Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 58

Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 58
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 58 RAMMAGREINAR Fram til ársins 2014 hefur verið nánast regla að launahækk- anir tóku gildi í þeim mánuði sem samningurinn var undirritaður. Í samningum sem gerðir hafa verið síðan þá hefur reglan hins vegar verið að hækkanirnar taki gildi mun fyrr. Þær koma hins vegar ekki fram í launavísitölu Hagstofunnar fyrr en búið er að samþykkja kjara- samninginn og farið er að greiða eftir honum. Þegar launahækkanir á árinu eru metnar er hins vegar réttara að miða við þann tíma sem hækkanir taka gildi en ekki þann tíma sem þær koma fram í launa- vísitölunni og er það gert í mati bankans. Væri hins vegar miðað við hvenær hækkunin kemur fram í launavísitölunni yrði hækkunin milli ársmeðaltala 9% í stað 10,4%, en hækkunin milli ársmeðaltala á næsta ári yrði hins vegar meiri í staðinn eða 11,1% en ekki 9,1% eins og gert er ráð fyrir í spánni nú. Að lokum er rétt að hafa í huga að við mat á launahækkunum á árinu er ekki nóg að horfa á umsamdar prósentuhækkanir í nýj- um samningum heldur verður að horfa til þess að laun hafa þegar hækkað nokkuð á árinu, hvort sem það er vegna framkvæmdar eldri kjarasamninga eða launaskriðs. Þannig hafði launavísitalan t.d. þegar hækkað um 2,2% á árinu (frá desember 2014 til maí 2015) þegar fyrstu áhrif nýrra kjarasamninga komu fram í launavísitölunni í júní og um 4,6% ef miðað er við meðaltal ársins 2014.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.