Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 18

Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 18
ALÞJÓÐLEG EFNAHAGSMÁL OG VIÐSKIPTAKJÖR P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 18 ekki síst vegna minnkandi efnahagsumsvifa og breyttrar samsetningar hagvaxtar í Kína sem er langstærsti kaupandi málma á heimsvísu. Hluti af verðlækkun innlendra álframleiðenda skýrist af lækkun álags til þeirra en það hafði áður hækkað mikið samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Gert er ráð fyrir að framhald verði á lækkun álverðs og horfur hafa versnað frá því í ágúst. Áætlað er að verð til innlendra álframleið- enda lækki um liðlega 7% í ár, sem er um 4½ prósentu meiri lækkun en í ágúst, og gert er ráð fyrir 5½% lækkun til viðbótar á næsta ári (mynd II-10). Snörp síðsumarslækkun olíuverðs og búist við að það haldist lágt lengur en áður var vænst Verð á hráolíu hefur farið lækkandi það sem af er ári og reyndist verð- lækkunin sérlega snörp á þriðja fjórðungi ársins. Hráolíuverð var þá orðið rúmlega helmingi lægra samanborið við sama fjórðung í fyrra. Útlit er fyrir að olíumarkaðir verði lengur að aðlaga sig að offramboði af olíu en búist var við fyrr á árinu. Áætlanir helstu spáaðila um olíu- verð og verðþróun á framvirkum mörkuðum benda þannig til þess að verð á hráolíu haldist lágt lengur en vænst var í ágúst (mynd II-10). Meiri lækkun hrávöruverðs utan olíu en gert var ráð fyrir Verð á hrávöru utan olíu í Bandaríkjadölum hefur lækkað sleitulaust síðan á öðrum fjórðungi ársins 2013. Aukið framboð og minni eftir- spurn hefur valdið því að matvælaverð hefur lækkað um 12% frá fyrra ári og verð á málmum hefur ekki verið lægra síðan árið 2010. Nú er talið að hrávöruverð utan olíu lækki um 17% frá fyrra ári á þessu ári og 5% á næsta ári og eru þetta talsvert meiri lækkanir en gert var ráð fyrir í ágúst. Heldur lakari horfur um viðskiptakjör Bati viðskiptakjara hófst á öðrum fjórðungi síðasta árs og jókst fram á fyrsta fjórðung þessa árs. Nú benda bráðabirgðatölur Hagstofunnar til þess að viðskiptakjör hafi batnað um 7,7% frá fyrra ári á öðrum ársfjórðungi og er það áþekkur bati og gert var ráð fyrir í síðustu Peningamálum. Búist er við að það hægi á batanum á seinni hluta ársins og að batinn á árinu í heild nemi liðlega 5% sem er um ½ pró- sentu minni bati en í ágústspánni (mynd II-11). Skýrist munurinn að nær öllu leyti af minni hækkun útflutningsverðs vegna meiri lækkunar álverðs en spáð var í ágúst. Horfur um viðskiptakjör eru svipaðar og í ágúst fyrir næsta ár en óvissa hefur aukist. Fjarar ört undan bata í samkeppnisstöðu þjóðarbúsins vegna mikilla launahækkana Á þriðja ársfjórðungi náði raungengið hæsta gildi sínu frá því um mitt ár 2008. Á milli ára reyndist hækkunin 5,5% þar sem nafngengi krónunnar styrktist um 4% og verðbólga var 1,4 prósentum meiri hér á landi en að meðaltali í helstu viðskiptalöndum Íslands. Þrátt fyrir hækkunina er raungengi miðað við hlutfallslegt verðlag þó enn um 5,6% lægra en það hefur að meðaltali verið undanfarin þrjátíu ár. Gangi spá bankans eftir er útlit fyrir að raungengi miðað við hlutfallslegt verðlag verði liðlega 4% hærra að meðaltali á þessu ári en í fyrra (mynd II-11). Hækkun raungengis miðað við hlutfallslegan 1. Grunnspá Seðlabankans 4. ársfj. 2015 - 4. ársfj. 2018. Brotalínur sýna spá frá PM 2015/3. 2. Verð á hrávöru án olíu í USD. 3. Verð á sjávaraf- urðum í erlendum gjaldmiðli er reiknað með því að deila í verð sjávarafurða í íslenskum krónum með gengisvísitölu vöruútflutnings. 4. Álverð í USD er reiknað með því að deila í álverð í íslenskum krónum með gengi Bandaríkjadals. Heimildir: Bloomberg, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vísitala, meðaltal 2005 = 100 Vísitala, meðaltal 2005 = 100 Mynd II-10 Verð á sjávarafurðum, áli, olíu og hrávöru1 1. ársfj. 2009 - 4. ársfj. 2018 Heimsmarkaðsverð á hráolíu (v. ás) Heimsmarkaðsverð á hrávöru, án olíu (v. ás)2 Verð sjávarafurða (v. ás)3 Álverð (h. ás)4 ‘13‘11‘15 ‘17 ‘09‘13‘11‘09 ‘15 ‘17 60 80 100 120 140 160 180 200 220 74 84 94 104 114 124 134 144 154 1. Punktar sýna viðskiptakjör og raungengi miðað við hlutfallslegt verðlag samkvæmt grunnspá Seðlabankans fyrir árið 2015 og raungengi út frá hlutfallslegum launakostnaði m.v. spá OECD um þróun launakostnaðar á framleidda einingu í stærstu viðskiptalöndum Íslands árið 2015. Heimildir: OECD, Seðlabanki Íslands. Vísitala, 2005 = 100 Mynd II-11 Raungengi og viðskiptakjör 2000-20151 Raungengi (hlutfallslegt verðlag) Raungengi (hlutfallslegur launakostnaður) Viðskiptakjör 50 60 70 80 90 100 110 120 ‘02 ‘04 ‘06 ‘08 ‘10 ‘12 ‘14‘00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.