Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 25

Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 25
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 25 PENINGASTEFNAN OG INNLENDIR FJÁRMÁLAMARKAÐIR … þrátt fyrir umtalsverð gjaldeyriskaup Seðlabankans Seðlabankinn hefur um hríð lagst gegn hækkun á gengi krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkaði en án þess þó að hindra að öllu leyti að gengið hækki. Það er í takt við yfirlýst markmið inngripanna sem er að draga úr gengissveiflum og byggja upp gjaldeyrisforða án þess að verja eitthvert ákveðið gengisstig. Hrein kaup bankans námu tæplega 115 ma.kr. á þriðja fjórðungi þessa árs og 218 ma.kr. það sem af er þessu ári. Það samsvarar 11% af landsframleiðslu síðasta árs (mynd III-10). Peningamagn og útlán Vöxtur peningamagns hefur aukist á ný Ársvöxtur víðs skilgreinds peningamagns (M3) þegar leiðrétt hefur verið fyrir innlánum innlánsstofnana í slitameðferð var um 7% á þriðja ársfjórðungi (mynd III-11).2 Vöxturinn er að mestu tilkominn vegna aukningar í innlánum annarra fjármálastofnana en innláns- stofnana og heimila. Einnig má greina lítils háttar aukningu í innlánum atvinnufyrirtækja. Vöxtur M3 er því tekinn að aukast á ný eftir að það hægði á vextinum er leið á síðasta ár og fram á fyrsta ársfjórðung þessa árs. Grunnfé hefur einnig aukist það sem af er ári. Ársvöxtur þess miðað við tólf mánaða hreyfanlegt meðaltal var í september 11,9% en 3,2% að meðtöldum bundnum innlánum (sem gefur betri mynd af framlagi Seðlabankans til breytinga á lausu fé í umferð). Aukningu á grunnfé undanfarið ár má að mestu rekja til aukningar innstæðna innlánsstofnana í Seðlabankanum en auk þess hafa seðlar og mynt útgefin af bankanum aukist lítillega (mynd III-12).3 Aukin útlán til heimila og fyrirtækja Gengis- og verðlagsleiðréttur heildarstofn útlána innlánsstofnana til heimila hefur aukist um ½% frá áramótum til septemberloka en dreg- ist saman um tæplega 5% að meðtöldum útlánastofni Íbúðalánasjóðs. Sé leiðrétt fyrir áhrifum skuldalækkunaraðgerða stjórnvalda fæst u.þ.b. 1% samdráttur útlánastofnsins. Nokkur óvissa er þó um þessa þróun og virðist hún ekki í takt við aðrar vísbendingar af lánamarkaði. Á fyrstu níu mánuðum ársins námu hrein ný útlán innlánsstofnana og Íbúðalánasjóðs (þ.e. ný útlán að frádregnum uppgreiðslum eldri lána) til heimila um 24 ma.kr. en að frátöldum áhrifum skuldalækkunarað- gerða stjórnvalda má gera ráð fyrir að þau hafi aukist um rúmlega 70 ma.kr. (mynd III-13).4 Þetta er veruleg aukning miðað við undanfarin tvö ár enda hafa útlán verið sögulega lág. Frá því í vor hefur jafnframt verið veitt meira af óverðtryggðum lánum en verðtryggðum og hefur stærstur hluti þeirra lána verið með föstum vöxtum til þriggja og allt að fimm ára. Væntingar um meiri verðbólgu á fyrstu mánuðum ársins 2. M3 leiðrétt með þessum hætti gefur betri mynd af greiðslugetu handhafa peninga (e. money holders) en óleiðrétt peningamagn. 3. Verulegar sveiflur eru í innstæðum lánastofnana í Seðlabankanum og getur því skipt máli hvaða vikudag mánaðamót ber upp á þar sem útboð bundinna innlána til sjö daga eru haldin vikulega og til eins mánaðar haldin mánaðarlega. 4. Mismun á breytingum á heildarstofni útlána og hreinum nýjum útlánum má að mestu skýra með reglulegum afborgunum lána. Ma.kr. % Mynd III-12 Samsetning víðs skilgreinds grunnfjár¹ Janúar 2010 - september 2015 1. Grunnfé að meðtöldum bundnum innlánum og innstæðubréfum. Heimild: Seðlabanki Íslands. Innstæðubréf (v. ás) Seðlar og mynt útgefið af Seðlabankanum (v. ás) Innstæður innlánsstofnana (v. ás) Bundin innlán innlánsstofnana (v. ás) Ársvöxtur grunnfjár (víð skilgreining) 12 mánaða hreyfanlegt meðaltal (h. ás) 0 50 100 150 200 250 300 350 201520142013201220112010 -20 -10 0 10 20 30 40 50 Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-11 Samsetning peningamagns í umferð - M3 leiðrétt1 1. ársfj. 2010 - 3. ársfj. 2015 1. Leiðrétt fyrir innlánum slitastjórna fallinna fjármálafyrirtækja. Heimild: Seðlabanki Íslands. Atvinnufyrirtæki og félagasamtök sem þjónusta heimili Fjármálageiri Sveitarfélög Heimili M3 leiðrétt M3 2012 2013 2014 201520112010 -15 -10 -5 0 5 10 15 Ma.kr. % af VLF Mynd III-10 Viðskipti Seðlabanka Íslands á millibanka- markaði með gjaldeyri 2010-2015 1. Árið 2015 miðast við VLF ársins 2014. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Kaup á erlendum gjaldeyri (v. ás) Sala á erlendum gjaldeyri (v. ás) Hrein gjaldeyriskaup sem hlutfall af VLF (h. ás)1 -25 0 25 50 75 100 125 150 175 200 225 250 275 1. jan.- 30. okt. 2015 1. jan.- 30. okt. 2014 20142013201220112010 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.