Peningamál - 04.11.2015, Side 5
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
5
•
4
5
Vaxandi hætta á ofhitnun þjóðarbúskaparins
Alþjóðlegar efnahagshorfur hafa versnað á ný og óvissa aukist frá ágústspá Peningamála. Útflutningshorfur
eru þó lítið breyttar en þar vegast á horfur á áframhaldandi miklum vexti í þjónustuútflutningi og útlit fyrir
minnkandi vöxt annars útflutnings. Endurskoðaðar tölur Hagstofu Íslands benda til mikils hagvaxtar á fyrri
hluta ársins og að hann hafi verið 5,6% á öðrum ársfjórðungi. Er það mesti vöxtur á einum fjórðungi frá árs-
byrjun 2008. Gert er ráð fyrir 4,6% hagvexti á árinu í heild sem er tæplega ½ prósentu meiri vöxtur en spáð
var í ágúst. Líkt og í fyrri spám bankans er gert ráð fyrir að hagvöxtur minnki á næsta ári en fyrir allt spátíma-
bilið hafa hagvaxtarhorfur batnað. Hagvöxtur í ár og frá því að efnahagsbatinn hófst um mitt ár 2010 hefur
að verulegu leyti endurspeglast í mikilli fjölgun starfa og hefur atvinnuleysi minnkað verulega þrátt fyrir mikla
aukningu atvinnuþátttöku. Framleiðni hefur því nánast staðið í stað undanfarin fimm ár og samkvæmt spánni
verður framleiðnivöxtur áfram undir sögulegu meðaltali og meðaltali fyrri bataskeiða. Verðbólga reyndist
nokkru minni á þriðja fjórðungi en spáð hafði verið í ágúst og betri upphafsstaða, hærra gengi krónunnar og
lægra hrávöru- og olíuverð gera það að verkum að verðbólguhorfur til skemmri tíma batna frá fyrri spá. Á hinn
bóginn eru horfur á meiri innlendum verðbólguþrýstingi sakir aukinnar framleiðsluspennu og meiri hækkunar
launakostnaðar á framleidda einingu. Verðbólguhorfur á seinni hluta spátímabilsins eru því taldar svipaðar og
í ágúst en óvissa hefur aukist.
I Efnahagshorfur og helstu óvissuþættir
Grunnspá Seðlabankans1
Alþjóðlegar efnahagshorfur versna á ný …
Í nýrri spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er gert ráð fyrir 3,1% heimshag-
vexti í ár sem er 0,3 prósentum minni vöxtur en í fyrra og 0,2 pró-
sentum minni vöxtur en í spá sjóðsins frá því í sumar. Horfur versna í
þróuðum ríkjum og nýmarkaðsríkjum, sérstaklega í þeim síðarnefndu,
og gangi spáin eftir yrði árið í ár það fimmta í röð þar sem hagvöxtur
hjá þeim minnkar milli ára. Einkum hafa horfur versnað í hrávöru- og
olíuútflutningslöndum sem hafa orðið fyrir tekjumissi vegna lækkunar
hrávöru- og olíuverðs og í ríkjum sem hafa orðið illa úti vegna hækk-
unar Bandaríkjadals sökum mikilla skulda í þeim gjaldmiðli.
Í helstu viðskiptalöndum Íslands mældist hagvöxtur 1,9% á fyrri
hluta ársins sem er lítillega meiri vöxtur en gert var ráð fyrir í ágústspá
Peningamála. Horfur fyrir árið í heild eru hins vegar heldur lakari en
þá var áætlað (mynd I-1). Talið er að hagvöxtur í helstu viðskipta-
löndum verði hinn sami í ár og í fyrra eða 1,7% en aukist í 2% á
næsta ári. Spáð er 2¼% hagvexti að meðaltali á árunum 2017-2018.
Hagvaxtarhorfur fyrir allt spátímabilið hafa því versnað frá því í ágúst
og óvissa í alþjóðlegum efnahagsmálum aukist á ný. Nánar er fjallað
um alþjóðleg efnahagsmál í kafla II og um óvissu um alþjóðlegar efna-
hagshorfur síðar í þessum kafla.
… og horfur á að það hægi á útflutningsvexti á næstu árum
Frá útgáfu Peningamála í ágúst hefur gengi krónunnar hækkað um
tæplega 4½% miðað við viðskiptavegna gengisvísitölu, þrátt fyrir
töluverð kaup Seðlabankans á erlendum gjaldeyri. Eins og í fyrri spám
bankans er gert ráð fyrir að gengisvísitalan haldist á svipuðu stigi út
1. Greiningin í þessum Peningamálum byggist á gögnum sem lágu fyrir í byrjun nóvember.
1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2018. Brotalínur sýna spá frá PM 2015/3.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Macrobond, OECD, Seðlabanki Íslands.
Mynd I-1
Alþjóðlegur hagvöxtur 2008-20181
Breyting frá fyrra ári (%)
Bandaríkin PM 2015/4
Evrusvæðið PM 2015/4
Helstu viðskiptalönd Íslands PM 2015/4
-5
-4
-3
-2
-1
0
1
2
3
4
‘17 ‘18‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08