Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 8

Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 8
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 8 EFNAHAGSHORFUR OG HELSTU ÓVISSUÞÆTTIR Áframhaldandi fjölgun starfa en lítill framleiðnivöxtur er áhyggjuefni Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi mældist 4% á þriðja fjórðungi ársins og hafði minnkað um ½ prósentu frá sama tíma í fyrra og liðlega 4 prósentur frá því að það var hæst í kjölfar fjármálakreppunnar. Mikil fjölgun starfa skýrir minnkandi atvinnuleysi en á móti vegur að atvinnuþátttaka hefur einnig aukist talsvert og er árstíðarleiðrétt atvinnuþátttaka nú 3 prósentum meiri en hún var á síðasta fjórðungi 2011 þegar hún var minnst í kjölfar fjármálakreppunnar og nálgast nú það sem hún varð mest í byrjun árs 2007. Hlutfall starfandi hefur að sama skapi hækkað töluvert og var á þriðja fjórðungi 1½ prósentu hærra en á sama tíma í fyrra. Aðrar vísbendingar af vinnumarkaði hníga í sömu átt. Líkt og í fyrri spám bankans er gert ráð fyrir áframhaldandi bata á vinnumarkaði með minnkandi atvinnuleysi og fjölgun starfa og heildarvinnustunda. Batinn er þó talinn verða heldur hægari en í ágúst enda gert ráð fyrir meiri hækkunum launakostnaðar. Atvinnuleysi fer úr 4,4% í ár í 4% árið 2018 (mynd I-7) og heildarvinnustundum fjölgar um ríflega 2% að meðaltali á ári (mynd I-8). Hlutfall starfandi lækkar því lítillega frá núverandi hágildi. Framleiðni hefur nánast staðið í stað í fimm ár samfellt en í ár er talið að framleiðnivöxtur taki aðeins við sér og verði um 1¼% eins og spáð var í ágúst (sjá mynd I-10 hér á eftir). Gert er ráð fyrir að fram- leiðni vaxi um u.þ.b. 1% á ári á spátímanum sem er áþekkur vöxtur og að meðaltali sl. tíu ára en nokkuð undir meðalvexti framleiðni til lengri tíma litið og reynslu af fyrri bataskeiðum. Nánari umfjöllun um vinnumarkaðinn er að finna í kafla IV. Horfur á meiri framleiðsluspennu en áður var gert ráð fyrir Í takt við endurskoðun Hagstofunnar á sögulegum hagvaxtartölum er nú talið að slakinn í þjóðarbúinu á árunum 2011-2014 hafi verið tæp- lega ½ prósentu meiri á ári en fyrri tölur gáfu til kynna. Líkt og í ágúst er hins vegar talið að slakinn hafi horfið í byrjun þessa árs og meiri hagvöxtur í ár og á spátímabilinu í heild leiða til þess að heldur meiri framleiðsluspenna myndast á spátímanum en áður var spáð. Hún er talin ná hámarki í 1½% af framleiðslugetu í byrjun næsta árs og verður á svipuðu stigi fram á mitt ár 2017 en tekur þá að minnka á ný (mynd I-9). Samkvæmt spánni verður þó enn nokkur spenna til staðar í lok spátímans enda efnahagsumsvif mikil á tímabilinu. Eins og ævin- lega er mikil óvissa um hver framleiðsluspennan er á hverjum tíma og er fjallað um nokkra óvissuþætti sem tengjast matinu hér á eftir en nánar er fjallað um nýtingu framleiðsluþátta þjóðarbúsins í kafla IV. Verðbólguhorfur batna til skemmri tíma en eru óbreyttar til lengri tíma litið Verðbólga mældist 1,8% í október. Hún var enn minni eða 0,3% ef húsnæðisliður vísitölu neysluverðs er undanskilinn. Á þessa mæli- kvarða, sem og samkvæmt mismunandi mælikvörðum á undirliggjandi verðbólgu, hefur verðbólga þó þokast nokkuð upp frá því í byrjun árs. Hið sama á við um flesta mælikvarða á verðbólguvæntingar, þótt óvenju erfitt sé að túlka þróun mælikvarða á verðbólguvæntingar 1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2018. Brotalínur sýna spá frá PM 2015/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-8 Heildarvinnustundir og hlutfall starfandi 2008-20181 Breyting frá fyrra ári (%) Heildarvinnustundir PM 2015/4 (v. ás) Hlutfall starfandi PM 2015/4 (h. ás) -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 ‘18‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08 % af mannfjölda 16-74 ára 1. Grunnspá Seðlabankans 3. ársfj. 2015 - 4. ársfj. 2018. Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd I-9 Framleiðsluspenna1 1. ársfj. 2010 - 4. ársfj. 2018 % af framleiðslugetu PM 2015/4 PM 2015/3 -4 -3 -2 -1 0 1 2 ‘18‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10 1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2018. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-7 Atvinnuleysi 2008-20181 % af mannafla PM 2015/4 PM 2015/3 2 3 4 5 6 7 8 ‘18‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.