Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 5

Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 5
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 5 Vaxandi hætta á ofhitnun þjóðarbúskaparins Alþjóðlegar efnahagshorfur hafa versnað á ný og óvissa aukist frá ágústspá Peningamála. Útflutningshorfur eru þó lítið breyttar en þar vegast á horfur á áframhaldandi miklum vexti í þjónustuútflutningi og útlit fyrir minnkandi vöxt annars útflutnings. Endurskoðaðar tölur Hagstofu Íslands benda til mikils hagvaxtar á fyrri hluta ársins og að hann hafi verið 5,6% á öðrum ársfjórðungi. Er það mesti vöxtur á einum fjórðungi frá árs- byrjun 2008. Gert er ráð fyrir 4,6% hagvexti á árinu í heild sem er tæplega ½ prósentu meiri vöxtur en spáð var í ágúst. Líkt og í fyrri spám bankans er gert ráð fyrir að hagvöxtur minnki á næsta ári en fyrir allt spátíma- bilið hafa hagvaxtarhorfur batnað. Hagvöxtur í ár og frá því að efnahagsbatinn hófst um mitt ár 2010 hefur að verulegu leyti endurspeglast í mikilli fjölgun starfa og hefur atvinnuleysi minnkað verulega þrátt fyrir mikla aukningu atvinnuþátttöku. Framleiðni hefur því nánast staðið í stað undanfarin fimm ár og samkvæmt spánni verður framleiðnivöxtur áfram undir sögulegu meðaltali og meðaltali fyrri bataskeiða. Verðbólga reyndist nokkru minni á þriðja fjórðungi en spáð hafði verið í ágúst og betri upphafsstaða, hærra gengi krónunnar og lægra hrávöru- og olíuverð gera það að verkum að verðbólguhorfur til skemmri tíma batna frá fyrri spá. Á hinn bóginn eru horfur á meiri innlendum verðbólguþrýstingi sakir aukinnar framleiðsluspennu og meiri hækkunar launakostnaðar á framleidda einingu. Verðbólguhorfur á seinni hluta spátímabilsins eru því taldar svipaðar og í ágúst en óvissa hefur aukist. I Efnahagshorfur og helstu óvissuþættir Grunnspá Seðlabankans1 Alþjóðlegar efnahagshorfur versna á ný … Í nýrri spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er gert ráð fyrir 3,1% heimshag- vexti í ár sem er 0,3 prósentum minni vöxtur en í fyrra og 0,2 pró- sentum minni vöxtur en í spá sjóðsins frá því í sumar. Horfur versna í þróuðum ríkjum og nýmarkaðsríkjum, sérstaklega í þeim síðarnefndu, og gangi spáin eftir yrði árið í ár það fimmta í röð þar sem hagvöxtur hjá þeim minnkar milli ára. Einkum hafa horfur versnað í hrávöru- og olíuútflutningslöndum sem hafa orðið fyrir tekjumissi vegna lækkunar hrávöru- og olíuverðs og í ríkjum sem hafa orðið illa úti vegna hækk- unar Bandaríkjadals sökum mikilla skulda í þeim gjaldmiðli. Í helstu viðskiptalöndum Íslands mældist hagvöxtur 1,9% á fyrri hluta ársins sem er lítillega meiri vöxtur en gert var ráð fyrir í ágústspá Peningamála. Horfur fyrir árið í heild eru hins vegar heldur lakari en þá var áætlað (mynd I-1). Talið er að hagvöxtur í helstu viðskipta- löndum verði hinn sami í ár og í fyrra eða 1,7% en aukist í 2% á næsta ári. Spáð er 2¼% hagvexti að meðaltali á árunum 2017-2018. Hagvaxtarhorfur fyrir allt spátímabilið hafa því versnað frá því í ágúst og óvissa í alþjóðlegum efnahagsmálum aukist á ný. Nánar er fjallað um alþjóðleg efnahagsmál í kafla II og um óvissu um alþjóðlegar efna- hagshorfur síðar í þessum kafla. … og horfur á að það hægi á útflutningsvexti á næstu árum Frá útgáfu Peningamála í ágúst hefur gengi krónunnar hækkað um tæplega 4½% miðað við viðskiptavegna gengisvísitölu, þrátt fyrir töluverð kaup Seðlabankans á erlendum gjaldeyri. Eins og í fyrri spám bankans er gert ráð fyrir að gengisvísitalan haldist á svipuðu stigi út 1. Greiningin í þessum Peningamálum byggist á gögnum sem lágu fyrir í byrjun nóvember. 1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2018. Brotalínur sýna spá frá PM 2015/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Macrobond, OECD, Seðlabanki Íslands. Mynd I-1 Alþjóðlegur hagvöxtur 2008-20181 Breyting frá fyrra ári (%) Bandaríkin PM 2015/4 Evrusvæðið PM 2015/4 Helstu viðskiptalönd Íslands PM 2015/4 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 ‘17 ‘18‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.