Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 7

Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 7
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 7 EFNAHAGSHORFUR OG HELSTU ÓVISSUÞÆTTIR vaxi um u.þ.b. 4% á ári næstu þrjú ár. Þótt það sé töluverður vöxtur er það nokkuð undir vexti kaupmáttar ráðstöfunartekna og því eykst sparnaður heimila á spátímanum samkvæmt spánni. Fjárfesting jókst einnig töluvert á fyrri hluta ársins. Fjárfesting alls jókst um liðlega 21% frá sama tíma í fyrra og þar af jókst atvinnuvega- fjárfesting um 38%. Þessar tölur litast nokkuð af mikilli fjárfestingu í skipum og flugvélum en jafnvel þótt litið sé fram hjá þeirri fjárfestingu mælist töluverður þróttur í fjárfestingarumsvifum og samkvæmt nýrri fjárfestingarkönnun Seðlabankans eru horfur á að svo verði áfram. Gert er ráð fyrir að heildarfjárfesting aukist um tæp 21% í ár og um 11½% á næsta ári og að hlutfall fjárfestingar af landsframleiðslu fari úr 16,7% í fyrra í næstum 20% árið 2018. Á heildina litið er talið að þjóðarútgjöld muni aukast um 7,2% í ár og kemur þessi mikli vöxtur í kjölfar ríflega 5% vaxtar í fyrra (mynd I-5). Líkt og spáð var í ágúst hægir heldur á vextinum á næstu árum en hann verður samt sem áður töluverður. Nánari umfjöllun um inn- lenda eftirspurn einkageirans og hins opinbera er að finna í kafla IV. Mikill hagvöxtur í ár en horfur á að hann fari smám saman minnkandi Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar var 5,6% hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi. Er það mesti hagvöxtur sem mælst hefur á einum fjórðungi frá ársbyrjun 2008. Hagstofan endurskoðaði einnig áður birtar tölur og telur nú að hagvöxtur hafi verið 4,8% á fyrsta fjórðungi en hafði áður metið hann 2,9%. Hagvöxtur á fyrri hluta ársins er nú talinn hafa verið 5,2% sem er nokkru meiri vöxtur en gert hafði verið ráð fyrir í ágústspá Peningamála. Þar hafði verið spáð rúmlega 3% vexti. Núverandi mat Hagstofunnar er hins vegar mun nær maíspá bankans um 4,8% hagvöxt en hún var gerð áður en fyrstu bráða- birgðatölur fyrir fyrsta fjórðung lágu fyrir. Þótt mikill hagvöxtur á fyrri hluta ársins endurspegli að nokkru leyti fyrrnefnd einskiptisáhrif kröftugs þjónustuútflutnings hafa hagvaxtarhorfur fyrir árið í heild verið endurskoðaðar upp á við frá ágústspánni og er nú gert ráð fyrir 4,6% hagvexti í ár. Það er 0,4 prósentum meiri hagvöxtur en spáð var í ágúst en sami hagvöxtur og spáð var í maí. Betri horfur endurspegla bæði kröftugri vöxt innlendrar eftirspurnar og lítillega jákvæðara fram- lag utanríkisviðskipta til hagvaxtar. Líkt og í ágústspánni er gert ráð fyrir að heldur hægi á hagvexti á næstu árum, þótt áfram sé spáð hagvexti umfram langtímameðaltal á meginhluta spátímans. Gert er ráð fyrir 3,2% hagvexti á næsta ári en um 3% árið 2017 og um 2½% árið 2018. Mikill hagvöxtur í ár endurspeglar að nokkru leyti óvenju mikinn vöxt í ferðaþjónustu en ekki síður tímabundin áhrif mikilla launahækkana og eftirspurnar- hvetjandi aðgerða stjórnvalda, eins og tilfærslu til lækkunar skulda heimila, sem auka við einkaneyslu. Þegar líður á spátímann taka áhrif þessara þátta að fjara út og minnkandi vöxtur útflutnings og hægur framleiðnivöxtur vega þyngra. Nánari umfjöllun um þróun hagvaxtar er að finna í kafla IV. 1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2018. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-5 Þjóðarútgjöld 2008-20181 Breyting frá fyrra ári (%) PM 2015/4 PM 2015/3 -20 -15 -10 -5 0 5 10 ‘18‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08 1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2018. Brotalínur sýna spá frá PM 2015/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Macrobond, Seðlabanki Íslands. Mynd I-6 Hagvöxtur á Íslandi og í viðskiptalöndum 2008-20181 Breyting frá fyrra ári (%) Ísland PM 2015/4 Helstu viðskiptalönd PM 2015/4 -6 -4 -2 0 2 4 6 ‘18‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.