IV­13). Hins vegar er gert ráð fyrir neikvæðu framlagi vöruviðskipta vegna aukningar í fjárfestingu skipa og flugvéla og samdrætti í útflutningi sjávarafurða. Heilt á litið er gert ráð fyrir að framlag utanríkisviðskipta verði neikvætt um 1,5 prósentur 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2016. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (prósentur) Mynd IV-13 Framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar 2010-20161 Vöruviðskipti Þjónustuviðskipti Utanríkisviðskipti -3 -2 -1 0 1 2 3 4 2016201520142013201220112010 1. Grunnspá Seðlabankans fyrri hluta 2014 - fyrri hluta 2017. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Mynd IV-14 Hagvöxtur eftir árshlutum1 1. árshl. 2007 - 1. árshl. 2017 Breyting milli árshluta á ársgrundvelli (árstíðarleiðréttar tölur Seðlabankans) Breyting VLF frá sama árshluta fyrra árs -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 ‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07 1. Grunnspá Seðlabankans 2014 2016. Heimildir: Hagstofa Íslands, Macrobond, Seðlabanki Íslands. Breyting milli ára (%) Mynd IV-15 Hagvöxtur á Íslandi og í helstu viðskiptalöndum 2008-20161 Ísland Helstu viðskiptalönd -8 -6 -4 -2 0 2 4 201620152014201320122011201020092008

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.