Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 22

Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 22
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 22 PENINGASTEFNAN OG INNLENDIR FJÁRMÁLAMARKAÐIR verðbólgu og verðbólguvæntingar, í 2,2% (tafla III-1). Þetta meðaltal er hins vegar um ¼ úr prósentu lægra en í lok október í fyrra þar sem verðbólguvæntingar hafa hækkað meira en nafnvextir bankans. … en aðrir markaðsvextir hafa í sumum tilfellum lækkað Miðlun vaxta bankans út í aðra vexti hefur í meginatriðum verið hnökralaus á síðustu misserum. Nýleg hækkun raunvaxta virðist hins vegar ekki hafa miðlast að öllu leyti út í aðra markaðsvexti sem sumir hverjir hafa jafnvel lækkað (mynd III-2). Kann það að vera merki um bresti í miðlun peningastefnunnar um vaxtafarveginn. Ávöxtunarkrafa á skuldabréfamarkaði hefur lækkað þrátt fyrir að peningastefnunefnd hafi hækkað vexti bankans og gefið vísbendingar um áframhaldandi hækkun þeirra. Þetta á einkum við um kröfu lengri óverðtryggðra ríkisbréfa sem hefur að undanförnu verið svipuð og meginvextir bankans (sjá umfjöllun hér á eftir). Þá hefur lækkun ávöxtunarkröfu á skuldabréfamarkaði haft áhrif til lækkunar vaxta húsnæðislána sem eru í boði hjá hluta lífeyrissjóða. Þrátt fyrir að vextir sambærilegra lána viðskiptabanka hafi í meginatriðum þróast í takt við meginvexti Seðlabankans eru merki um smitáhrif yfir í húsnæðislánavexti banka einnig farin að sjást. Raunvextir bankans eru enn hærri en í flestum öðrum iðnríkjum Raunvextir Seðlabankans eru hærri en í flestum öðrum iðnríkjum og er Ísland eina þróaða ríkið þar sem seðlabankavextir hafa verið að hækka að undanförnu (mynd III-3). Skýrist það sem fyrr af ólíkri stöðu og þróun efnahagsumsvifa hér á landi sem endurspeglast í mun minni framleiðsluslaka, meiri hagvexti, meiri verðbólgu og mun kröftugri vexti nafnútgjalda og launa. Þá virðist kjölfesta verðbólguvæntinga veikari hér á landi og ástæða til að hafa áhyggjur af því að verðbólgu- væntingar gætu hækkað hratt sem krefst enn aðhaldssamari peninga- stefnu en ella. Er það ólíkt aðstæðum í flestum öðrum iðnríkjum þar sem áhyggjur snúa fremur að því að verðbólguvæntingar fari of langt niður á við. Líkt og fjallað var um í Peningamálum í maí sl. eru vextir bankans nær vöxtum í nokkrum nýmarkaðsríkjum enda efnahagsað- stæður þar á margan hátt áþekkar. Núverandi Breyting frá Breyting frá aðhaldsstig PM 2015/3 PM 2014/4 Raunvextir miðað við:1 (30/10 ’15) (14/8 ’15) (31/10 ‘14) ársverðbólgu 3,6 0,5 0,4 verðbólguvæntingar fyrirtækja til eins árs 1,9 1,0 -0,3 verðbólguvæntingar heimila til eins árs 1,4 0,5 0,2 verðbólguv. markaðsaðila til eins árs2 1,6 0,6 -0,7 verðbólguv. á fjármálamarkaði til eins árs3 2,3 1,1 -0,8 verðbólguspá Seðlabankans4 2,1 1,6 -0,5 Meðaltal 2,2 0,9 -0,3 1. Miðað við vexti 7 daga bundinna innlána fjármálafyrirtækja í Seðlabankanum sem meginvexti bankans. 2. Út frá könnun á væntingum markaðsaðila. 3. Verðbólguálag eftir eitt ár út frá mismun óverðtryggða og verðtryggða vaxtarófsins (5 daga hlaupandi meðaltal). 4. Spá Seðlabanka um ársverðbólgu eftir fjóra ársfjórðunga. Heimild: Seðlabanki Íslands. Tafla III-1 Taumhald peningastefnunnar (%) % Mynd III-2 Raunvextir Seðlabanka Íslands og raunvextir á markaði 1. ársfj. 2010 - 4. ársfj. 20151 1. Gögn til og með 30. október 2015. 2. 5 ára vextir út frá metnum nafn- og raunvaxtaferlum. 3. Einfalt meðaltal lægstu útlánavaxta þriggja stærstu viðskiptabankanna. Vextir verðtryggðra húsnæðislána eru fastir frá 5 árum og allt upp í allan lánstímann. Heimild: Seðlabanki Íslands. Raunvextir Seðlabankans Raunvextir óverðtryggðra skuldabréfa2 Vextir verðtryggðra skuldabréfa2 Raunvextir óverðtryggðra húsnæðislána með breytilegum vöxtum3 Vextir verðtryggðra húsnæðislána3 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 201520142013201220112010 1. Miðað við núverandi ársverðbólgu. 2. Verðbólguvæntingar til 1 árs út frá könnunum meðal markaðsaðila og sérfræðinga. 3. Mat OECD fyrir önnur lönd en Ísland. Heimildir: Consensus forecasts, heimasíður viðkomandi seðlabanka, Macrobond, OECD, Seðlabanki Íslands. %, prósentur % af framleiðslugetu Mynd III-3 Raunvextir, framleiðsluspenna og frávik verðbólguvæntinga frá markmiði í nokkrum iðnríkjum Raunvextir1 Frávik verðbólguvæntinga frá markmiði2 Framleiðsluspenna 20153 Sv is s D an m ör k Ba nd ar ík in Sv íþ jó ð Ev ru sv æ ði ð K an ad a Br et la nd N ýj a- Sj ál an d Á st ra lía N or eg ur Ja pa n Ís la nd -4 -3 -2 -1 0 1 -2 -1 0 1 2 3 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.