Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 45
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
5
•
4
45
RAMMAGREINAR
Ein helsta birtingarmynd aukinnar ásóknar erlendra fjárfesta í
ríkisbréf og væntinga um minna framboð á þeim er því lækkun líf-
tímaálags á óverðtryggða skuldabréfamarkaðnum sem veldur því að
vaxtaferillinn flest út og verður jafnvel niðurhallandi þrátt fyrir að al-
mennt sé vænst frekari hækkunar skammtímavaxta á komandi miss-
erum. Þessi þróun torveldar miðlun peningastefnunnar um vaxta-
farveginn og beinir henni í auknum mæli um gengisfarveginn. Hann
er að mörgu leyti skrykkjóttari en vaxtafarvegurinn þar sem gengið
hefur tilhneigingu til að ofrísa með tilheyrandi hættu á snarpri leið-
réttingu. Sú þróun getur síðan átt neikvætt samspil við áhættu í fjár-
málakerfinu eins og gerðist hér á árunum fyrir fjármálakreppuna.3
Veikari miðlun í gegnum vaxtafarveginn torveldar einnig mat á verð-
bólguvæntingum meðal markaðsaðila út frá þróun vaxta á skulda-
bréfamarkaði.
… sem líklega endurspeglar smitáhrif alþjóðlegrar þróunar
Þróunin er þó ekki einskorðuð við Ísland og hefur líftímaálag á
alþjóð legum skuldabréfamörkuðum verið í metlægðum undanfarin
misseri, m.a. vegna umfangsmikilla skuldabréfakaupa seðlabanka
(e. quantitative easing) helstu iðnríkja til að lækka markaðsvexti til
miðlungs- og langs tíma eftir að skammtímavextir hafa verið lækk-
aðir að áætluðum þolmörkum.4 Þótt ástæður lækkunar líftímaálags-
ins séu aðrar en hér á landi er líklegt að áhrif þessara alþjóðlegu
aðgerða hafi tekið að smitast inn á innlendan skuldabréfamarkað
þegar innlendar aðstæður tóku að batna, eins og þær birtust t.d.
í batnandi skuldastöðu ríkissjóðs og hærra lánshæfismati, þar sem
erlendir fagfjárfestar í langtímaskuldabréfum leita hingað til að finna
betri ávöxtun en í boði er í öðrum iðnríkjum.5 Af þessari ástæðu er
Seðlabankinn að skoða möguleikann á að beita einnig öðrum stjórn-
tækjum en vaxtatækinu til að tryggja efnahagslegan stöðugleika og
verðbólgu í samræmi við verðbólgumarkmið bankans.6
3. Sjá Már Guðmundsson (2015), „Financial integration and central bank policies in small,
open economies: what are the lessons from the crisis?“, ræða flutt á ráðstefnu Singapore
Economic Review, ágúst 2015. Nánari fræðilegan bakgrunn og tölfræðirannsóknir er að
finna í Már Guðmundsson (2008), „Financial globalisation: key trends and implications
for the transmission mechanism of monetary policy“, BIS Papers, nr. 39.
4. Lækkun líftímaálags í þessum ríkjum leggst því á sveif með peningastefnunni við að
ýta undir efnahagsbata og koma verðbólgu upp í markmið þótt aðlögun álagsins geti
reynst erfið viðureignar síðar meir. Eins og hér á landi verður mat á verðbólguvæntingum
erfiðara (sjá Ciccarelli, M., og J. A. Garcia, 2015, „International spillovers in inflation
expectations“, ECB Working Paper Series, nr. 1857).
5. Sjá t.d. umfjöllun um áhrif aðgerða helstu seðlabanka á lítil þróuð ríki og nýmarkaðsríki
í Hofmann, B., og E. Takáts (2015), „International monetary spillovers“, BIS Quarterly
Review, september 2015, 105-118.
6. Sjá t.d. Seðlabanki Íslands (2010), „Peningastefnan eftir höft“, Sérrit nr. 4, Seðlabanki
Íslands (2012), „Varúðarreglur eftir fjármagnshöft“, Sérrit nr. 6 og ræðu Más
Guðmundssonar sem vísað er í hér að ofan.
Mynd 6
Breyting á eignarhaldi ríkisverðbréfa
31. maí 2015 - 30. september 2015
Nafnverð í ma.kr.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Erlendir aðilar Aðrir Lífeyrissjóðir
Verðbréfa- og fjárfestingasjóðir
Bankar í slitameðferð Bankar og sparisjóðir
Samtals
Víxlar RIKS
21
RIKB
31
RIKB
25
RIKB
22
RIKB
20
RIKB
19
RIKB
17
RIKB
16
-10
-5
0
5
10
15
Mynd 7
Áhættuleiðréttur vaxtamunur Íslands auk
nokkurra annarra hávaxtagjaldmiðla
gagnvart evrusvæðinu1
Daglegar tölur 1. janúar 2004 - 30. október 2015
Prósentur
Ísland
Miðgildi (fyrir utan Ísland)2
Bil 1. og 3. fjórðungs
Bil hæsta og lægsta gildis
1. Hlutfall vaxtamunar 3 mánaða millibankavaxta og 3 mánaða staðal-
fráviks daglegra gengisbreytinga. 2. Brasilía, Nýja-Sjáland, Suður-Afríka
og Tyrkland.
Heimildir: Macrobond, Seðlabanki Íslands.
‘05‘04 ‘06 ‘08‘07 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13 ‘14 ‘15
0,0
0,5
1,0
1,5
2,0
2,5
3,0