Peningamál - 21.05.2014, Síða 56

Peningamál - 21.05.2014, Síða 56
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 56 þeim sem hafa verið lengi án vinnu. Þær virðast einnig hafa skilað sér í töluverðri fækkun langtímaatvinnulausra undanfarin tvö ár eins og sést á mynd VI­4 og skýrist fækkun atvinnulausra í fyrra nánast alfarið af fækkun langtímaatvinnulausra.2 Langtímaatvinnulausir virðast ekki eiga erfiðara með að finna vinnu en þeir sem hafa verið atvinnulausir skemur Samkvæmt fyrrgreindri könnun virðast þeir sem hafa verið lengur atvinnulausir ekki eiga erfiðara með að finna vinnu en þeir sem hafa verið atvinnulausir um skemmri tíma. Þannig höfðu um 70% þeirra sem misstu vinnuna á árunum 2008­2009 fengið vinnu þegar könn­ unin var gerð og aðeins rúmlega 5% þeirra voru enn í atvinnuleit (mynd VI­3). Hlutfallið var nánast það sama hjá þeim sem misstu vinnuna á árunum 2010­2011. Hins vegar höfðu aðeins 45% þeirra sem misstu vinnuna á árunum 2012­2013 fengið vinnu en um 30% þeirra voru enn í atvinnuleit.3 Skerðing mannauðs sem jafnan fylgir langvarandi atvinnuleysi ætti ekki að vera orðin íþyngjandi hjá þessum hópi en hluti af skýringunni á því hvers vegna svona stór hluti hans er enn í atvinnuleit gæti verið að hvati til vinnu sé minni á meðan viðkomandi á rétt á atvinnuleysisbótum. Önnur skýring gæti verið að einhverjir í þessum hópi hefðu í raun verið lengur atvinnulausir því að flokkað er eftir því hvenær viðkomandi missti síðast vinnuna. Vinnuaflseftirspurn meiri en gert var ráð fyrir í febrúar Samkvæmt niðurstöðum VMK var vinnuaflseftirspurn á fyrsta fjórð­ ungi ársins heldur meiri en gert var ráð fyrir í febrúarspánni. Þá var spáð 2,5% fjölgun heildarvinnustunda milli ára en í reynd fjölgaði þeim um 3% (mynd VI­5). Sem fyrr er meginskýring fjölgunar heildar­ vinnustunda að starfandi fólki fjölgaði en meðalvinnutími jókst einnig um 0,9%. Hlutfall starfandi af heildarvinnuafli jókst því um ½ prósentu milli ára og hefur hækkað um 1,8 prósentur frá því að það varð lægst á fyrsta ársfjórðungi 2011. Þetta er meiri hækkun en sést að jafnaði meðal annarra OECD­ríkja (mynd VI­6). Batinn á innlendum vinnumarkaði hefur einnig verið kröftugri hér sé litið til þróunar atvinnuleysis. Atvinnuþátttaka eykst á ný en mismikið eftir aldurshópum og búsetu Hluti þeirra sem misstu vinnu í kjölfar fjármálakreppunnar yfirgaf vinnumarkaðinn, fór í nám eða flutti úr landi. Atvinnuþátttaka minnkaði því nokkuð en mismikið eftir hópum (mynd VI­7). Mest minnkaði hún hjá körlum og á samdráttur í byggingageiranum líklega stóran þátt þar í og líklegt er að margir í þeim geira hafi flutt úr landi. Atvinnuþátttaka minnkaði einnig verulega í yngsta aldurshópnum, eins og jafnan gerist, en rétt er að hafa í huga að atvinnuþátttaka 2. Hér er miðað við tölur VMK sem taka einnig með þá sem hafa misst bótarétt. 3. Túlkun talnanna er nokkrum vandkvæðum bundin þar sem spurt er hvenær fólk missti vinnuna síðast. Sumir gætu í raun hafa verið atvinnulausir lengur en fengið tímabundið starf í millitíðinni. Þetta virðist eiga við um hluta hópsins því að 20% þeirra sem urðu síðast atvinnulausir á árunum 2012­2013 hafa misst bótarétt sinn. Einnig gætu þeir sem misstu vinnuna fyrst á árunum 2008­2011 í raun hafa fengið vinnu fljótlega. Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VI-5 Breytingar á atvinnu og vinnutíma 1. ársfj. 2004 - 1. ársfj. 2014 Breyting frá fyrra ári (%) Fjöldi starfandi Meðalvinnutími Heildarvinnustundir -15 -10 -5 0 5 10 ‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04 1. Árstíðarleiðréttar tölur. 2. Fjöldi starfandi sem hlutfall af mannfjölda 15-64 ára. 3. Fjöldi atvinnulausra sem hlutfall af vinnuafli (alþjóðlega samræmdur mælikvarði OECD). Heimild: OECD. Mynd VI-6 Hlutfall starfandi og atvinnuleysi1 1. ársfj. 2007 - 4. ársfj. 2013 % af mannfjölda 15-64 ára Ísland Bandaríkin Evrusvæðið OECD-ríki Hlutfall starfandi2 Atvinnuleysishlutfall3 % af mannafla 60 65 70 75 80 85 90 2 4 6 8 10 12 14 ‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07 1. Skv. Vinnumarkaðskönnun. 2. Þeim sem þegar hafa fengið vinnu er sleppt. Heimild: Hagstofa Íslands. Breyting frá fyrra ári (fjöldi) Mynd VI-4 Breyting í fjölda atvinnulausra eftir lengd atvinnuleysis¹ Minna en hálft ár Hálft til eitt ár Ár eða lengur Alls2 -4.000 -2.000 0 2.000 4.000 6.000 8.000 10.000 1. ársfj. ‘14 4. ársfj. ‘13 3. ársfj. ‘13 2. ársfj. ‘13 1. ársfj. ‘13 '13'12'11'10'09
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.