Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 35

Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 35
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 35 INNLENT RAUNHAGKERFI sú fjármálaregla, sem lýtur að skuldsetningu og áætlað er að taka upp með nýjum lögum um opinber fjármál, yrði uppfyllt og þar með yrði skuldahlutfall hins opinbera á Íslandi og í Þýskalandi svipað (mynd IV-14). Utanríkisviðskipti og viðskiptajöfnuður Vöxtur heildarútflutnings knúinn áfram af þjónustu á þessu ári Á fyrri hluta ársins jókst útflutningur vöru og þjónustu um 9% frá sama tíma í fyrra og var vöxturinn að mestu leyti drifinn áfram af ríflega 15% vexti þjónustuútflutnings, en hann var töluvert meiri en áætlað var í ágústspánni en vöruútflutningur jókst svipað og þá var gert ráð fyrir. Vöxtur þjónustuútflutnings skýrist einkum af aukinni ferðaþjónustu og talsverðum einskiptistekjum af einkaleyfum vegna hugverka á öðrum ársfjórðungi. Þótt þessi mikli vöxtur muni líklega ekki endurspegla þróunina á árinu í heild, eru líkur á að allir aðrir undirliðir þjónustuútflutnings vaxi meira á árinu en spáð var í ágúst. Þar vegur ferðalagaliðurinn þyngst en farþegum til landsins hefur fjölgað um rúmlega fjórðung milli ára það sem af er ári. Það er meiri fjölgun en á sama tíma í fyrra og tvö stærstu flugfélög landsins hafa nú þegar aukið sætaframboð sitt töluvert. Því er gert ráð fyrir meiri þjónustuútflutningi í ár en á móti vega horfur á heldur minni vöru- útflutningi. Hann skýrist að nokkru leyti af hægari vexti útflutnings sjávarafurða sem rekja má til minni makrílveiði, innflutningsbanns Rússa og tregðu í sölu til Nígeríu. Þrátt fyrir frekar óhagstæða þróun ytri skilyrða er áætlað að heildarútflutningur aukist um tæplega 7% á þessu ári sem er svipað og spáð var í síðustu Peningamálum. Horfur fyrir næstu ár hafa hins vegar versnað í takt við versnandi samkeppnis- stöðu og lakari horfur um eftirspurn viðskiptalandanna (sjá umfjöllun í kafla II og rammagrein 2). Vöxtur innflutnings ekki meiri frá fyrri hluta ársins 2006 Á fyrri helmingi ársins jókst innflutningur vöru og þjónustu um tæp 14% frá sama tíma í fyrra sem er mesti vöxtur innflutnings frá fyrri hluta ársins 2006 en þar munar mestu um mikinn innflutning flug- véla á fyrsta fjórðungi ársins. Þrátt fyrir að horft sé fram hjá skipum og flugvélum hefur innflutningur ekki aukist eins mikið frá fyrri hluta ársins 2006 en án þessara liða jókst innflutningur um 9% frá sama tíma í fyrra sem er umfram vöxt innlendrar eftirspurnar á sama tíma- bili. Hækkun raungengis kann að skýra vöxt innflutnings að hluta en einnig kemur til mikil innlend eftirspurn eftir neysluvörum og hrá- og rekstrarvörum. Vísbendingar út frá utanríkisviðskiptatölum Hagstofunnar benda til þess að heldur hafi dregið úr vexti vöruinn- flutnings eftir því sem liðið hefur á árið en hann verði áfram talsvert neysludrifinn. Tölur frá Ferðamálastofu um brottfarir Íslendinga frá Keflavíkurflugvelli og könnun sem Gallup gerði á fyrirhuguðum utan- landsferðum landsmanna benda til þess að innflutt ferðaþjónusta aukist að sama skapi talsvert frá fyrra ári í takt við aukinn innlendan kaupmátt. Á heildina litið er gert ráð fyrir að vöxtur innflutnings án skipa og flugvéla verði svipaður á árinu öllu og hann var á fyrri hluta ársins. Innflutningur vöru og þjónustu alls vex hins vegar nokkru meira eða um 12% sem er lítillega minna en spáð var í ágúst. 1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2018. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd IV-15 Framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar 2010-20181 Útflutningur Innflutningur Utanríkisviðskipti Breyting frá fyrra ári (prósentur) -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 201820172016201520142013201220112010 Mynd IV-16 Viðskiptajöfnuður 2000-20181 % af VLF 1. Rekstrarframlög talin með frumþáttatekjum. Grunnspá Seðlabankans 2015-2018. 2. Án reiknaðra tekna og gjalda innlánsstofnana í slitameðferð en með áætluðum áhrifum af uppgjörum búa þeirra og án áhrifa lyfjafyrirtækisins Actavis á jöfnuð frumþáttatekna fram til ársins 2012. Einnig hefur verið leiðrétt fyrir óbeint mældri fjármálaþjónustu (FISIM) innlánsstofnana í slitameðferð. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vöru- og þjónustujöfnuður Undirliggjandi jöfnuður frumþáttatekna2 Undirliggjandi viðskiptajöfnuður2 Mældur viðskiptajöfnuður -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘18‘16‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.