Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 47

Peningamál - 21.05.2014, Blaðsíða 47
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 47 heildar­ og frumjöfnuði árið 2016 0,4% og 3,5% af landsframleiðslu hvor um sig (mynd V­2). Þrátt fyrir að markmið efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda hafi ekki gengið fyllilega eftir er afgangur á frumjöfnuði í ár með því mesta sem þekkist meðal þróaðra ríkja (mynd V­3). Helstu óvissuþættir opinberra fjármála í ár eru m.a. fjármögnun skuldalækkunaraðgerða stjórnvalda, útgjaldaþrýstingur vegna launa­ hækkana og aukins vinnumagns og útgjaldaþrýstingur vegna sveitar­ stjórnarkosninga. Samið um framlengingu á skuldabréfi í eigu Seðlabankans Í fjárlögum ársins í ár var gert ráð fyrir að ákvæði skuldabréfs sem ríkissjóður gaf út til að styrkja eigið fé Seðlabankans í kjölfar veðtapa sem bankinn varð fyrir við fall fjármálafyrirtækja yrði breytt þannig að ríkissjóður greiddi ekki 11 ma.kr. vaxtakostnað af því. Skuldabréfið var upphaflega til fimm ára og var verðtryggt með 2,1% raunvöxtum en samkvæmt frumvarpinu átti að breyta skilmálum þess, framlengja það til tuttugu ára, gera það óverðtryggt og án nafnvaxta. Þessi fyrirætlan varð til þess að fjárhagsleg samskipti Seðlabanka Íslands og fjármála­ og efnahagsráðuneytisins voru tekin til endurskoðunar. Niðurstöðuna má sjá í frumvarpi sem fjármála­ og efnahagsráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Samkvæmt frumvarpinu tekur Seðlabankinn ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar til ríkissjóðs á grundvelli mats á æskilegri eigin­ fjárstöðu bankans og þriggja ára afkomuspá. Tilgangur frumvarpsins er að treysta fjárhagslegt sjálfstæði Seðlabankans og auðvelda honum að hrinda í framkvæmd nauðsynlegum aðgerðum til að ná þeim mark­ miðum sem bankanum eru sett á sviði verð­ og fjármálastöðugleika. Í samningi sem gerður var um sl. áramót milli ríkissjóðs og Seðlabankans um framlengingu á skuldabréfinu sem þá var á gjald­ daga var kveðið á um að samhliða tillögum um breytt fyrirkomulag fjárhagslegra samskipta bankans og ríkissjóðs skyldi samið um skilmála skuldabréfsins. Samkomulag hefur náðst og felur það m.a. í sér að skuldabréfið muni bera óverðtryggða vexti sem taka mið af innláns­ vöxtum Seðlabankans, sem eru nú 5%, og að það verður með föstum afborgunarkjörum til 29 ára. Samkvæmt frumvarpinu eru áhrifin á fjárhag ríkissjóðs þau að hægt verður að lækka stöðu innborgaðs eigin fjár um 26 ma.kr. vegna stofnfjárloforðs ríkisins um innkallanlegt eigið fé,1 sem getur numið allt að 3% af landsframleiðslu. Með þeim fjármunum má greiða inn á skuldabréfið sem endursamið hefur verið um og við það minnkar vaxtakostnaður um 1,3 ma.kr. og skuldsetning ríkissjóðs lækkar um nálægt 1,5% af landsframleiðslu. 1. Samkvæmt samkomulaginu á ríkissjóður að fjármagna innkallanlegt eigið fé Seðlabankans með markaðshæfum skuldabréfum sem Seðlabankinn getur innleyst í því skyni að uppfylla eiginfjárreglu laganna og getur þetta innkallanlega eigið fé numið allt að 3% af vergri landsframleiðslu. Innkallanlegt eigið fé gerir Seðlabankanum m.a. kleift að auka eigið fé sitt með innköllun í samræmi við eiginfjárreglur án þess að þurfa að semja við ríkissjóð um það fyrst. Þetta er hagstæð fjárhagsráðstöfun fyrir ríkissjóð þar sem fjármagn er ekki bundið í Seðlabankanum á sama tíma og ekki er hægt með rökum að draga í efa að bankinn hafi aðgang að þessu fjármagni sem eigin fé. Þar að auki kemur fjármögnun ríkissjóðs á inn­ kallanlegu eigin fé með markaðshæfum skuldabréfum ekki fram sem aukin skuld ríkissjóðs fyrr en bréfin eru virkjuð. Tekjur (v. ás) Gjöld (v. ás) Heildarjöfnuður (h. ás) Frumjöfnuður (h. ás) Mynd V-2 Fjármál hins opinbera 2000-20161 % af VLF % af VLF 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2016. Á rekstrargrunni. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 38 40 42 44 46 48 50 52 54 56 58 60 -14 -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 ‘16‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00 Mynd V-3 Frumjöfnuður nokkurra þróaðra ríkja árið 2014 % af VLF Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (2013). Fiscal Monitor, apríl 2014. -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 Ja pa n Br et la nd Ba nd ar ík in Sp án n K an ad a Fr ak kl an d D an m ör k Sv íþ jó ð Ír la nd Po rt úg al G rik kl an d Þý sk al an d Ít al ía Ís la nd Si ng ap úr N or eg ur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.